Völdin heim í hérað Hrafnkell Brimar Hallmundsson skrifar 19. ágúst 2021 11:30 Eitt þarf ekki að útiloka annað. Ýmsir félagar mínir innan Pírata hafa að undanförnu vakið máls á því óréttlæti sem felst í ójöfnu atkvæðavægi milli kjördæma. Þá hafa þingmenn flokksins sjálfir lagt fram þingmál til að jafna leikinn. Á sama tíma og Píratar berjast gegn þessu óréttlæti vinna þeir jafnframt að því að efla landsbyggðina, með því að styrkja sveitarstjórnarstigið og færa meiri völd heim í hérað, nær fólkinu. Eitt þarf nefnilega ekki að útiloka annað. Við getum hæglega jafnað atkvæðavægi og aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga. Sjálfsákvörðunarrétturinn er reyndar grundvallaratriði hjá Pírötum. Sjötta grein sjálfrar grunnstefnunnar, sem allar aðrar stefnur Pírata skulu byggja á, er eftirfarandi: 6. Beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur 6.1. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. 6.2. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu. 6.3. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. Málefni sem varða fólk beint eru vitanlega af ýmsum toga, en þar undir falla ekki síst þær ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks á hverjum stað fyrir sig. Það er mikilvægt að þau stjórnsýslustig sem þar koma að hafi bæði vald og fjármagn til þess að taka ákvarðanir og framkvæma. Aukin völd og fleiri tekjustofnar Í kosningastefnu Pírata sem samþykkt var af hreyfingunni nýverið er fjallað sérstaklega um byggðir og valdeflingu nærsamfélaga. Þar kemur m.a. fram að skatttekjur sem myndast vegna seldrar vöru og þjónustu eigi að efla samfélagið sem skapaði þær. Þannig skulu skattar á borð við gistináttagjald, fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt renna til sveitarfélaganna. Þá trúa Píratar því að fólk sem býr á hverju svæði fyrir sig viti, öðrum fremur, hvað sé svæðinu fyrir bestu. Þess vegna er stefna Pírata alveg skýr: Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum og íbúum þeirra gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Það er hins vegar ekki nóg að styrkja sveitarstjórnarstigið eitt og sér til að uppfylla grunnstefnu Pírata. Það er einnig lykilatriði að efla beint lýðræði og gagnsæja stjórnsýslu. Hið síðarnefnda má telja forsendu hins fyrrnefnda, þar sem fólk verður að geta fylgst með hvað sé að gerast í stjórnsýslunni. Samspil Alþingis og sveitarfélaga Þar gegnir Alþingi lykilhlutverki, því sveitarstjórnarlögin eins og þau standa í dag ganga ekki nógu langt í þessum efnum. Þar segir að 10% íbúa þurfi til að fara fram á borgarafund og 20% til að knýja fram íbúakosningu. Þá eru íbúakosningunni sett ýmis skilyrði og sveitarstjórn heimilt að virða hana að vettugi. Það gerði bæjarstjórn Reykjanesbæjar einmitt þegar knúin var fram íbúakosning um kísilver þar í bæ. Í stefnu Pírata um stjórnsýslu á sveitastjórnarstigi er sérstaklega kveðið á um að þessu skuli breytt þannig að sveitarfélögum sé heimilt að lækka þessi lágmörk og íbúum gert kleift að fresta umdeildum stjórnvaldsákvörðunum sveitarfélags í framkvæmd og vísa þeim í bindandi íbúakosningu. Þar er einnig fjallað um að íbúar geti kosið framkvæmdastjóra sveitarfélags með beinum hætti. Stjórnsýslustigin þurfa nefnilega að vinna saman, í þjónustu þjóðarinnar allrar. Því er erfitt að halda fram byggðasjónarmiðum sem rökum gegn því að jafna atkvæðavægi í landinu. Löggjafinn og framkvæmdavaldið eiga nefnilega fyrst og fremst að sjá um málefni sem snerta íbúa landsins jafnt, málefni nærumhverfis á að leysa heima í héraði. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Sjá meira
Eitt þarf ekki að útiloka annað. Ýmsir félagar mínir innan Pírata hafa að undanförnu vakið máls á því óréttlæti sem felst í ójöfnu atkvæðavægi milli kjördæma. Þá hafa þingmenn flokksins sjálfir lagt fram þingmál til að jafna leikinn. Á sama tíma og Píratar berjast gegn þessu óréttlæti vinna þeir jafnframt að því að efla landsbyggðina, með því að styrkja sveitarstjórnarstigið og færa meiri völd heim í hérað, nær fólkinu. Eitt þarf nefnilega ekki að útiloka annað. Við getum hæglega jafnað atkvæðavægi og aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga. Sjálfsákvörðunarrétturinn er reyndar grundvallaratriði hjá Pírötum. Sjötta grein sjálfrar grunnstefnunnar, sem allar aðrar stefnur Pírata skulu byggja á, er eftirfarandi: 6. Beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur 6.1. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. 6.2. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu. 6.3. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. Málefni sem varða fólk beint eru vitanlega af ýmsum toga, en þar undir falla ekki síst þær ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks á hverjum stað fyrir sig. Það er mikilvægt að þau stjórnsýslustig sem þar koma að hafi bæði vald og fjármagn til þess að taka ákvarðanir og framkvæma. Aukin völd og fleiri tekjustofnar Í kosningastefnu Pírata sem samþykkt var af hreyfingunni nýverið er fjallað sérstaklega um byggðir og valdeflingu nærsamfélaga. Þar kemur m.a. fram að skatttekjur sem myndast vegna seldrar vöru og þjónustu eigi að efla samfélagið sem skapaði þær. Þannig skulu skattar á borð við gistináttagjald, fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt renna til sveitarfélaganna. Þá trúa Píratar því að fólk sem býr á hverju svæði fyrir sig viti, öðrum fremur, hvað sé svæðinu fyrir bestu. Þess vegna er stefna Pírata alveg skýr: Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum og íbúum þeirra gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Það er hins vegar ekki nóg að styrkja sveitarstjórnarstigið eitt og sér til að uppfylla grunnstefnu Pírata. Það er einnig lykilatriði að efla beint lýðræði og gagnsæja stjórnsýslu. Hið síðarnefnda má telja forsendu hins fyrrnefnda, þar sem fólk verður að geta fylgst með hvað sé að gerast í stjórnsýslunni. Samspil Alþingis og sveitarfélaga Þar gegnir Alþingi lykilhlutverki, því sveitarstjórnarlögin eins og þau standa í dag ganga ekki nógu langt í þessum efnum. Þar segir að 10% íbúa þurfi til að fara fram á borgarafund og 20% til að knýja fram íbúakosningu. Þá eru íbúakosningunni sett ýmis skilyrði og sveitarstjórn heimilt að virða hana að vettugi. Það gerði bæjarstjórn Reykjanesbæjar einmitt þegar knúin var fram íbúakosning um kísilver þar í bæ. Í stefnu Pírata um stjórnsýslu á sveitastjórnarstigi er sérstaklega kveðið á um að þessu skuli breytt þannig að sveitarfélögum sé heimilt að lækka þessi lágmörk og íbúum gert kleift að fresta umdeildum stjórnvaldsákvörðunum sveitarfélags í framkvæmd og vísa þeim í bindandi íbúakosningu. Þar er einnig fjallað um að íbúar geti kosið framkvæmdastjóra sveitarfélags með beinum hætti. Stjórnsýslustigin þurfa nefnilega að vinna saman, í þjónustu þjóðarinnar allrar. Því er erfitt að halda fram byggðasjónarmiðum sem rökum gegn því að jafna atkvæðavægi í landinu. Löggjafinn og framkvæmdavaldið eiga nefnilega fyrst og fremst að sjá um málefni sem snerta íbúa landsins jafnt, málefni nærumhverfis á að leysa heima í héraði. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun