Sveitarfélögin setji leiðbeiningar um frekari takmarkanir innan skólastarfs Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2021 18:59 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill Í dag voru tæplega 400 börn í sóttkví vegna smita sem komu upp á leikskólum og frístundaheimilum. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur vinnur nú að leiðbeiningum í samstarfi við önnur sveitarfélög og Almannavarnir til að fækka smitum innan skóla og frístundaheimila. Að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eru börn af þremur leikskólum að losna úr sóttkví í dag og ættu því að geta mætt í skólann á morgun. Hann segir þó að ómögulegt sé að vita hvað gerist á næstu dögum. Þá sé stór hópur sem lenti í sóttkví á föstudag og um helgina vegna smita tengdum þremur frístundarheimilum og verður í sóttkví út vikuna. Hann segir þó að blessunarlega séu færri börn á frístundarheimilum þessi dægrin en venjulega þar sem aðeins sé um sumarnámskeið að ræða. Nokkuð um smit inn í skólana en lítil dreifing innan þeirra Helgi segir að eðlilegt sé að smit greinist í skólastarfi þar sem veiran sé útbreidd í samfélaginu. Fólk smitist í sínu nærumhverfi og beri smit inn í skólana. Þó segir hann að óalgengt hafi verið að veiran dreifist mikið innan skólanna. Þá segir hann að þrátt fyrir undantekningar í reglugerð um sóttvarnaraðgerðir hafi veiran mikil áhrif á skólastarf og allar fjölskyldur sem því tengjast. Í dæmaskyni nefnir Helgi að leikskólabörn geti ekki verið ein í sóttkví, alltaf þurfi einhver að vera með þeim. Helgi segir að nú þegar aðlögun er í gangi á leikskólum sé meiri tilflutningur á börnum og starfsfólki innan skólanna. Það hafi haft áhrif á það hversu margir teljast útsettir fyrir smiti og þurfi því í sóttkví. Reglugerð kveði ekki á um hólfaskiptingu eða harðari fjöldatakmarkanir Helgi segir að samkvæmt reglugerð séu engar takmarkanir á blöndun eða fjölda fólks innan leikskóla. Skóla- og frístundaráð hafi þó hvatt til meiri hólfaskiptingar innan stofnana sem undir það heyra en fyrirskipuð er í reglugerð. Þá séu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að skoða þann möguleika að setja strangari viðmið innan skóla en krafist er í reglugerð. Helgi segir þó að persónulegar smitvarnir skipti mestu máli í baráttunni við veiruna innan skólastarfs sem og annars staðar. Helgi býst við því að leiðbeiningar verði tilbúnar fyrir lok þessarar viku en almennt skólastarf grunnskóla hefst í næstu viku. Ýmis atriði séu í reglugerðinni sem skóla- og frístundasvið vill skerpa á með leiðbeiningum til stofnana. Helgi tekur fram að menntamálaráðuneytið hafi veitt sveitarfélögum mjög skýra heimild til að setja leiðbeiningar um strangari reglur innan skólastarfs en reglugerðin kveður á um. Þá hafi sóttvarnalæknir einnig haft að orði að það gæti verið til bóta. Viðleitnin sé að fækka smituðum innan skólastarfs og um leið fækka þeim sem þurfa í sóttkví. Þetta þurfi ekki að vera flókið Helgi segir að skólasamfélagið þurfi eins og aðrir að lifa með veirunni. „Ef það er rigning fer maður í regnföt eða spennir upp regnhlíf, ef það er Covid setur maður upp grímu, sprittar sig og heldur fjarlægð. Þetta þarf ekkert að vera flókið,“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eru börn af þremur leikskólum að losna úr sóttkví í dag og ættu því að geta mætt í skólann á morgun. Hann segir þó að ómögulegt sé að vita hvað gerist á næstu dögum. Þá sé stór hópur sem lenti í sóttkví á föstudag og um helgina vegna smita tengdum þremur frístundarheimilum og verður í sóttkví út vikuna. Hann segir þó að blessunarlega séu færri börn á frístundarheimilum þessi dægrin en venjulega þar sem aðeins sé um sumarnámskeið að ræða. Nokkuð um smit inn í skólana en lítil dreifing innan þeirra Helgi segir að eðlilegt sé að smit greinist í skólastarfi þar sem veiran sé útbreidd í samfélaginu. Fólk smitist í sínu nærumhverfi og beri smit inn í skólana. Þó segir hann að óalgengt hafi verið að veiran dreifist mikið innan skólanna. Þá segir hann að þrátt fyrir undantekningar í reglugerð um sóttvarnaraðgerðir hafi veiran mikil áhrif á skólastarf og allar fjölskyldur sem því tengjast. Í dæmaskyni nefnir Helgi að leikskólabörn geti ekki verið ein í sóttkví, alltaf þurfi einhver að vera með þeim. Helgi segir að nú þegar aðlögun er í gangi á leikskólum sé meiri tilflutningur á börnum og starfsfólki innan skólanna. Það hafi haft áhrif á það hversu margir teljast útsettir fyrir smiti og þurfi því í sóttkví. Reglugerð kveði ekki á um hólfaskiptingu eða harðari fjöldatakmarkanir Helgi segir að samkvæmt reglugerð séu engar takmarkanir á blöndun eða fjölda fólks innan leikskóla. Skóla- og frístundaráð hafi þó hvatt til meiri hólfaskiptingar innan stofnana sem undir það heyra en fyrirskipuð er í reglugerð. Þá séu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að skoða þann möguleika að setja strangari viðmið innan skóla en krafist er í reglugerð. Helgi segir þó að persónulegar smitvarnir skipti mestu máli í baráttunni við veiruna innan skólastarfs sem og annars staðar. Helgi býst við því að leiðbeiningar verði tilbúnar fyrir lok þessarar viku en almennt skólastarf grunnskóla hefst í næstu viku. Ýmis atriði séu í reglugerðinni sem skóla- og frístundasvið vill skerpa á með leiðbeiningum til stofnana. Helgi tekur fram að menntamálaráðuneytið hafi veitt sveitarfélögum mjög skýra heimild til að setja leiðbeiningar um strangari reglur innan skólastarfs en reglugerðin kveður á um. Þá hafi sóttvarnalæknir einnig haft að orði að það gæti verið til bóta. Viðleitnin sé að fækka smituðum innan skólastarfs og um leið fækka þeim sem þurfa í sóttkví. Þetta þurfi ekki að vera flókið Helgi segir að skólasamfélagið þurfi eins og aðrir að lifa með veirunni. „Ef það er rigning fer maður í regnföt eða spennir upp regnhlíf, ef það er Covid setur maður upp grímu, sprittar sig og heldur fjarlægð. Þetta þarf ekkert að vera flókið,“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira