Gefum heilbrigðisþjónustunni tækifæri Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:31 Í íslenskum stjórnmálum er blessunarlega breið samstaða um að heilbrigðisþjónusta skuli vera aðgengileg fólki óháð efnahag þess. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott heilbrigðiskerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Og svo þarf að vera áfram. Það sem tekist er um er hvort ríkisrekið kerfi eigi eitt að veita alla heilbrigðisþjónustuna eða hvort fólk eigi líka að hafa aðgang að sjálfstætt starfandi fagaðilum. Þar liggja átakalínurnar, en ekki um það hvort þjónustan eigi að vera greidd af hinu opinbera. Aukin miðstýring í boði ríkisstjórnarinnar Allt undanfarið kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokkarnir þrír rekið markvissa stefnu ríkisrekins kerfis og aukinnar miðstýringar. Sjálfstæðum aðilum hefur verið gert erfitt fyrir að veita þjónustu. Jafnvel þótt um sé að ræða þjónustu sem almenningur þarf sárlega á að halda. Þrengt hefur verið að sjálfstætt starfandi sérfræðingum, svo sem sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum o.fl. með þeim afleiðingum að hægar gengur með nýliðun í fagstéttum og biðlistar lengjast. Að þessu leyti er augljós málefnalegur ágreiningur milli stjórnmálaflokka. Í byrjun árs voru gerðar breytingar á skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi. Þetta samfélagslega mikilvæga verkefni hefur nú alfarið flust yfir til hins opinbera með aukinni miðstýringu. Afleiðingarnar hafa því miður orðið að fjölmargar konur hafa ekki fengið niðurstöður úr krabbameinsskimun mánuðum eftir að skoðun fór fram. Traustið á þjónustunni hefur hrunið og færri konur virðast mæta í skimun en áður, en skimun er lykilforsenda um árangur í baráttunni við krabbamein. Það mun þurfa átak til að efla traust kvenna til þessarar heilbrigðisþjónustu eftir það sem á undan er gengið allt þetta ár. Við þekkjum sömuleiðis þá fráleitu framkvæmd að bjóða sjúklingum og skattgreiðendum upp á að senda sjúklinga í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisvar sinnum hærri kostnað en ef fólk gæti notið þessarar heilbrigðisþjónustu hér heima. Markmið stjórnvalda er einfaldlega að forða fólki frá okkar sérfræðingum hér heima. Þessari stefnu um aukna miðstýringu er Viðreisn alls ekki sammála. Nú, á lokadögum kjörtímabilsins, gerist það svo að heilbrigðisráðherra segist ætla að semja við sjálfstætt starfandi aðila um að létta af þunganum á Landspítala, vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid smita. Það sé nefnilega í takt við hennar pólitík að leysa málin. Í þessu felast nokkur tíðindi og er ekki í samræmi við þá stefnu sem stjórnin hefur unnið eftir á á kjörtímabilinu. Staðan á spítalanum hefur orðið þess valdandi að bólusett þjóð býr við töluverðar takmarkanir á daglegu lífi til að tryggja að spítalinn ráði við að sinna öllum þeim verkefnum sem honum ber að sinna. Það er sorglegt til þess að hugsa að sú leið að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu hefur ekki verið farin, allt þetta kjörtímabil, þrátt fyrir að það þjóni almannahagsmunum að fjölga þeim sem mega veita fólki þjónustu; þrátt fyrir að það myndi létta þungann á þeim sem starfa innan kerfisins; þrátt fyrir að það gæti stytt biðlista; þrátt fyrir að það myndi auðvelda nýliðun og nýsköpun í kerfinu. Og þrátt fyrir að það geti nýtt fjármuni betur en verið hefur. Forystumenn ríkisstjórnarflokkana virðast staðráðnir í að starfa áfram að loknum kosningum. Þá blasir við að óbreytt stefna verður ríkjandi í heilbrigðisráðuneytinu. Það mun leiða til þess að formið fremur en innihaldið ræður för. Sú stefna þjónar blindri trú á miðstýringu en horfir fram hjá þörfum okkar sem nota þjónustuna. Hinn kosturinn er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu Íslenskt heilbrigðiskerfi á að vera fyrir notendur og það er jafnréttismál að aðgengi fólks að þeirri þjónustu sé jafnt óháð efnahag. Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Í slíku samkeppnisumhverfi getur það aldrei þjónað hagsmunum almennings að skerða starfsmöguleika fagfólks sem starfar hér heima. Slíkt leysir ekki mönnunarvandann sem forsætisráðherra hefur sagt að sé helsti vandi heilbrigðiskerfisins. Við eigum að sjá tækifærin í heilbrigðisþjónustu sem þjóna hagsmunum almennings. Það er hlutverk stjórnmálanna að skapa tækifærin og standa vörð um að heilbrigðisþjónusta sé í boði fyrir alla óháð efnahag. Verkefnið framundan er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu, það er í þágu notenda sem og starfsfólks. Og það er í þágu almannahagsmuna. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í íslenskum stjórnmálum er blessunarlega breið samstaða um að heilbrigðisþjónusta skuli vera aðgengileg fólki óháð efnahag þess. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott heilbrigðiskerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Og svo þarf að vera áfram. Það sem tekist er um er hvort ríkisrekið kerfi eigi eitt að veita alla heilbrigðisþjónustuna eða hvort fólk eigi líka að hafa aðgang að sjálfstætt starfandi fagaðilum. Þar liggja átakalínurnar, en ekki um það hvort þjónustan eigi að vera greidd af hinu opinbera. Aukin miðstýring í boði ríkisstjórnarinnar Allt undanfarið kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokkarnir þrír rekið markvissa stefnu ríkisrekins kerfis og aukinnar miðstýringar. Sjálfstæðum aðilum hefur verið gert erfitt fyrir að veita þjónustu. Jafnvel þótt um sé að ræða þjónustu sem almenningur þarf sárlega á að halda. Þrengt hefur verið að sjálfstætt starfandi sérfræðingum, svo sem sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum o.fl. með þeim afleiðingum að hægar gengur með nýliðun í fagstéttum og biðlistar lengjast. Að þessu leyti er augljós málefnalegur ágreiningur milli stjórnmálaflokka. Í byrjun árs voru gerðar breytingar á skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi. Þetta samfélagslega mikilvæga verkefni hefur nú alfarið flust yfir til hins opinbera með aukinni miðstýringu. Afleiðingarnar hafa því miður orðið að fjölmargar konur hafa ekki fengið niðurstöður úr krabbameinsskimun mánuðum eftir að skoðun fór fram. Traustið á þjónustunni hefur hrunið og færri konur virðast mæta í skimun en áður, en skimun er lykilforsenda um árangur í baráttunni við krabbamein. Það mun þurfa átak til að efla traust kvenna til þessarar heilbrigðisþjónustu eftir það sem á undan er gengið allt þetta ár. Við þekkjum sömuleiðis þá fráleitu framkvæmd að bjóða sjúklingum og skattgreiðendum upp á að senda sjúklinga í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisvar sinnum hærri kostnað en ef fólk gæti notið þessarar heilbrigðisþjónustu hér heima. Markmið stjórnvalda er einfaldlega að forða fólki frá okkar sérfræðingum hér heima. Þessari stefnu um aukna miðstýringu er Viðreisn alls ekki sammála. Nú, á lokadögum kjörtímabilsins, gerist það svo að heilbrigðisráðherra segist ætla að semja við sjálfstætt starfandi aðila um að létta af þunganum á Landspítala, vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid smita. Það sé nefnilega í takt við hennar pólitík að leysa málin. Í þessu felast nokkur tíðindi og er ekki í samræmi við þá stefnu sem stjórnin hefur unnið eftir á á kjörtímabilinu. Staðan á spítalanum hefur orðið þess valdandi að bólusett þjóð býr við töluverðar takmarkanir á daglegu lífi til að tryggja að spítalinn ráði við að sinna öllum þeim verkefnum sem honum ber að sinna. Það er sorglegt til þess að hugsa að sú leið að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu hefur ekki verið farin, allt þetta kjörtímabil, þrátt fyrir að það þjóni almannahagsmunum að fjölga þeim sem mega veita fólki þjónustu; þrátt fyrir að það myndi létta þungann á þeim sem starfa innan kerfisins; þrátt fyrir að það gæti stytt biðlista; þrátt fyrir að það myndi auðvelda nýliðun og nýsköpun í kerfinu. Og þrátt fyrir að það geti nýtt fjármuni betur en verið hefur. Forystumenn ríkisstjórnarflokkana virðast staðráðnir í að starfa áfram að loknum kosningum. Þá blasir við að óbreytt stefna verður ríkjandi í heilbrigðisráðuneytinu. Það mun leiða til þess að formið fremur en innihaldið ræður för. Sú stefna þjónar blindri trú á miðstýringu en horfir fram hjá þörfum okkar sem nota þjónustuna. Hinn kosturinn er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu Íslenskt heilbrigðiskerfi á að vera fyrir notendur og það er jafnréttismál að aðgengi fólks að þeirri þjónustu sé jafnt óháð efnahag. Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Í slíku samkeppnisumhverfi getur það aldrei þjónað hagsmunum almennings að skerða starfsmöguleika fagfólks sem starfar hér heima. Slíkt leysir ekki mönnunarvandann sem forsætisráðherra hefur sagt að sé helsti vandi heilbrigðiskerfisins. Við eigum að sjá tækifærin í heilbrigðisþjónustu sem þjóna hagsmunum almennings. Það er hlutverk stjórnmálanna að skapa tækifærin og standa vörð um að heilbrigðisþjónusta sé í boði fyrir alla óháð efnahag. Verkefnið framundan er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu, það er í þágu notenda sem og starfsfólks. Og það er í þágu almannahagsmuna. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun