Innlent

Heita vatnið kemur aftur í kvöld

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Heta vatnið í Vesturbænum var tekið af í nótt vegna framkvæmdar fyrir nýja Landspítalann.
Heta vatnið í Vesturbænum var tekið af í nótt vegna framkvæmdar fyrir nýja Landspítalann. vísir

Víða er enn heita­vatns­laust í Vestur­bænum en vatnið átti að koma aftur á klukkan 16 í dag. Það var tekið af í morgun til að tengja lagnir fyrir nýja Land­spítalann en ætti að vera komið aftur á hjá flestum fyrir klukkan 20 í kvöld.

Sam­kvæmt upp­lýsingum sem Veitur sendu frá sér í síðustu viku átti að vera heita­vatns­laust frá því klukkan þrjú síðustu nótt til klukkan fjögur í dag. Á vef­síðu Veitna segir að vinna við tenginguna hafi tekið lengri tíma en á­ætlað var.

Starfs­maður Veitna segir að byrjað hafi verið að hleypa vatninu aftur á klukkan 16 en það taki tíma að ná upp þrýstingi.

„Þetta er hrika­lega stórt svæði og gamalt kerfi, elsti hluti kerfisins. Þannig það er farið var­lega í að setja þetta aftur á,“ segir hann.

Heitt vatn ætti að vera komið á nú þegar á ein­hverjum hluta svæðisins en það mun taka ein­hvern tíma að ná því aftur í gang í öllum Vestur­bænum. Starfs­maður Veitna segir að það ætti þó að gerast um klukkan sjö eða átta í kvöld.

Hér er myndband sem Veitur birti í gær sem segir frá framkvæmdinni:

Ekkert sund

Vegna lokunarinnar fyrir heita vatnið varð Vesturbæjarlaug að loka í dag. Laugin mun þó nýta tímann í árlega viðhaldsskoðun en fyrir vikið verður hún einnig lokuð á morgun og hinn. 

Hún opnar síðan aftur á föstudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×