Heilbrigðiskerfið er ekki aðeins í Reykjavík Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 6. ágúst 2021 11:30 Í upphafi þessa kjörtímabils boðaði ríkisstjórnin að allir landsmenn gætu notið góðrar þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það væri óháð efnahag og búsetu. Það átti sérstaklega að bæta geðheilbrigðisþjónustu, auka forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Heilbrigðisráðherra sagðist bjargvættur heilbrigðiskerfisins. Auk þessa átti að efla eftirlits- og aðhaldshlutverk Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu. En hver er raunveruleg staða? Fjöldi á biðlistum eftir algengum aðgerðum hefur margfaldast frá því í október 2017 til dagsins í dag. Samningar hafa verið í uppnámi við fjölmargar stéttir innan heilbrigðiskerfisins sem hefur leitt af sér óvissu og óöryggi allra þeirra sem reiða sig á þessa sömu þjónustu. Það bætist við biðlistana. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum er einnig haldið í óvissu, allt í nafni kerfisins, þess marxíska. Þúsundir kvenna bíða milli vonar og ótta um örlög sín vegna klúðurs í meðferð leghálsskimunarsýna. Allir sérfræðingar hafa bent á hversu hættulegt það er að halda áfram á sömu braut. Nú hefur verið ákveðið að Landspítali taki við greiningum þessara sýna en sú tilhögun verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi um næstu áramót. Nú þarf að semja við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um að taka að sér (aftur) greiningu sýna til þess að eyða þessari óvissu sem svo sannarlega er enn uppi. Munum að Krabbameinsfélag Íslands hefur starfsemi um allt land og veita félögin framúrskarandi aðstoð og þjónustu. Skýrsla um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, sem Alþingi óskaði eftir kom fram á endanum en mikilvægir þættir voru skildir eftir, nægir að nefna aðkomu og mikilvægar ábendingar Persónuverndar. Það varð til þess að Læknafélag Íslands ákvað að ráðast í eigin rannsókn á framkvæmdinni. Undanfarna daga hafa læknar og starfsfólk á Landspítalans sagt að ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Ályktanir hafa verið sendar út vegna þessa. Aðstæður á geðsviði Landspítala eru engum bjóðandi, hvorki starfsfólki né þeim sem þangað leita. Það sama má segja um geðheilbrigðismálin í allri sinni heild, bæði þeir sem þurfa á þjónustunni að halda og þeir sem starfa innan hennar hafa bent á það lengi. Biðlisti eftir viðtölum við heilsugæslulækna er talinn í vikum, jafnvel mánuðum. Sjúkraþjálfarar og sálfræðingar fá ekki raunverulega að starfa nema þá að ráða sig á stærri stofur eða stofnanir. Endurhæfing fjölda manns er í uppnámi. Þúsundir Íslendinga líða óþarfaþjáningar á hverjum degi vegna þessa ástands, þar með talið starfsfólk sem er ætlað að hlaupa hraðar á styttri tíma vinnuvikunnar. Enn þarf fólk að ferðast um langan veg til að sækja sér nauðsynlega þjónustu, oftast er þjónustan aðeins veitt á Landspítala. Ríkið skammtar svo hverjum og einum hversu oft á ári. Ekki er að sjá að koma eigi til móts við þá sem þurfa um þennan langa veg, þvert á móti. Það er stórundarlegt að ekki sé hugað að því að Sjúkrahúsið á Akureyri verði jafnsett Sjúkrahúsinu í Reykjavík. Þetta gerist á vakt Vinstri grænna í boði Sjálfstæðisflokksins. En svar ríkisstjórnarinnar er að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu til að friða fólkið úti á landi, svo hægt sé að segja að verið sé að veita öllum sömu þjónustu. Þannig er íbúum þessa lands mismunað. Og til að toppa allt saman þá boðaði heilbrigðisráðherra svokallaða afglæpavæðingu neysluskammta fyrir nokkrum mánuðum. Það er engin ástæða fyrir því að viðhalda þessu ástandi þegar við höfum kost á að grípa til aðgerða og bæta það. Semja þarf til lengri tíma nú þegar við alla þá sem hafa hingað til veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónustu. Það kom skýrt fram í könnun BSRB frá því í maí í ár að um helmingur Íslendinga vill frekar að heilbrigðiskerfið samanstandi að blönduðu kerfi, valmöguleikar þurfa því að vera fyrir hendi. Lykilatriðið er að allir hafi jafnan aðgang að gæðaþjónustu og að þeir sem veita þjónustuna geti vitað að hverju þeir ganga. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa kjörtímabils boðaði ríkisstjórnin að allir landsmenn gætu notið góðrar þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það væri óháð efnahag og búsetu. Það átti sérstaklega að bæta geðheilbrigðisþjónustu, auka forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Heilbrigðisráðherra sagðist bjargvættur heilbrigðiskerfisins. Auk þessa átti að efla eftirlits- og aðhaldshlutverk Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu. En hver er raunveruleg staða? Fjöldi á biðlistum eftir algengum aðgerðum hefur margfaldast frá því í október 2017 til dagsins í dag. Samningar hafa verið í uppnámi við fjölmargar stéttir innan heilbrigðiskerfisins sem hefur leitt af sér óvissu og óöryggi allra þeirra sem reiða sig á þessa sömu þjónustu. Það bætist við biðlistana. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum er einnig haldið í óvissu, allt í nafni kerfisins, þess marxíska. Þúsundir kvenna bíða milli vonar og ótta um örlög sín vegna klúðurs í meðferð leghálsskimunarsýna. Allir sérfræðingar hafa bent á hversu hættulegt það er að halda áfram á sömu braut. Nú hefur verið ákveðið að Landspítali taki við greiningum þessara sýna en sú tilhögun verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi um næstu áramót. Nú þarf að semja við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um að taka að sér (aftur) greiningu sýna til þess að eyða þessari óvissu sem svo sannarlega er enn uppi. Munum að Krabbameinsfélag Íslands hefur starfsemi um allt land og veita félögin framúrskarandi aðstoð og þjónustu. Skýrsla um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, sem Alþingi óskaði eftir kom fram á endanum en mikilvægir þættir voru skildir eftir, nægir að nefna aðkomu og mikilvægar ábendingar Persónuverndar. Það varð til þess að Læknafélag Íslands ákvað að ráðast í eigin rannsókn á framkvæmdinni. Undanfarna daga hafa læknar og starfsfólk á Landspítalans sagt að ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Ályktanir hafa verið sendar út vegna þessa. Aðstæður á geðsviði Landspítala eru engum bjóðandi, hvorki starfsfólki né þeim sem þangað leita. Það sama má segja um geðheilbrigðismálin í allri sinni heild, bæði þeir sem þurfa á þjónustunni að halda og þeir sem starfa innan hennar hafa bent á það lengi. Biðlisti eftir viðtölum við heilsugæslulækna er talinn í vikum, jafnvel mánuðum. Sjúkraþjálfarar og sálfræðingar fá ekki raunverulega að starfa nema þá að ráða sig á stærri stofur eða stofnanir. Endurhæfing fjölda manns er í uppnámi. Þúsundir Íslendinga líða óþarfaþjáningar á hverjum degi vegna þessa ástands, þar með talið starfsfólk sem er ætlað að hlaupa hraðar á styttri tíma vinnuvikunnar. Enn þarf fólk að ferðast um langan veg til að sækja sér nauðsynlega þjónustu, oftast er þjónustan aðeins veitt á Landspítala. Ríkið skammtar svo hverjum og einum hversu oft á ári. Ekki er að sjá að koma eigi til móts við þá sem þurfa um þennan langa veg, þvert á móti. Það er stórundarlegt að ekki sé hugað að því að Sjúkrahúsið á Akureyri verði jafnsett Sjúkrahúsinu í Reykjavík. Þetta gerist á vakt Vinstri grænna í boði Sjálfstæðisflokksins. En svar ríkisstjórnarinnar er að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu til að friða fólkið úti á landi, svo hægt sé að segja að verið sé að veita öllum sömu þjónustu. Þannig er íbúum þessa lands mismunað. Og til að toppa allt saman þá boðaði heilbrigðisráðherra svokallaða afglæpavæðingu neysluskammta fyrir nokkrum mánuðum. Það er engin ástæða fyrir því að viðhalda þessu ástandi þegar við höfum kost á að grípa til aðgerða og bæta það. Semja þarf til lengri tíma nú þegar við alla þá sem hafa hingað til veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónustu. Það kom skýrt fram í könnun BSRB frá því í maí í ár að um helmingur Íslendinga vill frekar að heilbrigðiskerfið samanstandi að blönduðu kerfi, valmöguleikar þurfa því að vera fyrir hendi. Lykilatriðið er að allir hafi jafnan aðgang að gæðaþjónustu og að þeir sem veita þjónustuna geti vitað að hverju þeir ganga. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar