Eigum við að fyrirgefa viðmælendum Sölva Tryggva? Þórarinn Hjartarson skrifar 26. júlí 2021 14:01 Í mótmælum gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum síðasta sumar mátti heyra slagorðið ´silence is violence´, eða að það að þaga jafngilti ofbeldi. Orðatiltækið sýndi, réttilega, fram á að því fólki, sem ekki tæki afstöðu í þeim efnum, ætti að taka með fyrirvara. Þetta fólk væri hluti af ósanngjörnu kerfi og kæmust þar að leiðandi ekki upp með hlutleysi. Á svipuðum tíma stýrði Sölvi Tryggvason einu vinsælasta hlaðvarpi á Íslandi. Hvert hlaðvarp fékk þúsundir hlustanna. Sölvi skákaði fram frægasta fólki á Íslandi í löngum samræðum um allt á milli himins og jarðar. Allir þekktu hlaðvarpið og flestir höfðu hlustað á allavegana einn þátt. Eftir að hafa haldið sig frá sviðsljósinu í nokkur ár varð Sölvi einn ástsælasti hlaðvarpsstjórnandi sem Ísland hefur átt. En fallið var jafn hátt og flugið. Í apríl á þessu ári fóru að heyrast sögusagnir að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað í samskiptum við konu, sem síðar leiddi til ákæru. Þetta leiddi til upphafs nýjustu bylgju #MeToo hreyfingarinnar. Flestir hafa heyrt eitt eða tvö afbrigði þessarar sögu. Þessi pistill snýr hins vegar ekki að þessu einstaka máli. Pistillinn byggir á því að varpa ljósi á þá viðmælendur sem að mættu í hlaðvarp Sölva og hafa fengið að sigla lignan sjó í þessum umræðum. Óneitanlega nutu viðmælendurnir vinsælda eftir að hafa komið í þátt Sölva. Sumum þeirra hefur líklega jafnvel áskotnast aukin velgengi í sínum frama í kjölfarið. Er það réttlátt? Er réttlátt að hafa notið góðs af velgengni slíks manns? Geta þau fríað sig ábyrgð gagnvart samborgurum í þessum umræðum? Eiga þau tilkall til þess valds sem að þau nutu á meðan hlaðvarpsþátturinn sem þau birtust í stóð sem hæst? Að sjálfsögðu ekki. Okkur ber samfélagsleg skylda að krefja þetta fólk svara. Svara um það hvers vegna þeim þótti í lagi að mæta í slíkan hlaðvarpsþátt án þess að biðjast afsökunar. Þögn þessa fólks nístir í gegnum merg og bein. Sum þeirra birtast enn í sjónvarps- og útvarpsviðtölum líkt og ekkert hafi í skorist. Hlutleysi þessa fólks lýsir afstöðu þeirra. Sinnuleysi og tómlæti er óafsakanlegt. Viðmælendur Sölva Tryggva verða að koma fram og útskýra mál sitt. Krefjum þau um svör. Krefjum þau um afstöðu. Þögn er ofbeldi. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í mótmælum gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum síðasta sumar mátti heyra slagorðið ´silence is violence´, eða að það að þaga jafngilti ofbeldi. Orðatiltækið sýndi, réttilega, fram á að því fólki, sem ekki tæki afstöðu í þeim efnum, ætti að taka með fyrirvara. Þetta fólk væri hluti af ósanngjörnu kerfi og kæmust þar að leiðandi ekki upp með hlutleysi. Á svipuðum tíma stýrði Sölvi Tryggvason einu vinsælasta hlaðvarpi á Íslandi. Hvert hlaðvarp fékk þúsundir hlustanna. Sölvi skákaði fram frægasta fólki á Íslandi í löngum samræðum um allt á milli himins og jarðar. Allir þekktu hlaðvarpið og flestir höfðu hlustað á allavegana einn þátt. Eftir að hafa haldið sig frá sviðsljósinu í nokkur ár varð Sölvi einn ástsælasti hlaðvarpsstjórnandi sem Ísland hefur átt. En fallið var jafn hátt og flugið. Í apríl á þessu ári fóru að heyrast sögusagnir að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað í samskiptum við konu, sem síðar leiddi til ákæru. Þetta leiddi til upphafs nýjustu bylgju #MeToo hreyfingarinnar. Flestir hafa heyrt eitt eða tvö afbrigði þessarar sögu. Þessi pistill snýr hins vegar ekki að þessu einstaka máli. Pistillinn byggir á því að varpa ljósi á þá viðmælendur sem að mættu í hlaðvarp Sölva og hafa fengið að sigla lignan sjó í þessum umræðum. Óneitanlega nutu viðmælendurnir vinsælda eftir að hafa komið í þátt Sölva. Sumum þeirra hefur líklega jafnvel áskotnast aukin velgengi í sínum frama í kjölfarið. Er það réttlátt? Er réttlátt að hafa notið góðs af velgengni slíks manns? Geta þau fríað sig ábyrgð gagnvart samborgurum í þessum umræðum? Eiga þau tilkall til þess valds sem að þau nutu á meðan hlaðvarpsþátturinn sem þau birtust í stóð sem hæst? Að sjálfsögðu ekki. Okkur ber samfélagsleg skylda að krefja þetta fólk svara. Svara um það hvers vegna þeim þótti í lagi að mæta í slíkan hlaðvarpsþátt án þess að biðjast afsökunar. Þögn þessa fólks nístir í gegnum merg og bein. Sum þeirra birtast enn í sjónvarps- og útvarpsviðtölum líkt og ekkert hafi í skorist. Hlutleysi þessa fólks lýsir afstöðu þeirra. Sinnuleysi og tómlæti er óafsakanlegt. Viðmælendur Sölva Tryggva verða að koma fram og útskýra mál sitt. Krefjum þau um svör. Krefjum þau um afstöðu. Þögn er ofbeldi. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar