Hjá Liverpool næstu fimm árin - Enn óvissa með Henderson Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2021 17:45 Fabinho skrifaði undir fimm ára samning í dag og geta stjórnarmenn Liverpool merkt einn kross á langan tjékklistann. Jon Super/PA Images via Getty Images Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnufélagið Liverpool um fimm ár. Enn bíða stuðningsmenn liðsins fregna af samningsmálum fyrirliðans Jordan Henderson. Fabinho var á meðal nokkurra lykilleikmanna sem eiga tvö ár eftir á samningi sínum og vinna starfsmenn félagsins hörðum höndum að því að treysta framtíð þeirra hjá félaginu. Fabinho skrifaði undir fimm ára samning þegar hann gekk í raðir liðsins frá Mónakó árið 2018, sem átti að renna út sumarið 2023. Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning til ársins 2026. Félagið er sagt í samningaviðræðum við Virgil van Dijk sem rennur einnig út á samningi sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af Jordan Henderson, en viðræður við hann eru sagðar ganga illa þar sem félagið er sagt vera langt frá launakröfum fyrirliðans. Our lighthouse. Love it, @_fabinhotavares — Liverpool FC (@LFC) August 3, 2021 Sóknar þríeykið Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino eiga sömuleiðis samning næstu tvö árin, líkt og Naby Keita og Xherdan Shaqiri, en sá síðastnefndi er sagður á förum í sumar. Helstu markmið sumarsins hjá Liverpool eru sögð vera að treysta stöðu leikmanna sem eru á mála hjá félaginu, fremur en að bæta við leikmönnum. Félagið missti Georginio Wijnaldum frítt til Paris Saint-Germain í sumar þar sem sá hollenski kenndi um áhugaleysi félagsins og stuðningsmanna þess. Svipaðar sögur hafa sveimað um Henderson í sumar, þar sem honum á að þykja hæstráðendur félagsins ekki meta hann að verðleikum. Henderson er orðinn 31 árs gamall og passar illa við stefnu félagsins að gefa svo gömlum manni rándýran langtíma samning. Ljóst er að stórar ákvarðanir eru fram undan, enda er van Dijk orðinn þrítugur og þremenningarnir í framlínunni; Firmino, Mané og Salah, allir þrítugir á næsta ári. Ólíklegt verður að þykja að allir fimm fái nýjan samning og einhverjir gætu verið á förum næsta sumar. Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira
Fabinho var á meðal nokkurra lykilleikmanna sem eiga tvö ár eftir á samningi sínum og vinna starfsmenn félagsins hörðum höndum að því að treysta framtíð þeirra hjá félaginu. Fabinho skrifaði undir fimm ára samning þegar hann gekk í raðir liðsins frá Mónakó árið 2018, sem átti að renna út sumarið 2023. Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning til ársins 2026. Félagið er sagt í samningaviðræðum við Virgil van Dijk sem rennur einnig út á samningi sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af Jordan Henderson, en viðræður við hann eru sagðar ganga illa þar sem félagið er sagt vera langt frá launakröfum fyrirliðans. Our lighthouse. Love it, @_fabinhotavares — Liverpool FC (@LFC) August 3, 2021 Sóknar þríeykið Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino eiga sömuleiðis samning næstu tvö árin, líkt og Naby Keita og Xherdan Shaqiri, en sá síðastnefndi er sagður á förum í sumar. Helstu markmið sumarsins hjá Liverpool eru sögð vera að treysta stöðu leikmanna sem eru á mála hjá félaginu, fremur en að bæta við leikmönnum. Félagið missti Georginio Wijnaldum frítt til Paris Saint-Germain í sumar þar sem sá hollenski kenndi um áhugaleysi félagsins og stuðningsmanna þess. Svipaðar sögur hafa sveimað um Henderson í sumar, þar sem honum á að þykja hæstráðendur félagsins ekki meta hann að verðleikum. Henderson er orðinn 31 árs gamall og passar illa við stefnu félagsins að gefa svo gömlum manni rándýran langtíma samning. Ljóst er að stórar ákvarðanir eru fram undan, enda er van Dijk orðinn þrítugur og þremenningarnir í framlínunni; Firmino, Mané og Salah, allir þrítugir á næsta ári. Ólíklegt verður að þykja að allir fimm fái nýjan samning og einhverjir gætu verið á förum næsta sumar.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira