„Við erum á krossgötum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2021 10:02 Sigurður Ingi Jóhannesson er formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannesson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir stjórnvöld vera að meta hvernig þjóðin geti lifað með kórónuveirufaraldrinum. Hann segir Íslendinga nú vera á krossgötum í kórónuveirufaraldrinum. Sigurður Ingi var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi möguleg næstu skref stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 13. ágúst næstkomandi en í gær sagði sóttvarnalæknir að stjórnvöld þyrftu að taka ákvörðun um hvort grípa ætti til harðari aðgerða eða ekki þegar núverandi takmarkanir renna úr gildi. Í Bítinu sagði Sigurður Ingi að nú væru stjórnvöld meðal annars að meta áhrifin af því að stór hluti Íslendinga væri bólusettur. „Áhrifin eru nokkuð augljóslega segja sérfræðingar okkur að bólusetningarnar eru að verja okkur kannski 90 prósent fyrir veikindum en eitthvað niður í 60-70 prósent fyrir sýkingum. Við tókum þá ákvörðun á Egillstöðum að vera með, á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis eins og áður, almennar aðgerðir en einmitt horfa kannski meira á veikindin en fjölda smita, það er rétt. Við erum á krossgötum,“ sagði Sigurður Ingi. Undanfarið hefðu stjórnvöld fundað með sérfræðingum í sóttvörnum og fleiri aðilum í samfélaginu til að undirbúa næstu skref. „Við höfum verið að taka okkur ákveðna daga núna. Samtöl við sérfræðinga, bæði í sóttvörnum, læknisfræði, smitvörnum og öllu slíku, sagði Sigurður Ingi. En líka við aðra hagaðila í samfélaginu og munum halda því áfram í dag og á morgun,“ sagði Sigurður Ingi. Á meðan safnist upp upplýsingar sem hægt sé að nýta og að tillögur geti fæðst um það hvernig hægt sé að komast út úr því að „vera í niðurbælingu á veiru í óbólusettu landi yfir í það að lifa með veiru í bólusettu landi,“ líkt og Sigurður Ingi orðaði það. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. 3. ágúst 2021 17:00 Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Sigurður Ingi var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi möguleg næstu skref stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 13. ágúst næstkomandi en í gær sagði sóttvarnalæknir að stjórnvöld þyrftu að taka ákvörðun um hvort grípa ætti til harðari aðgerða eða ekki þegar núverandi takmarkanir renna úr gildi. Í Bítinu sagði Sigurður Ingi að nú væru stjórnvöld meðal annars að meta áhrifin af því að stór hluti Íslendinga væri bólusettur. „Áhrifin eru nokkuð augljóslega segja sérfræðingar okkur að bólusetningarnar eru að verja okkur kannski 90 prósent fyrir veikindum en eitthvað niður í 60-70 prósent fyrir sýkingum. Við tókum þá ákvörðun á Egillstöðum að vera með, á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis eins og áður, almennar aðgerðir en einmitt horfa kannski meira á veikindin en fjölda smita, það er rétt. Við erum á krossgötum,“ sagði Sigurður Ingi. Undanfarið hefðu stjórnvöld fundað með sérfræðingum í sóttvörnum og fleiri aðilum í samfélaginu til að undirbúa næstu skref. „Við höfum verið að taka okkur ákveðna daga núna. Samtöl við sérfræðinga, bæði í sóttvörnum, læknisfræði, smitvörnum og öllu slíku, sagði Sigurður Ingi. En líka við aðra hagaðila í samfélaginu og munum halda því áfram í dag og á morgun,“ sagði Sigurður Ingi. Á meðan safnist upp upplýsingar sem hægt sé að nýta og að tillögur geti fæðst um það hvernig hægt sé að komast út úr því að „vera í niðurbælingu á veiru í óbólusettu landi yfir í það að lifa með veiru í bólusettu landi,“ líkt og Sigurður Ingi orðaði það. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. 3. ágúst 2021 17:00 Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. 3. ágúst 2021 17:00
Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31
Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04