Milwaukee Bucks NBA-meistari í fyrsta sinn í 50 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 07:31 Milwaukee Bucks er NBA-meistari 2021. @Bucks Milwaukee Bucks er NBA-meistari í körfubolta eftir sjö stiga sigur á Phoenix Suns í nótt, lokatölur 105-98. Eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu var Milwaukee 3-2 yfir fyrir leik næturinnar og ljóst að sigur myndi tryggja Bucks sinn annan NBA-meistaratitil í sögu félagsins. Sigurinn vannst þökk sé ótrúlegri frammistöðu Giannis Antetokounmpo. Milwaukee náði góðu forskoti strax í fyrsta leikhluta en leikhlutarnir tveir voru einkar kaflaskiptir. Eftir hörmungarbyrjun þá stigu Devin Booker, Chris Paul og félagar í Suns upp og náðu forystunni áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan þá 48-42 Phoenix í vil. Í þriðja leikhluta steig Giannis upp en hann skoraði 20 stig í þriðja leikhluta og spennan var gífurleg fyrir síðasta fjórðung leiksins. Sá var spennandi allt til loka en þegar 57 sekúndur lifðu leiks setti Khris Middleton niður gríðarlega mikilvægt skot sem kom Milwaukee sex stigum yfir, staðan 102-96 og nokkuð ljóst í hvað stefndi. Suns tókst ekki að snúa leiknum við og Bucks unnu sinn fyrsta NBA-meistaratitil í 50 ár en liðið varð síðast meistari árið 1971. Giannis Antetokounmpo átti hreint út sagt ótrúlegan leik í nótt en hann skoraði 50 stig, tók 14 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Khris Middleton var skoraði 17 stig, Bobby Portis 16 og Jrue Holiday var einu frákasti frá tvöfaldri þrennu, hann skoraði 12 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Hjá Suns var Chris Paul stigahæstur með 26 stig. Devin Booker skoraði aðeins 19 stig og Jae Crowder skoraði 15 stig ásamt því að taka 13 fráköst. "Wisconsin, we've got a room at the top of the world tonight!" The @Bucks radio call as the franchise captures its first championship in 50 years! pic.twitter.com/Y5yE67bTqj— NBA (@NBA) July 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Bandaríkin Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira
Eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu var Milwaukee 3-2 yfir fyrir leik næturinnar og ljóst að sigur myndi tryggja Bucks sinn annan NBA-meistaratitil í sögu félagsins. Sigurinn vannst þökk sé ótrúlegri frammistöðu Giannis Antetokounmpo. Milwaukee náði góðu forskoti strax í fyrsta leikhluta en leikhlutarnir tveir voru einkar kaflaskiptir. Eftir hörmungarbyrjun þá stigu Devin Booker, Chris Paul og félagar í Suns upp og náðu forystunni áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan þá 48-42 Phoenix í vil. Í þriðja leikhluta steig Giannis upp en hann skoraði 20 stig í þriðja leikhluta og spennan var gífurleg fyrir síðasta fjórðung leiksins. Sá var spennandi allt til loka en þegar 57 sekúndur lifðu leiks setti Khris Middleton niður gríðarlega mikilvægt skot sem kom Milwaukee sex stigum yfir, staðan 102-96 og nokkuð ljóst í hvað stefndi. Suns tókst ekki að snúa leiknum við og Bucks unnu sinn fyrsta NBA-meistaratitil í 50 ár en liðið varð síðast meistari árið 1971. Giannis Antetokounmpo átti hreint út sagt ótrúlegan leik í nótt en hann skoraði 50 stig, tók 14 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Khris Middleton var skoraði 17 stig, Bobby Portis 16 og Jrue Holiday var einu frákasti frá tvöfaldri þrennu, hann skoraði 12 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Hjá Suns var Chris Paul stigahæstur með 26 stig. Devin Booker skoraði aðeins 19 stig og Jae Crowder skoraði 15 stig ásamt því að taka 13 fráköst. "Wisconsin, we've got a room at the top of the world tonight!" The @Bucks radio call as the franchise captures its first championship in 50 years! pic.twitter.com/Y5yE67bTqj— NBA (@NBA) July 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Bandaríkin Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira