Ný sönnunargögn í máli Man. City - Átt í stappi við úrvalsdeildina bakvið tjöldin í tvö ár Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2021 07:01 Manchester City hefur fimm sinnum orðið Englandsmeistari frá því að Sheikh Mansour keypti félagið árið 2008, síðast í vor. Peter Byrne/PA Images via Getty Images Fregnir frá Englandi herma að mál Englandsmeistara Manchester City vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi kunni að verða tekið upp að nýju og að ný sönnunargögn um meint brot félagsins séu fyrir hendi. City var sýknað af brotum fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum í fyrra. Mikið hefur gustað um Manchester City undanfarin ár vegna mikillar fjárfestingar moldríks eigandans, Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í félaginu. Sá keypti félagið sumarið 2008 og hefur breytt því úr meðalliði í ensku úrvalsdeildinni í alþjóðlegt ofurveldi. Til að bregðast við bæði mikilli fjárfestingu forríkra eigenda, og fjárhagskröggum félaga eftir hrunið 2008 setti Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, árið 2011 reglur um fjárhagslega háttvísi félaga sem segja til um að ekki megi eyða fé umfram tekjur. City hafði árin áður en reglugerðin tók gildi eytt himinháum fjárhæðum í leikmannakaup þrátt fyrir litla tekjustofna, sem sagt var skekkja samkeppnisstöðu félaga. Mail on Sunday greinir frá því að City hafi barist með kjafti og klóm til að rannsóknin yrði ekki opinberuð.Twitter/@sportingintel Áður dæmdir en því snúið við af CAS City hefur ítrekað verið sakað um brot á þessum reglum, og sýndu skjöl í fótboltaleka þýska tímaritsins Der Spiegel árið 2018 að eigendur félagsins hefðu farið margvíslegar leiðir til að fara kringum reglurnar. Útgjöld urðu að tekjum, dagsetningum samninga var breytt og háar peningafjárhæðir frá olíufurstanum Sheikh Mansour settar í félagið eftir ýmsum krókaleiðum, þar sem fé kom inn í félagið bakdyramegin í gegnum styrktaraðila á við flugfélagið Etihad. UEFA dæmdi Manchester City í tveggja ára bann frá keppni í Meistaradeild Evrópu í febrúar 2020 vegna þeirra brota. Þeim dómi var hins vegar snúið við af Alþjóðaíþróttadómstólnum, CAS, í júlí sama ár. Þá töldu City-menn sig vera lausa við vandamálið. Nú er hins vegar greint frá því að liðið hafi átt í miklu lagalegu stappi við ensku úrvalsdeildina í tvö ár. Það hefur átt sér stað bakvið tjöldin vegna lögbanns sem sett var á opinbera umfjöllun um málið, fyrir tilstilli lögmanna City, en því banni var aflétt af breskum dómstólum á dögunum. Ný gögn sýni fram á meint brot Daily Mail kveðst hafa undir höndum ný sönnunargögn sem sýna fram á að City hafi blásið upp tekjur sínar um margar milljónir punda til þess að virðast fylgja reglum UEFA. Ekki þykir koma heim og saman að City hafi fengið 600 milljónum punda meira í auglýsingatekjur en samkeppnisaðilar þeirra í deildinni. Mail on Sunday segja afgerandi sönnunargögn vera fyrir hendi um margvíslegar leiðir City til að komast hjá reglum.Twitter/@sportingintel Meðal annars er birtur tölvupóstur frá starfsmanni Etihad, ríkisflugfélags Abu Dhabi, sem er aðalstyrktaraðili City. Þar segir að Etihad hafi greitt sínar 4 milljónir punda samkvæmt samningi um auglýsingar hjá félaginu og að framkvæmdastjórn furstadæmanna (e. UAE's Executive Affairs Authority, EAA) greiði hinar 8 milljónirnar til City. City skráði sem sagt auglýsingasamning sinn við Etihad sem 12 milljón punda virði í rekstrarskýrslum en fékk raunar aðeins fjórar milljónir frá flugfélaginu ár hvert. On Tuesday of last week, finally, three of Britain's most senior judges ruled that MCFC's secret legal battle with the PL over alleged breaches of Premier League rules could be made public. We (the MOS) had been present in court to witness this unfold.4/n— Nick Harris (@sportingintel) July 24, 2021 Þá er birtur tölvupóstur frá Alex Pearce, hátt settum stjórnanda hjá Manchester City, úr tölvupóstfangi sínu sem tengist ráðgjafastörfum hans fyrir framkvæmdastjórn furstadæmanna (EAA), til Peter Baumgartner, sem var hátt settur hjá Etihad. Pósturinn er frá 16. desember 2013. Þar segir Pearce Etihad hafa skuldað Manchester City 99 milljónir punda, þar af hafi Etihad útvegað 8 milljónir, en hin 91 milljónin verið greidd flugfélaginu til að greiða áfram til Manchester City. EAA hafi hins vegar aðeins lagt inn 88,5 milljónir og því standi eftir skuld frá EAA til Etihad upp á 2,5 milljónir punda. Í tölvupóstinum frá Pearce segir að 'við' [City] „ættum að fá £99m - þar sem þið [Etihad] munið útvega £8m. Þar af ættu að hafa komið £91m til þín en í stað þess sendi ég aðeins £88,5m. Ég skulda þér því £2,5m,“ Khaldoon Al-Mubarak, stjórnarformaður City, Josep Guardiola, þjálfari liðsins, og olífurstinn Sheikh Mansour, eigandi.Victoria Haydn/Manchester City FC via Getty Images Neita allri sök Talsmenn City hafa ekki tjáð sig um málið þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Bent er á fyrri tilkynningar og er haft eftir félaginu um tölvupóstinn: „Spurningarnar og málefnin sem borin eru upp virðist vera tortryggileg tilraun til að opna á ný dómsmál og grafa undan máli sem þegar hefur fallið dómur í hjá Alþjóðaíþróttadómstólnum.“ Þetta er í samræmi við fyrri yfirlýsingar City sem kveðst ekkert hafa gert rangt og sögðu á sínum tíma upplýsingarnar sem Der Spiegel birti vera tilraun til að skaða orðspor félagsins. Talsmenn ensku úrvalsdeildarinnar tjáðu sig ekki og yfirlýsing þeirra frá árinu 2019 standi enn; að málið sé til rannsóknar. Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sjá meira
Mikið hefur gustað um Manchester City undanfarin ár vegna mikillar fjárfestingar moldríks eigandans, Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í félaginu. Sá keypti félagið sumarið 2008 og hefur breytt því úr meðalliði í ensku úrvalsdeildinni í alþjóðlegt ofurveldi. Til að bregðast við bæði mikilli fjárfestingu forríkra eigenda, og fjárhagskröggum félaga eftir hrunið 2008 setti Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, árið 2011 reglur um fjárhagslega háttvísi félaga sem segja til um að ekki megi eyða fé umfram tekjur. City hafði árin áður en reglugerðin tók gildi eytt himinháum fjárhæðum í leikmannakaup þrátt fyrir litla tekjustofna, sem sagt var skekkja samkeppnisstöðu félaga. Mail on Sunday greinir frá því að City hafi barist með kjafti og klóm til að rannsóknin yrði ekki opinberuð.Twitter/@sportingintel Áður dæmdir en því snúið við af CAS City hefur ítrekað verið sakað um brot á þessum reglum, og sýndu skjöl í fótboltaleka þýska tímaritsins Der Spiegel árið 2018 að eigendur félagsins hefðu farið margvíslegar leiðir til að fara kringum reglurnar. Útgjöld urðu að tekjum, dagsetningum samninga var breytt og háar peningafjárhæðir frá olíufurstanum Sheikh Mansour settar í félagið eftir ýmsum krókaleiðum, þar sem fé kom inn í félagið bakdyramegin í gegnum styrktaraðila á við flugfélagið Etihad. UEFA dæmdi Manchester City í tveggja ára bann frá keppni í Meistaradeild Evrópu í febrúar 2020 vegna þeirra brota. Þeim dómi var hins vegar snúið við af Alþjóðaíþróttadómstólnum, CAS, í júlí sama ár. Þá töldu City-menn sig vera lausa við vandamálið. Nú er hins vegar greint frá því að liðið hafi átt í miklu lagalegu stappi við ensku úrvalsdeildina í tvö ár. Það hefur átt sér stað bakvið tjöldin vegna lögbanns sem sett var á opinbera umfjöllun um málið, fyrir tilstilli lögmanna City, en því banni var aflétt af breskum dómstólum á dögunum. Ný gögn sýni fram á meint brot Daily Mail kveðst hafa undir höndum ný sönnunargögn sem sýna fram á að City hafi blásið upp tekjur sínar um margar milljónir punda til þess að virðast fylgja reglum UEFA. Ekki þykir koma heim og saman að City hafi fengið 600 milljónum punda meira í auglýsingatekjur en samkeppnisaðilar þeirra í deildinni. Mail on Sunday segja afgerandi sönnunargögn vera fyrir hendi um margvíslegar leiðir City til að komast hjá reglum.Twitter/@sportingintel Meðal annars er birtur tölvupóstur frá starfsmanni Etihad, ríkisflugfélags Abu Dhabi, sem er aðalstyrktaraðili City. Þar segir að Etihad hafi greitt sínar 4 milljónir punda samkvæmt samningi um auglýsingar hjá félaginu og að framkvæmdastjórn furstadæmanna (e. UAE's Executive Affairs Authority, EAA) greiði hinar 8 milljónirnar til City. City skráði sem sagt auglýsingasamning sinn við Etihad sem 12 milljón punda virði í rekstrarskýrslum en fékk raunar aðeins fjórar milljónir frá flugfélaginu ár hvert. On Tuesday of last week, finally, three of Britain's most senior judges ruled that MCFC's secret legal battle with the PL over alleged breaches of Premier League rules could be made public. We (the MOS) had been present in court to witness this unfold.4/n— Nick Harris (@sportingintel) July 24, 2021 Þá er birtur tölvupóstur frá Alex Pearce, hátt settum stjórnanda hjá Manchester City, úr tölvupóstfangi sínu sem tengist ráðgjafastörfum hans fyrir framkvæmdastjórn furstadæmanna (EAA), til Peter Baumgartner, sem var hátt settur hjá Etihad. Pósturinn er frá 16. desember 2013. Þar segir Pearce Etihad hafa skuldað Manchester City 99 milljónir punda, þar af hafi Etihad útvegað 8 milljónir, en hin 91 milljónin verið greidd flugfélaginu til að greiða áfram til Manchester City. EAA hafi hins vegar aðeins lagt inn 88,5 milljónir og því standi eftir skuld frá EAA til Etihad upp á 2,5 milljónir punda. Í tölvupóstinum frá Pearce segir að 'við' [City] „ættum að fá £99m - þar sem þið [Etihad] munið útvega £8m. Þar af ættu að hafa komið £91m til þín en í stað þess sendi ég aðeins £88,5m. Ég skulda þér því £2,5m,“ Khaldoon Al-Mubarak, stjórnarformaður City, Josep Guardiola, þjálfari liðsins, og olífurstinn Sheikh Mansour, eigandi.Victoria Haydn/Manchester City FC via Getty Images Neita allri sök Talsmenn City hafa ekki tjáð sig um málið þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Bent er á fyrri tilkynningar og er haft eftir félaginu um tölvupóstinn: „Spurningarnar og málefnin sem borin eru upp virðist vera tortryggileg tilraun til að opna á ný dómsmál og grafa undan máli sem þegar hefur fallið dómur í hjá Alþjóðaíþróttadómstólnum.“ Þetta er í samræmi við fyrri yfirlýsingar City sem kveðst ekkert hafa gert rangt og sögðu á sínum tíma upplýsingarnar sem Der Spiegel birti vera tilraun til að skaða orðspor félagsins. Talsmenn ensku úrvalsdeildarinnar tjáðu sig ekki og yfirlýsing þeirra frá árinu 2019 standi enn; að málið sé til rannsóknar.
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sjá meira