Mitt inntak í ljósi umræðu um íþróttastefnu á Íslandi Guðmundur Sveinn Hafþórsson skrifar 2. ágúst 2021 10:30 Ísland hefur ekki átt færri íþróttamenn á Ólympíuleikum síðan 1968 var sagt í fjölmiðlum á dögunum. Þörf umræða þarf að eiga sér stað innan Sérsambanda sem og ÍSÍ um hvað sé hægt að gera til að bæta umgjörð í kringum íþróttirnar. Það er ljóst að ÍSÍ hefur margfaldað stuðning sinn til sérsambanda en hvað þarf meira? Hér eru mínir punktar og ég tel að það sé hægt að kafa töluvert dýpra en bara þá eða dýpra í þá. Fræðsla fyrir íþróttamenn sem og foreldra Það þarf að kenna markmiðasetningu snemma, kenna þarf íþróttamönnum að setja sér markmið til langs tíma og að takast á við svekkjandi tímabil, meiðsli og annað sem getur hnökrað ferlinu. Kenna þeim að það sem er í símanum er ekki lífið. Það þarf að kenna foreldrum hvað þarf til, til að ná árangri: næring, svefn, skjátími, leyfa þjálfurum að vera þjálfarar, foreldrar eiga að vera foreldrar, styrkjandi og stuðningur, mikilvægi æfinga og tímabils (hvenær er best að fara í bústaðaferð/skíðaferð). Framhaldsskólar Það er staðreynd að krakkar sem eru í íþróttum standa sig oftast nær nokkuð vel í skóla en eftir að framhaldsskólum var breytt í þrjú ár í stað fjögurra ára varð álagið töluvert meira á unglinga. Ég myndi vilja sjá samninga við 2 – 3 framhaldsskóla þar sem unnið er með íþróttamönnum sem vilja skara fram úr, þau sem velja þá leið að ætla sér árangur. Fjögurra ára nám, einingar fyrir íþróttaiðkun, fá að mæta síðar í skólann, fá liðkandi meðferð varðandi mætingu þegar kemur að keppnum. Íþróttamaður þarf að skila inn æfingaálagi, þarf að fylgja reglum eins og að vera ekki í áfengi eða tóbaki (vera fyrirmynd), verður að stunda skólann eftir bestu getu. Íþróttamiðstöð (fyrir íþróttamenn frá framtíðarhópum upp í afreksstarf) Sérsambönd gefa út nafnalista af íþróttamönnum sem eru í landsliðsverkefnum. Íþróttamenn hafa þá aðgengi að sálfræðing, læknum, næringafræðingi, sjúkraþjálfurum. Samstarf við HÍ og HR Samstarf sem felur í sér rannsóknir og mælingar á íþróttamönnum á ýmsum sviðum svo sem líkamlegt atgervi, andleg þjálfun, svefn, næring og annað. Aukinn stuðning við íþróttafélög Eins þarf meiri pening inn í félögin þannig að hægt sé að bæta þjálfun og umgjörð í kringum íþróttafólkið. Þegar kemur að þjálfun unglinga og fullorðinna getur einn afreksþjálfari ekki vitað allt. Hann veit margt en hann kann ekki allt. Að geta haft styrktarþjálfara, aðgengi að sjúkraþjálfara, fá inn næringafræðinga og sálfræðinga myndi allt hjálpa. Nú liggur fyrir frumvarp um launasjóð fyrir afreksmenn sem er stórkostleg bæting og skref fram á við en við þurfum að hugsa stærra og fara út fyrir boxið til að sjá bættan árangur. Allur heimurinn er að verða betri og við viljum fylgja með. Hugsum stærra, gerum betur, förum alla leið! Höfundur er yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur ekki átt færri íþróttamenn á Ólympíuleikum síðan 1968 var sagt í fjölmiðlum á dögunum. Þörf umræða þarf að eiga sér stað innan Sérsambanda sem og ÍSÍ um hvað sé hægt að gera til að bæta umgjörð í kringum íþróttirnar. Það er ljóst að ÍSÍ hefur margfaldað stuðning sinn til sérsambanda en hvað þarf meira? Hér eru mínir punktar og ég tel að það sé hægt að kafa töluvert dýpra en bara þá eða dýpra í þá. Fræðsla fyrir íþróttamenn sem og foreldra Það þarf að kenna markmiðasetningu snemma, kenna þarf íþróttamönnum að setja sér markmið til langs tíma og að takast á við svekkjandi tímabil, meiðsli og annað sem getur hnökrað ferlinu. Kenna þeim að það sem er í símanum er ekki lífið. Það þarf að kenna foreldrum hvað þarf til, til að ná árangri: næring, svefn, skjátími, leyfa þjálfurum að vera þjálfarar, foreldrar eiga að vera foreldrar, styrkjandi og stuðningur, mikilvægi æfinga og tímabils (hvenær er best að fara í bústaðaferð/skíðaferð). Framhaldsskólar Það er staðreynd að krakkar sem eru í íþróttum standa sig oftast nær nokkuð vel í skóla en eftir að framhaldsskólum var breytt í þrjú ár í stað fjögurra ára varð álagið töluvert meira á unglinga. Ég myndi vilja sjá samninga við 2 – 3 framhaldsskóla þar sem unnið er með íþróttamönnum sem vilja skara fram úr, þau sem velja þá leið að ætla sér árangur. Fjögurra ára nám, einingar fyrir íþróttaiðkun, fá að mæta síðar í skólann, fá liðkandi meðferð varðandi mætingu þegar kemur að keppnum. Íþróttamaður þarf að skila inn æfingaálagi, þarf að fylgja reglum eins og að vera ekki í áfengi eða tóbaki (vera fyrirmynd), verður að stunda skólann eftir bestu getu. Íþróttamiðstöð (fyrir íþróttamenn frá framtíðarhópum upp í afreksstarf) Sérsambönd gefa út nafnalista af íþróttamönnum sem eru í landsliðsverkefnum. Íþróttamenn hafa þá aðgengi að sálfræðing, læknum, næringafræðingi, sjúkraþjálfurum. Samstarf við HÍ og HR Samstarf sem felur í sér rannsóknir og mælingar á íþróttamönnum á ýmsum sviðum svo sem líkamlegt atgervi, andleg þjálfun, svefn, næring og annað. Aukinn stuðning við íþróttafélög Eins þarf meiri pening inn í félögin þannig að hægt sé að bæta þjálfun og umgjörð í kringum íþróttafólkið. Þegar kemur að þjálfun unglinga og fullorðinna getur einn afreksþjálfari ekki vitað allt. Hann veit margt en hann kann ekki allt. Að geta haft styrktarþjálfara, aðgengi að sjúkraþjálfara, fá inn næringafræðinga og sálfræðinga myndi allt hjálpa. Nú liggur fyrir frumvarp um launasjóð fyrir afreksmenn sem er stórkostleg bæting og skref fram á við en við þurfum að hugsa stærra og fara út fyrir boxið til að sjá bættan árangur. Allur heimurinn er að verða betri og við viljum fylgja með. Hugsum stærra, gerum betur, förum alla leið! Höfundur er yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis og aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun