Færeyingar mótmæla vígvæðingu norðurslóða Guttormur Þorsteinsson skrifar 19. júlí 2021 08:01 Á miðvikudaginn munu Færeyingar safnast saman á Sornfelli þar sem var starfrækt ratsjárstöð á vegum Nató í kalda stríðinu. Án vitundar Færeyinga voru þar staðsettir Bandarískir hermenn um árabil en Danir höfðu stundað þau hrossakaup að útvega Nató og Bandaríkjaher land undir herstöðvar á Grænlandi og Færeyjum gegn lægri útgjöldum til hernaðarbandalagsins. Þetta svipar til afstöðu íslenskra stjórnvalda sem að voru þó að minnsta kosti að bjóða fram sitt eigið land til afnota. Undirferli danskra stjórnvalda vakti skiljanlega mikla gremju í Færeyjum og nú vakna upp gamlir draugar þegar Danir hafa samþykkt að leyfa aftur rekstur ratsjárstöðvar á vegum Nató í Færeyjum. Ekki er enn ljóst hvort að lögþing Færeyja samþykkir þessar fyrirætlanir eða hvort að það fær yfir höfuð einhverju að ráða um þær. Það er hins vegar alveg ljóst að færeyskur almenningur vill ekki taka þátt í endurnýjaðri vígvæðingu norðurslóða. Boðað hefur verið til mótmæla við gömlu ratsjárstöðina á Sornfelli þar sem Færeyingar munu fjölmenna þrátt fyrir þverhnípi og þrönga vegi. Íslendingar hafa líka fengið að kynnast þessari hernaðaruppbyggingu, nú er til dæmis bandaríski tundurspillirinn USS Roosevelt við bakka í Sundahöfn og sífellt er verið að stinga upp á herskipahöfnum og frekari viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Samtök hernaðarandstæðinga boða því til samstöðumótmæla fyrir framan Færeysku sendiskrifstofuna við Hallveigarstaði kl. 20:00 miðvikudaginn 21. júlí enda er þetta mál sem varðar alla íbúa Norður-Atlantshafseyja. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Norðurslóðir Hernaður Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Á miðvikudaginn munu Færeyingar safnast saman á Sornfelli þar sem var starfrækt ratsjárstöð á vegum Nató í kalda stríðinu. Án vitundar Færeyinga voru þar staðsettir Bandarískir hermenn um árabil en Danir höfðu stundað þau hrossakaup að útvega Nató og Bandaríkjaher land undir herstöðvar á Grænlandi og Færeyjum gegn lægri útgjöldum til hernaðarbandalagsins. Þetta svipar til afstöðu íslenskra stjórnvalda sem að voru þó að minnsta kosti að bjóða fram sitt eigið land til afnota. Undirferli danskra stjórnvalda vakti skiljanlega mikla gremju í Færeyjum og nú vakna upp gamlir draugar þegar Danir hafa samþykkt að leyfa aftur rekstur ratsjárstöðvar á vegum Nató í Færeyjum. Ekki er enn ljóst hvort að lögþing Færeyja samþykkir þessar fyrirætlanir eða hvort að það fær yfir höfuð einhverju að ráða um þær. Það er hins vegar alveg ljóst að færeyskur almenningur vill ekki taka þátt í endurnýjaðri vígvæðingu norðurslóða. Boðað hefur verið til mótmæla við gömlu ratsjárstöðina á Sornfelli þar sem Færeyingar munu fjölmenna þrátt fyrir þverhnípi og þrönga vegi. Íslendingar hafa líka fengið að kynnast þessari hernaðaruppbyggingu, nú er til dæmis bandaríski tundurspillirinn USS Roosevelt við bakka í Sundahöfn og sífellt er verið að stinga upp á herskipahöfnum og frekari viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Samtök hernaðarandstæðinga boða því til samstöðumótmæla fyrir framan Færeysku sendiskrifstofuna við Hallveigarstaði kl. 20:00 miðvikudaginn 21. júlí enda er þetta mál sem varðar alla íbúa Norður-Atlantshafseyja. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar