Völdin heim í hérað Hrafnkell Brimar Hallmundsson skrifar 19. ágúst 2021 11:30 Eitt þarf ekki að útiloka annað. Ýmsir félagar mínir innan Pírata hafa að undanförnu vakið máls á því óréttlæti sem felst í ójöfnu atkvæðavægi milli kjördæma. Þá hafa þingmenn flokksins sjálfir lagt fram þingmál til að jafna leikinn. Á sama tíma og Píratar berjast gegn þessu óréttlæti vinna þeir jafnframt að því að efla landsbyggðina, með því að styrkja sveitarstjórnarstigið og færa meiri völd heim í hérað, nær fólkinu. Eitt þarf nefnilega ekki að útiloka annað. Við getum hæglega jafnað atkvæðavægi og aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga. Sjálfsákvörðunarrétturinn er reyndar grundvallaratriði hjá Pírötum. Sjötta grein sjálfrar grunnstefnunnar, sem allar aðrar stefnur Pírata skulu byggja á, er eftirfarandi: 6. Beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur 6.1. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. 6.2. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu. 6.3. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. Málefni sem varða fólk beint eru vitanlega af ýmsum toga, en þar undir falla ekki síst þær ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks á hverjum stað fyrir sig. Það er mikilvægt að þau stjórnsýslustig sem þar koma að hafi bæði vald og fjármagn til þess að taka ákvarðanir og framkvæma. Aukin völd og fleiri tekjustofnar Í kosningastefnu Pírata sem samþykkt var af hreyfingunni nýverið er fjallað sérstaklega um byggðir og valdeflingu nærsamfélaga. Þar kemur m.a. fram að skatttekjur sem myndast vegna seldrar vöru og þjónustu eigi að efla samfélagið sem skapaði þær. Þannig skulu skattar á borð við gistináttagjald, fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt renna til sveitarfélaganna. Þá trúa Píratar því að fólk sem býr á hverju svæði fyrir sig viti, öðrum fremur, hvað sé svæðinu fyrir bestu. Þess vegna er stefna Pírata alveg skýr: Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum og íbúum þeirra gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Það er hins vegar ekki nóg að styrkja sveitarstjórnarstigið eitt og sér til að uppfylla grunnstefnu Pírata. Það er einnig lykilatriði að efla beint lýðræði og gagnsæja stjórnsýslu. Hið síðarnefnda má telja forsendu hins fyrrnefnda, þar sem fólk verður að geta fylgst með hvað sé að gerast í stjórnsýslunni. Samspil Alþingis og sveitarfélaga Þar gegnir Alþingi lykilhlutverki, því sveitarstjórnarlögin eins og þau standa í dag ganga ekki nógu langt í þessum efnum. Þar segir að 10% íbúa þurfi til að fara fram á borgarafund og 20% til að knýja fram íbúakosningu. Þá eru íbúakosningunni sett ýmis skilyrði og sveitarstjórn heimilt að virða hana að vettugi. Það gerði bæjarstjórn Reykjanesbæjar einmitt þegar knúin var fram íbúakosning um kísilver þar í bæ. Í stefnu Pírata um stjórnsýslu á sveitastjórnarstigi er sérstaklega kveðið á um að þessu skuli breytt þannig að sveitarfélögum sé heimilt að lækka þessi lágmörk og íbúum gert kleift að fresta umdeildum stjórnvaldsákvörðunum sveitarfélags í framkvæmd og vísa þeim í bindandi íbúakosningu. Þar er einnig fjallað um að íbúar geti kosið framkvæmdastjóra sveitarfélags með beinum hætti. Stjórnsýslustigin þurfa nefnilega að vinna saman, í þjónustu þjóðarinnar allrar. Því er erfitt að halda fram byggðasjónarmiðum sem rökum gegn því að jafna atkvæðavægi í landinu. Löggjafinn og framkvæmdavaldið eiga nefnilega fyrst og fremst að sjá um málefni sem snerta íbúa landsins jafnt, málefni nærumhverfis á að leysa heima í héraði. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Eitt þarf ekki að útiloka annað. Ýmsir félagar mínir innan Pírata hafa að undanförnu vakið máls á því óréttlæti sem felst í ójöfnu atkvæðavægi milli kjördæma. Þá hafa þingmenn flokksins sjálfir lagt fram þingmál til að jafna leikinn. Á sama tíma og Píratar berjast gegn þessu óréttlæti vinna þeir jafnframt að því að efla landsbyggðina, með því að styrkja sveitarstjórnarstigið og færa meiri völd heim í hérað, nær fólkinu. Eitt þarf nefnilega ekki að útiloka annað. Við getum hæglega jafnað atkvæðavægi og aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga. Sjálfsákvörðunarrétturinn er reyndar grundvallaratriði hjá Pírötum. Sjötta grein sjálfrar grunnstefnunnar, sem allar aðrar stefnur Pírata skulu byggja á, er eftirfarandi: 6. Beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur 6.1. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. 6.2. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu. 6.3. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. Málefni sem varða fólk beint eru vitanlega af ýmsum toga, en þar undir falla ekki síst þær ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks á hverjum stað fyrir sig. Það er mikilvægt að þau stjórnsýslustig sem þar koma að hafi bæði vald og fjármagn til þess að taka ákvarðanir og framkvæma. Aukin völd og fleiri tekjustofnar Í kosningastefnu Pírata sem samþykkt var af hreyfingunni nýverið er fjallað sérstaklega um byggðir og valdeflingu nærsamfélaga. Þar kemur m.a. fram að skatttekjur sem myndast vegna seldrar vöru og þjónustu eigi að efla samfélagið sem skapaði þær. Þannig skulu skattar á borð við gistináttagjald, fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt renna til sveitarfélaganna. Þá trúa Píratar því að fólk sem býr á hverju svæði fyrir sig viti, öðrum fremur, hvað sé svæðinu fyrir bestu. Þess vegna er stefna Pírata alveg skýr: Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum og íbúum þeirra gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Það er hins vegar ekki nóg að styrkja sveitarstjórnarstigið eitt og sér til að uppfylla grunnstefnu Pírata. Það er einnig lykilatriði að efla beint lýðræði og gagnsæja stjórnsýslu. Hið síðarnefnda má telja forsendu hins fyrrnefnda, þar sem fólk verður að geta fylgst með hvað sé að gerast í stjórnsýslunni. Samspil Alþingis og sveitarfélaga Þar gegnir Alþingi lykilhlutverki, því sveitarstjórnarlögin eins og þau standa í dag ganga ekki nógu langt í þessum efnum. Þar segir að 10% íbúa þurfi til að fara fram á borgarafund og 20% til að knýja fram íbúakosningu. Þá eru íbúakosningunni sett ýmis skilyrði og sveitarstjórn heimilt að virða hana að vettugi. Það gerði bæjarstjórn Reykjanesbæjar einmitt þegar knúin var fram íbúakosning um kísilver þar í bæ. Í stefnu Pírata um stjórnsýslu á sveitastjórnarstigi er sérstaklega kveðið á um að þessu skuli breytt þannig að sveitarfélögum sé heimilt að lækka þessi lágmörk og íbúum gert kleift að fresta umdeildum stjórnvaldsákvörðunum sveitarfélags í framkvæmd og vísa þeim í bindandi íbúakosningu. Þar er einnig fjallað um að íbúar geti kosið framkvæmdastjóra sveitarfélags með beinum hætti. Stjórnsýslustigin þurfa nefnilega að vinna saman, í þjónustu þjóðarinnar allrar. Því er erfitt að halda fram byggðasjónarmiðum sem rökum gegn því að jafna atkvæðavægi í landinu. Löggjafinn og framkvæmdavaldið eiga nefnilega fyrst og fremst að sjá um málefni sem snerta íbúa landsins jafnt, málefni nærumhverfis á að leysa heima í héraði. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun