Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2021 12:04 Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafa hingað til miklu leyti byggt á tillögum sóttvarnalæknis (í bakgrunni) til heilbrigðisráðherra (í forgrunni). Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í svari Þórólfs við spurningum fréttamanna á upplýsingafundi er hann var spurður um hvernig faraldurinn þurfi að þróast til þess að hann myndi leggja til harðari aðgerðir. Núverandi takmarkanir á samkomum gilda til 13. ágúst en á sama tíma sýnir sú bylgja sem nú er í gangi lítil merki um rénun. „Ég er í stöðugu sambandi við minn ráðherra, bæði formlega og óformlega. Ég held að það sé komið að því að stjórnvöld þurfi að huga vel að því til hvaða aðgerða eigi að grípa. Það er ekki víst að ég á þessum tímapunkti leggi til einhverjar ákveðnar aðgerðir. Við erum búin að ganga í gegnum þetta margoft með þeim aðgerðum sem við höfum gripið til. Við vitum hvað virkar og hvað ekki,“ sagði Þórólfur. Boðar annað form á næsta minnisblaði Þær samkomutakmarkanir sem settar hafa á hér á landi frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hafa að miklu leyti tekið mið af þeim tillögum sem borist hafa heilbrigðisráðherra frá sóttvarnalækni, í formi minnisblaða, nú síðast 22. júlí síðastliðinn. Nú virðist Þórólfur hins vegar ætla að senda boltann til ríkisstjórnarinnar. „Ég held að það sé núna stjórnvalda að taka ákvörðun um það, að gefnu áhættumati og útliti, hvort stjórnvöld eru tilbúin til að grípa til harðra aðgerða til að kveða niður bylgjuna hérna niður eða ekki.“ Þannig að þú kemur ekki með tillögur á minnisblaði? „Ég geri það í aðeins öðru formi en áður býst ég við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þetta kom fram í svari Þórólfs við spurningum fréttamanna á upplýsingafundi er hann var spurður um hvernig faraldurinn þurfi að þróast til þess að hann myndi leggja til harðari aðgerðir. Núverandi takmarkanir á samkomum gilda til 13. ágúst en á sama tíma sýnir sú bylgja sem nú er í gangi lítil merki um rénun. „Ég er í stöðugu sambandi við minn ráðherra, bæði formlega og óformlega. Ég held að það sé komið að því að stjórnvöld þurfi að huga vel að því til hvaða aðgerða eigi að grípa. Það er ekki víst að ég á þessum tímapunkti leggi til einhverjar ákveðnar aðgerðir. Við erum búin að ganga í gegnum þetta margoft með þeim aðgerðum sem við höfum gripið til. Við vitum hvað virkar og hvað ekki,“ sagði Þórólfur. Boðar annað form á næsta minnisblaði Þær samkomutakmarkanir sem settar hafa á hér á landi frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hafa að miklu leyti tekið mið af þeim tillögum sem borist hafa heilbrigðisráðherra frá sóttvarnalækni, í formi minnisblaða, nú síðast 22. júlí síðastliðinn. Nú virðist Þórólfur hins vegar ætla að senda boltann til ríkisstjórnarinnar. „Ég held að það sé núna stjórnvalda að taka ákvörðun um það, að gefnu áhættumati og útliti, hvort stjórnvöld eru tilbúin til að grípa til harðra aðgerða til að kveða niður bylgjuna hérna niður eða ekki.“ Þannig að þú kemur ekki með tillögur á minnisblaði? „Ég geri það í aðeins öðru formi en áður býst ég við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19
108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43