„Hafið enn ekki séð það besta frá mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 22:30 Dagný segist eiga mikið inni fyrir komandi leiktíð hjá West Ham. West Ham Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður West Ham United, segir að meiðsli og COVID-smit hafi hamlað sér á síðustu leiktíð með enska liðinu. Hún býst við að sýna sitt rétta andlit á komandi leiktíð í ensku ofurdeildinni. Dagný samdi við West Ham í upphafi árs en hún var mikill stuðningsmaður félagsins í æsku. Það var því ákveðinn draumur að rætast þegar hún gekk í raðir Hamranna í Lundúnum. „Ég bjóst aldrei við því sem ung stúlka að ég myndi spila leik fyrir West Ham. Besti vinur minn og pabbi hans, sem ég byrjaði að spila fótbolta með, voru miklir West Ham United stuðningsmenn,“ er haft eftir Dagnýju í viðtali við Daily Mail. „Ég man að þegar ég var 15-16 ára, þá sýndu þeir mér að það væri í boði að fara til reynslu hjá kvennaliði West Ham. Hins vegar var það ekki atvinnumannalið þá. Ég man að hafa hugsað nei, ég get ekki farið þangað núna þar sem það er ekki atvinnumannalið, en það er skondið að hugsa til þess að ég hafi endað hér sem West Ham stuðningsmaður,“ Then Now https://t.co/dlaPHkTJQJ#BringItOnWHU | @UmbroUK pic.twitter.com/Tsi65Deadd— West Ham United Women (@westhamwomen) July 16, 2021 West Ham var í mikilli fallbaráttu á síðustu leiktíð en tókst að bjarga sér frá falli á lokakafla tímabilsins. Dagný segist búast við sterkara liði í ár, þar sem vel hafi gengið á undirbúningstímabilinu, en hún segist einnig búast við að spila sjálf betur en hún gerði í fyrra. „Þið hafið enn ekki séð það besta frá mér. Ég kom hingað meidd og smitaðist svo af Covid, svo að í hvert skipti sem ég var að nálgast fyrra form kom eitthvað upp, segir Dagný viðtalinu sem lýsir sér sem leikmanni.“ „Ég tel mig búa yfir mikilli vinnslu og einn af mínum helstu styrkleikum sem miðjumaður er að ég get skorað mörk, og venjulega er ég öflug í því... jafnvel þó ég hafi ekki staðið mig vel í því á síðasta tímabili,“ segir Dagný. Fleira kemur fram í viðtalinu við Dagnýju, þar sem hún fer meðal annars yfir upphafsár sín í boltanum. Viðtalið má nálgast hér. West Ham hafnaði í níunda sæti ensku Ofurdeildarinnar í fyrra, með 15 stig úr 22 leikjum. Liðið var aðeins þremur stigum frá botnliði Bristol City, í því tólfta, sem var eina liðið sem féll. Næsta leiktíð hefst 3. september næst komandi. Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Dagný samdi við West Ham í upphafi árs en hún var mikill stuðningsmaður félagsins í æsku. Það var því ákveðinn draumur að rætast þegar hún gekk í raðir Hamranna í Lundúnum. „Ég bjóst aldrei við því sem ung stúlka að ég myndi spila leik fyrir West Ham. Besti vinur minn og pabbi hans, sem ég byrjaði að spila fótbolta með, voru miklir West Ham United stuðningsmenn,“ er haft eftir Dagnýju í viðtali við Daily Mail. „Ég man að þegar ég var 15-16 ára, þá sýndu þeir mér að það væri í boði að fara til reynslu hjá kvennaliði West Ham. Hins vegar var það ekki atvinnumannalið þá. Ég man að hafa hugsað nei, ég get ekki farið þangað núna þar sem það er ekki atvinnumannalið, en það er skondið að hugsa til þess að ég hafi endað hér sem West Ham stuðningsmaður,“ Then Now https://t.co/dlaPHkTJQJ#BringItOnWHU | @UmbroUK pic.twitter.com/Tsi65Deadd— West Ham United Women (@westhamwomen) July 16, 2021 West Ham var í mikilli fallbaráttu á síðustu leiktíð en tókst að bjarga sér frá falli á lokakafla tímabilsins. Dagný segist búast við sterkara liði í ár, þar sem vel hafi gengið á undirbúningstímabilinu, en hún segist einnig búast við að spila sjálf betur en hún gerði í fyrra. „Þið hafið enn ekki séð það besta frá mér. Ég kom hingað meidd og smitaðist svo af Covid, svo að í hvert skipti sem ég var að nálgast fyrra form kom eitthvað upp, segir Dagný viðtalinu sem lýsir sér sem leikmanni.“ „Ég tel mig búa yfir mikilli vinnslu og einn af mínum helstu styrkleikum sem miðjumaður er að ég get skorað mörk, og venjulega er ég öflug í því... jafnvel þó ég hafi ekki staðið mig vel í því á síðasta tímabili,“ segir Dagný. Fleira kemur fram í viðtalinu við Dagnýju, þar sem hún fer meðal annars yfir upphafsár sín í boltanum. Viðtalið má nálgast hér. West Ham hafnaði í níunda sæti ensku Ofurdeildarinnar í fyrra, með 15 stig úr 22 leikjum. Liðið var aðeins þremur stigum frá botnliði Bristol City, í því tólfta, sem var eina liðið sem féll. Næsta leiktíð hefst 3. september næst komandi.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira