Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. júlí 2021 13:01 Fiskistofa segir þörf á samráði og úrbótum vegna brottkasts hér á landi. Vísir/Vilhelm Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. Við sögðum frá því um helgina að Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur nú í júlí vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir að drónaeftirlit var tekið upp hjá Fiskistofu nú í janúar. Elín Björg Ragnarsdóttir er sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu. „Drónarnir eru að veita okkur nýja sýn. Áður vorum við bara að róa með bátum en núna erum við að fá allt aðra sýn. Við höfum notað dróna nær landi frá því í janúar en erum byrjuð að fara lengra út með þá,“ segir Elín. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu kallar eftir samráði og úrbótum vegna brottkasts.Vísir Það sé aðeins nýlega sem drónarnir fari lengra út á miðin. „Fyrstu málin varðandi brottkast á togurum eru farin að koma inn á borð hjá okkur. En við erum hins vegar ekki búin að fara í margar eftirlitsferðir á togaramiðin,“ segir hún. Mikið brottkast þrátt fyrir góða kynningu Hún segir að eftirlitið með drónum hafi verið vel kynnt síðustu mánuði og greinin fengið leiðbeiningar. Það kom því á óvart hversu algengt brottkastið sé. „Brottkast er meira en við hefðum viljað sjá. Við höfum verið að leita eftir samstarfi við greinina til að bæta umgengni við auðlindina. Brottkast skaðar hagsmuni allra sem hafa hag af þessari ábyrgu nýtingu auðlindarinnar. Þess vegna þarf samstöðu um að þessi hegðun verði ekki liðin. Samstaða er lykillinn að vernda þessa hagsmuni,“ segir Elín. Elín segir að Fiskistofa hafi óskað eftir samráði við Sjávarútvegsráðuneytið, Landssamband smábátaeigenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þessir aðilar þurfi að vinna saman að úrbótum í greininni. Aðspurð um hvernig hagsmunaðilar hafi tekið í málið segir Elín: „Ég hef fulla trúa á að það náist að sameinast um úrbætur.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32 „Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10 Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Við sögðum frá því um helgina að Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur nú í júlí vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir að drónaeftirlit var tekið upp hjá Fiskistofu nú í janúar. Elín Björg Ragnarsdóttir er sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu. „Drónarnir eru að veita okkur nýja sýn. Áður vorum við bara að róa með bátum en núna erum við að fá allt aðra sýn. Við höfum notað dróna nær landi frá því í janúar en erum byrjuð að fara lengra út með þá,“ segir Elín. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu kallar eftir samráði og úrbótum vegna brottkasts.Vísir Það sé aðeins nýlega sem drónarnir fari lengra út á miðin. „Fyrstu málin varðandi brottkast á togurum eru farin að koma inn á borð hjá okkur. En við erum hins vegar ekki búin að fara í margar eftirlitsferðir á togaramiðin,“ segir hún. Mikið brottkast þrátt fyrir góða kynningu Hún segir að eftirlitið með drónum hafi verið vel kynnt síðustu mánuði og greinin fengið leiðbeiningar. Það kom því á óvart hversu algengt brottkastið sé. „Brottkast er meira en við hefðum viljað sjá. Við höfum verið að leita eftir samstarfi við greinina til að bæta umgengni við auðlindina. Brottkast skaðar hagsmuni allra sem hafa hag af þessari ábyrgu nýtingu auðlindarinnar. Þess vegna þarf samstöðu um að þessi hegðun verði ekki liðin. Samstaða er lykillinn að vernda þessa hagsmuni,“ segir Elín. Elín segir að Fiskistofa hafi óskað eftir samráði við Sjávarútvegsráðuneytið, Landssamband smábátaeigenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þessir aðilar þurfi að vinna saman að úrbótum í greininni. Aðspurð um hvernig hagsmunaðilar hafi tekið í málið segir Elín: „Ég hef fulla trúa á að það náist að sameinast um úrbætur.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32 „Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10 Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32
„Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10
Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46