Kostnaður við snjallmælavæðingu Veitna áætlaður 5,7 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2021 08:05 Með snjallmælunum verður gögnum um notkun viðskiptavina safnað á tíu til 60 mínútna fresti. vísir/vilhelm Áætlaður kostnaður Veitna við snjallvæðingu mæla er 5,7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari Veitna við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, áheyrnafulltrúa Miðflokksins í borgarráði. Í febrúar greindu Veitur frá fyrirhugaðri uppsetningu á 160 þúsund nettengdum snjallmælum. Hefur fyrirtækið samið við Securitas um mælaskipti á um 102 þúsund rafmagnsmælum, 55 þúsund varmamælum og þrjú þúsund vatnsmælum en samningurinn við Securitas er metinn á 1,8 milljarða króna. Áætlanir Veitna gera ráð fyrir að snjallmælavæðingu veitukerfanna verði að fullu lokið í árslok 2024. Í svari Veitna við fyrirspurn Vigdísar segir að ein rökin fyrir snjallvæðingunni sé að núverandi mælasafn Veitna sé komið að endimörkum líftíma síns og tækifæri talið vera til kynslóðaskipta. Þá sé um að ræða þátt í stafrænni þróun veitureksturs og þjónustu við viðskiptavini. Viðskiptablaðið vakti fyrst máls á minnisblaðinu. Snjallmælar munu smám saman koma í stað gömlu mælanna. Borgar einungis fyrir raunverulega notkun Með snjallmælunum verður gögnum um notkun viðskiptavina safnað á tíu til 60 mínútna fresti í stað þess að notkunarupplýsingar séu einungis lesnar einu sinni á ári. Að sögn Veitna gerir það að verkum að fólk borgar einungis fyrir raunnotkun, þarf ekki að lesa af mælum og áætlunarreikningar heyra sögunni til. Einnig munu viðskiptavinir geta fylgst náið með orkunotkun sinni og nýtt gögnin til að lækka orkureikninginn. Nýju mælarnir eiga svo að auka möguleika Veitna til að stýra viðhaldi veitukerfa og bregðast við þróun rafbílavæðingar. „Rafbílavæðing hefur í för með sér nýtt álag á veitukerfið sem nauðsynlegt er að vakta og stýra þannig að fjárfestingar í veitukerfunum nýtist sem best,“ segir í svarinu. Orkumál Stafræn þróun Tengdar fréttir Veitur semja við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum Veitur hafa samið við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum, í samning sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Til stendur að skipta um 102 þúsund rafmagnsmæla, 55 þúsund varmamæla og þrjú þúsund vatnsmæla á þjónustusvæði Veitna. 15. febrúar 2021 10:03 Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Í febrúar greindu Veitur frá fyrirhugaðri uppsetningu á 160 þúsund nettengdum snjallmælum. Hefur fyrirtækið samið við Securitas um mælaskipti á um 102 þúsund rafmagnsmælum, 55 þúsund varmamælum og þrjú þúsund vatnsmælum en samningurinn við Securitas er metinn á 1,8 milljarða króna. Áætlanir Veitna gera ráð fyrir að snjallmælavæðingu veitukerfanna verði að fullu lokið í árslok 2024. Í svari Veitna við fyrirspurn Vigdísar segir að ein rökin fyrir snjallvæðingunni sé að núverandi mælasafn Veitna sé komið að endimörkum líftíma síns og tækifæri talið vera til kynslóðaskipta. Þá sé um að ræða þátt í stafrænni þróun veitureksturs og þjónustu við viðskiptavini. Viðskiptablaðið vakti fyrst máls á minnisblaðinu. Snjallmælar munu smám saman koma í stað gömlu mælanna. Borgar einungis fyrir raunverulega notkun Með snjallmælunum verður gögnum um notkun viðskiptavina safnað á tíu til 60 mínútna fresti í stað þess að notkunarupplýsingar séu einungis lesnar einu sinni á ári. Að sögn Veitna gerir það að verkum að fólk borgar einungis fyrir raunnotkun, þarf ekki að lesa af mælum og áætlunarreikningar heyra sögunni til. Einnig munu viðskiptavinir geta fylgst náið með orkunotkun sinni og nýtt gögnin til að lækka orkureikninginn. Nýju mælarnir eiga svo að auka möguleika Veitna til að stýra viðhaldi veitukerfa og bregðast við þróun rafbílavæðingar. „Rafbílavæðing hefur í för með sér nýtt álag á veitukerfið sem nauðsynlegt er að vakta og stýra þannig að fjárfestingar í veitukerfunum nýtist sem best,“ segir í svarinu.
Orkumál Stafræn þróun Tengdar fréttir Veitur semja við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum Veitur hafa samið við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum, í samning sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Til stendur að skipta um 102 þúsund rafmagnsmæla, 55 þúsund varmamæla og þrjú þúsund vatnsmæla á þjónustusvæði Veitna. 15. febrúar 2021 10:03 Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Veitur semja við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum Veitur hafa samið við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum, í samning sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Til stendur að skipta um 102 þúsund rafmagnsmæla, 55 þúsund varmamæla og þrjú þúsund vatnsmæla á þjónustusvæði Veitna. 15. febrúar 2021 10:03
Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22