Mönnun stóra vandamál Landspítalans Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2021 09:11 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Stóra vandamál Landspítalans er mönnun, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún segir þörf á að bæta kjör og auka framboð á menntun heilbrigðisstarfsfólks. Mikið hefur verið rætt um gríðarlegt álag á starfsfólki Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í þessari síðustu bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Katrín sagði að faraldurinn hefði skapað ómanneskjulegt álag á heilbrigðiskerfið undanfarna mánuði í viðtali á Bylgjunni í morgun. Sagði hún óumdeilanlegt að ríkisstjórn sín hefði markvisst aukið framlög til heilbrigðiskerfisins á kjörtímabilinu, bæði til Landspítalans og heilsugæslunnar. Þá sé nú verið að byggja nýjan spítala. Mönnun sagði Katrín þó stærsta vanda spítalans en að það væri ekki séríslenskt vandamál. Öll Norðurlöndin glímdu við sama vanda. Til að ráða bót á því þurfi að bæta kjör heilbrigðisstarfsfólks. „Við höfum verið að gera það, bæði í gegnum launaþróun og styttingu vinnuviku, bæta starfsaðstæður því maður ímyndar sér að það sé auðvitað stórmál,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að auka þyrfti framboð á menntun, til dæmis fyrir starfsfólk sem er sérhæft í gjörgæslu. Opinbera kerfið mætt afgangi árum saman Forsætisráðherra var spurður út í afstöðu sína til ólíkra rekstrarforma innan heilbrigðiskerfisins. Blanda af opinberum rekstri og einkarekstri sagðist hún telja ágætisfyrirkomulag. Katrín benti þó á að opinberi hlutinn hefði verið látinn mæta afgangi árum saman. Því hafi ríkisstjórn hennar lagt áherslu á að byggja upp heilsugæsluna og Landspítalann. „Þetta er auðvitað undirstaðan í heilbrigðiskerfinu. Þar með er ekki verið að segja að ríkið eigi að reka allt kerfið. Þetta eru undirstöðustofnanirnar, þær þurfa að virka,“ sagði Katrín sem lofaði Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fyrir að reka skynsamlega stefnu í þessum efnum. Ef allir hugsa að aðrir þurfi að leysa málin þá gerist ekki neitt Ný og svört skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kvað fastar að orði um tengsl hnattrænnar hlýnunar af völdum manna við hamfaraatburði kom út í síðustu viku. Þá gæti metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C brostið strax á næsta áratug, jafnvel þótt dregið yrði hratt úr losun. Katrín var spurð út í hvað Ísland eigi að gera í vandanum í ljósi frétta af því að Kínverjar, stærstu losendur heims á gróðurhúsalofttegundum, hyggi á mikla uppbyggingu kolaorkuvera á næstu árum. „Auðvitað leysum við ekki málin fyrir Kína sem mér finnst nú reyndar að sumir stjórnmálamenn á Íslandi tali fyrir,“ sagði Katrín og virtist vísa til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ísland geti ekki leyst það að Kínverjar nái því markmiði sem þeir þurfi að ná sem þjóð, sagði forsætisráðherra. „En við getum hins vegar náð okkar markmiðum. Við erum að gera mjög margt og höfum aldrei verið að gera meira til þess að ná árangri gegn loftslagsvánni,“ sagði Katrín. Það sem skýrsla IPCC sýndi væri að Íslendingar og þjóðir heims þyrftu að gera betur, bæði í markmiðum og aðgerðum. „Við eigum bara að halda ótrauð áfram og standa okkur. Ef allir hugsa bara að það er einhver annar sem þarf að gera þetta þá gerist ekki neitt,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Loftslagsmál Bítið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um gríðarlegt álag á starfsfólki Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í þessari síðustu bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Katrín sagði að faraldurinn hefði skapað ómanneskjulegt álag á heilbrigðiskerfið undanfarna mánuði í viðtali á Bylgjunni í morgun. Sagði hún óumdeilanlegt að ríkisstjórn sín hefði markvisst aukið framlög til heilbrigðiskerfisins á kjörtímabilinu, bæði til Landspítalans og heilsugæslunnar. Þá sé nú verið að byggja nýjan spítala. Mönnun sagði Katrín þó stærsta vanda spítalans en að það væri ekki séríslenskt vandamál. Öll Norðurlöndin glímdu við sama vanda. Til að ráða bót á því þurfi að bæta kjör heilbrigðisstarfsfólks. „Við höfum verið að gera það, bæði í gegnum launaþróun og styttingu vinnuviku, bæta starfsaðstæður því maður ímyndar sér að það sé auðvitað stórmál,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að auka þyrfti framboð á menntun, til dæmis fyrir starfsfólk sem er sérhæft í gjörgæslu. Opinbera kerfið mætt afgangi árum saman Forsætisráðherra var spurður út í afstöðu sína til ólíkra rekstrarforma innan heilbrigðiskerfisins. Blanda af opinberum rekstri og einkarekstri sagðist hún telja ágætisfyrirkomulag. Katrín benti þó á að opinberi hlutinn hefði verið látinn mæta afgangi árum saman. Því hafi ríkisstjórn hennar lagt áherslu á að byggja upp heilsugæsluna og Landspítalann. „Þetta er auðvitað undirstaðan í heilbrigðiskerfinu. Þar með er ekki verið að segja að ríkið eigi að reka allt kerfið. Þetta eru undirstöðustofnanirnar, þær þurfa að virka,“ sagði Katrín sem lofaði Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fyrir að reka skynsamlega stefnu í þessum efnum. Ef allir hugsa að aðrir þurfi að leysa málin þá gerist ekki neitt Ný og svört skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kvað fastar að orði um tengsl hnattrænnar hlýnunar af völdum manna við hamfaraatburði kom út í síðustu viku. Þá gæti metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C brostið strax á næsta áratug, jafnvel þótt dregið yrði hratt úr losun. Katrín var spurð út í hvað Ísland eigi að gera í vandanum í ljósi frétta af því að Kínverjar, stærstu losendur heims á gróðurhúsalofttegundum, hyggi á mikla uppbyggingu kolaorkuvera á næstu árum. „Auðvitað leysum við ekki málin fyrir Kína sem mér finnst nú reyndar að sumir stjórnmálamenn á Íslandi tali fyrir,“ sagði Katrín og virtist vísa til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ísland geti ekki leyst það að Kínverjar nái því markmiði sem þeir þurfi að ná sem þjóð, sagði forsætisráðherra. „En við getum hins vegar náð okkar markmiðum. Við erum að gera mjög margt og höfum aldrei verið að gera meira til þess að ná árangri gegn loftslagsvánni,“ sagði Katrín. Það sem skýrsla IPCC sýndi væri að Íslendingar og þjóðir heims þyrftu að gera betur, bæði í markmiðum og aðgerðum. „Við eigum bara að halda ótrauð áfram og standa okkur. Ef allir hugsa bara að það er einhver annar sem þarf að gera þetta þá gerist ekki neitt,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Loftslagsmál Bítið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira