35 milljón punda maður sem enginn vill Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2021 23:15 Drinkwater hefur ekki átt sjö dagana sæla frá skiptum sínum til Chelsea. vísir/getty Danny Drinkwater var eftirsóttur sumarið 2017 eftir frambærilega frammistöðu á miðju Leicester City sem hafði þá tekið þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins og unnið Englandsmeistaratitilinn ári áður. Hið sama er ekki hægt að segja um sumarið 2021. Drinkwater er 31 árs gamall og uppalinn hjá Manchester United. Hann náði aldrei að festa sig í sessi þar á bæ og hafði ekki spilað leik fyrir félagið þegar Leicester City fékk hann, þá 22 ára gamlan, í sínar raðir árið 2012. Þá hafði hann aldrei spilað úrvalsdeildarleik og gengið misvel á láni hjá Huddersfield, Cardiff, Watford og Barnsley í neðri deildunum. Hann hafði þó sannað sig sem ágætis miðjumaður á B-deildarstiginu og varð að fastamanni hjá Leicester þar. Mikilvægur hluti af sigurliði Eftir tvö og hálft tímabil komst liðið upp í úrvalsdeild árið 2014 og á öðru ári sínu í deild þeirra bestu varð kraftaverk þar sem Leicester, sem spáð var neðsta sæti deildarinnar fyrir tímabilið, varð Englandsmeistarari undir stjórn Claudio Ranieri tímabilið 2015-16. Allt gekk upp hjá Leicester þetta tímabil eins og þetta skrautlega mark Drinkwater er dæmi um. Drinkwater hafði spilað frábærlega á miðjunni með Frakkanum N'Golo Kanté, sem var keyptur til Chelsea beint eftir deildarsigurinn og varð Frakkinn meistari þar á ný á fyrsta ári, tímabilið 2016-17. Drinkwater hélt áfram að spila vel hjá Leicester á meðan Kanté var horfinn á braut og hugðist Antonio Conte, stjóra Chelsea, að endurskapa samband Drinkwater og Kanté í Lundúnum er hann splæsti 35 milljónum punda og rándýrum fimm ára samningi á Englendinginn. Næturklúbbar og slagsmál Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Drinkwater á hans fyrsta tímabili hjá Chelsea. Hann spilaði alls 22 leiki fyrir liðið, þar af tólf í deild, og fæsta þeirra var hann í byrjunarliði. Conte var látinn fara eftir það tímabil og við af honum tók annar Ítali, Maurizio Sarri. Hann vildi ekkert með Drinkwater hafa og meiðslin héldu áfram að taka sinn toll. Ítrekaðar myndir sem birtust af honum á síðum gulu pressunnar að njóta næturlífsins í Lundúnum hjálpuðu eflaust ekki til. Þetta mark gegn Stoke í ársbyrjun 2018 var sjaldséð gleðistund hjá Drinkwater í bláum búningi Chelsea. Drinkwater hafði hins vegar engan áhuga á að gefa eftir þau 100 þúsund pund sem hann skildi fá borguð vikulega næstu árin og enginn brottfararhugur á honum. Við tók misheppnuð lánsdvöl hjá Burnley þar sem hann lenti í slagsmálum fyrir utan næturklúbb þremur vikum eftir að gengið í raðir félagsins. Hann spilaði einn leik áður en Sean Dyche skilaði honum til Chelsea í janúar. Dean Smith gaf honum þá tækifæri hjá Aston Villa eftir áramótin 2020 en þar spilaði hann aðeins fjóra leiki og lenti í slagsmálum á æfingu við Spánverjann Jota, leikmann liðsins. Endurreisn í kortunum? Í september 2020 opnaði Drinkwater sig í viðtali við Telegraph þar sem hann sagðist hafa átt í vandræðum utan vallar og hugðist ætla að koma ferlinum aftur á réttan kjöl. Hann var ekki valinn í úrvalsdeildarhóp Chelsea af Frank Lampard og númer hans var gefið nýja varnarmanninum Thiago Silva. Drinkwater lék einn leik í treyju Chelsea á nýliðinni leiktíð, með U23 ára liði félagsins í framrúðubikarnum. Hann fékk þó loks annað tækifæri til að sanna sig í janúar. Hann spilaði ellefu leiki fyrir tyrkneska félagið Kasimipasa í úrvalsdeildinni þar í landi. Í heildina hefur hefur Drinkwater frá árinu 2018 spilað færri leiki fyrir lánsfélögin þrjú en hann gerði á sínu eina ári í aðalliðshópi Chelsea og hefur Rússinn Roman Abramovich, eigandi félagsins, eflaust gert betri fjárfestingar. Miðjumaðurinn á forsíðu The Sun í apríl 2019. Drinkwater hafði fengið sér í glas og sest undir stýri með slæmum afleiðingum. Drinkwater fékk óvænt tækifæri til að spila með Chelsea á yfirstandandi undirbúningstímabili, þar sem hann byrjaði leik gegn Peterborough, 1077 dögum eftir síðasta leik sinn fyrir félagið. Í æfingahópnum er hann ásamt mönnum eins og Tiémoué Bakayoko, Ruben Loftus-Cheek og Ross Barkley, sem keppast um miðjumannssæti í leikmannahópi Thomasar Tuchel. Það skildi þó aldrei vera að Drinkwater og Kanté sameini krafta sína á ný á komandi tímabili. Það verður að þykja ólíklegt en þá er spurning hvort Drinkwater sé loks reiðubúinn að gefa eftir stóran launatékkann til að koma ferlinum aftur af stað. Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Sjá meira
Drinkwater er 31 árs gamall og uppalinn hjá Manchester United. Hann náði aldrei að festa sig í sessi þar á bæ og hafði ekki spilað leik fyrir félagið þegar Leicester City fékk hann, þá 22 ára gamlan, í sínar raðir árið 2012. Þá hafði hann aldrei spilað úrvalsdeildarleik og gengið misvel á láni hjá Huddersfield, Cardiff, Watford og Barnsley í neðri deildunum. Hann hafði þó sannað sig sem ágætis miðjumaður á B-deildarstiginu og varð að fastamanni hjá Leicester þar. Mikilvægur hluti af sigurliði Eftir tvö og hálft tímabil komst liðið upp í úrvalsdeild árið 2014 og á öðru ári sínu í deild þeirra bestu varð kraftaverk þar sem Leicester, sem spáð var neðsta sæti deildarinnar fyrir tímabilið, varð Englandsmeistarari undir stjórn Claudio Ranieri tímabilið 2015-16. Allt gekk upp hjá Leicester þetta tímabil eins og þetta skrautlega mark Drinkwater er dæmi um. Drinkwater hafði spilað frábærlega á miðjunni með Frakkanum N'Golo Kanté, sem var keyptur til Chelsea beint eftir deildarsigurinn og varð Frakkinn meistari þar á ný á fyrsta ári, tímabilið 2016-17. Drinkwater hélt áfram að spila vel hjá Leicester á meðan Kanté var horfinn á braut og hugðist Antonio Conte, stjóra Chelsea, að endurskapa samband Drinkwater og Kanté í Lundúnum er hann splæsti 35 milljónum punda og rándýrum fimm ára samningi á Englendinginn. Næturklúbbar og slagsmál Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Drinkwater á hans fyrsta tímabili hjá Chelsea. Hann spilaði alls 22 leiki fyrir liðið, þar af tólf í deild, og fæsta þeirra var hann í byrjunarliði. Conte var látinn fara eftir það tímabil og við af honum tók annar Ítali, Maurizio Sarri. Hann vildi ekkert með Drinkwater hafa og meiðslin héldu áfram að taka sinn toll. Ítrekaðar myndir sem birtust af honum á síðum gulu pressunnar að njóta næturlífsins í Lundúnum hjálpuðu eflaust ekki til. Þetta mark gegn Stoke í ársbyrjun 2018 var sjaldséð gleðistund hjá Drinkwater í bláum búningi Chelsea. Drinkwater hafði hins vegar engan áhuga á að gefa eftir þau 100 þúsund pund sem hann skildi fá borguð vikulega næstu árin og enginn brottfararhugur á honum. Við tók misheppnuð lánsdvöl hjá Burnley þar sem hann lenti í slagsmálum fyrir utan næturklúbb þremur vikum eftir að gengið í raðir félagsins. Hann spilaði einn leik áður en Sean Dyche skilaði honum til Chelsea í janúar. Dean Smith gaf honum þá tækifæri hjá Aston Villa eftir áramótin 2020 en þar spilaði hann aðeins fjóra leiki og lenti í slagsmálum á æfingu við Spánverjann Jota, leikmann liðsins. Endurreisn í kortunum? Í september 2020 opnaði Drinkwater sig í viðtali við Telegraph þar sem hann sagðist hafa átt í vandræðum utan vallar og hugðist ætla að koma ferlinum aftur á réttan kjöl. Hann var ekki valinn í úrvalsdeildarhóp Chelsea af Frank Lampard og númer hans var gefið nýja varnarmanninum Thiago Silva. Drinkwater lék einn leik í treyju Chelsea á nýliðinni leiktíð, með U23 ára liði félagsins í framrúðubikarnum. Hann fékk þó loks annað tækifæri til að sanna sig í janúar. Hann spilaði ellefu leiki fyrir tyrkneska félagið Kasimipasa í úrvalsdeildinni þar í landi. Í heildina hefur hefur Drinkwater frá árinu 2018 spilað færri leiki fyrir lánsfélögin þrjú en hann gerði á sínu eina ári í aðalliðshópi Chelsea og hefur Rússinn Roman Abramovich, eigandi félagsins, eflaust gert betri fjárfestingar. Miðjumaðurinn á forsíðu The Sun í apríl 2019. Drinkwater hafði fengið sér í glas og sest undir stýri með slæmum afleiðingum. Drinkwater fékk óvænt tækifæri til að spila með Chelsea á yfirstandandi undirbúningstímabili, þar sem hann byrjaði leik gegn Peterborough, 1077 dögum eftir síðasta leik sinn fyrir félagið. Í æfingahópnum er hann ásamt mönnum eins og Tiémoué Bakayoko, Ruben Loftus-Cheek og Ross Barkley, sem keppast um miðjumannssæti í leikmannahópi Thomasar Tuchel. Það skildi þó aldrei vera að Drinkwater og Kanté sameini krafta sína á ný á komandi tímabili. Það verður að þykja ólíklegt en þá er spurning hvort Drinkwater sé loks reiðubúinn að gefa eftir stóran launatékkann til að koma ferlinum aftur af stað.
Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Sjá meira