Fyrrum leikmaður Man. United sakaður um að hafa komið á fót glæpasamtökum Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2021 23:01 Anderson er í vandræðum. Etsuo Hara/Getty Images Brasilíumaðurinn Anderson, fyrrum leikmaður Manchester United, er undir rannsókn brasilískra yfirvalda vegna ráns, peningaþvotts og myndun glæpasamtaka. Lögmaður hans þvertekur fyrir ásakanirnar. Anderson er auk annarra undir rannsókn vegna málsins og var málið fór fyrir rétt í Rio Grande do Sul í Brasilíu á fimmtudag. Í viðtali við Globo Esporte segir lögmaður hans, Julio Cesar Coitinho Junior, að Anderson sé fórnarlamb árásar á fyrirtæki sitt. „Við höfum ekki verið lögsóttir og það er erfitt að tjá sig um málið sem stendur. Það stendur yfir rannsókn, og Anderson er meðvitaður um það. En Anderson mun sanna að hann var fórnarlamb, en ekki þátttakandi. Það er hans staða,“ segir lögmaðurinn. Atenção. @mp_rs denuncia o ex-jogador do @SCInternacional , @Gremio e com passagem pela seleção brasileira de futebol Anderson Luís de Abreu Oliveira, o Andershow, por crimes como furto qualificado, organização criminosa e lavagem de bens, direitos ou valores. @gzhdigital— Eduardo Matos (@_eduardomatos) August 20, 2021 ESPN Brasil greinir frá því að hópur, sem Anderson er sagður vera hluti af, hafi brotist inn í bankakerfi Santander-bankans og stolið um 35 milljónum brasilískra reala, jafnvirði 5,5 milljóna punda eða rúmlega 960 milljóna króna, af málmvinnslufyrirtækinu Gerdau. Þeir peningar hafi verið færðir í ellefu millifærslum á fyrirtæki sem staðsett eru í fjórum mismunandi fylkjum í Brasilíu og notaðir til að kaupa rafrænar myntir. Anderson er eigandi fyrirtækis sem sér um kaup og sölur á rafrænni mynt en húsleit var framkvæmd á heimili hans á eftir að rannsókn á málinu hófst í fyrra. Hann er sakaður um að vera forsprakki hópsins sem sakaður er um glæpina. Brasilísk yfirvöld hafa fryst eignir Andersons og lagt fram skipun um handtöku hans. Hann er staddur í Tyrklandi þar sem hann lék með Adana Demirspor á síðustu leiktíð áður en hann lagði skóna á hilluna í vor. Samkvæmt frétt ESPN getur hann ekki yfirgefið Tyrkland öðruvísi en að vera handtekinn. Anderson, sem er 33 ára gamall í dag, var á sínum tíma talinn vera á meðal efnilegustu fótboltamanna heims. Hann var valinn leikmaður mótsins á HM U17 árið 2005 er Brasilía lenti í öðru sæti og fór ári síðar frá heimalandinu til Porto í Portúgal. Hann var hluti af A-landsliði Brasilíu sem vann Suður-Ameríkukeppnina árið 2007, þá 19 ára gamall, og var keyptur til Manchester United á 30 milljónir evra það sumar. Meiðsli plöguðu hann á átta árum hans í Manchester og hann náði aldrei að verða sá leikmaður sem búist var við. Þó vann hann fjóra Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina hjá Manchester United en átti lítinn hluta í þeim titlum. Hann spilaði aldrei meira en 18 deildarleiki á tímabili, að undanskildu fyrstu leiktíð sinni hjá United. Hann spilaði alls átta landsleiki fyrir Brasilíu, þann síðasta árið 2008, þegar hann var tvítugur. Enski boltinn Brasilía Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Anderson er auk annarra undir rannsókn vegna málsins og var málið fór fyrir rétt í Rio Grande do Sul í Brasilíu á fimmtudag. Í viðtali við Globo Esporte segir lögmaður hans, Julio Cesar Coitinho Junior, að Anderson sé fórnarlamb árásar á fyrirtæki sitt. „Við höfum ekki verið lögsóttir og það er erfitt að tjá sig um málið sem stendur. Það stendur yfir rannsókn, og Anderson er meðvitaður um það. En Anderson mun sanna að hann var fórnarlamb, en ekki þátttakandi. Það er hans staða,“ segir lögmaðurinn. Atenção. @mp_rs denuncia o ex-jogador do @SCInternacional , @Gremio e com passagem pela seleção brasileira de futebol Anderson Luís de Abreu Oliveira, o Andershow, por crimes como furto qualificado, organização criminosa e lavagem de bens, direitos ou valores. @gzhdigital— Eduardo Matos (@_eduardomatos) August 20, 2021 ESPN Brasil greinir frá því að hópur, sem Anderson er sagður vera hluti af, hafi brotist inn í bankakerfi Santander-bankans og stolið um 35 milljónum brasilískra reala, jafnvirði 5,5 milljóna punda eða rúmlega 960 milljóna króna, af málmvinnslufyrirtækinu Gerdau. Þeir peningar hafi verið færðir í ellefu millifærslum á fyrirtæki sem staðsett eru í fjórum mismunandi fylkjum í Brasilíu og notaðir til að kaupa rafrænar myntir. Anderson er eigandi fyrirtækis sem sér um kaup og sölur á rafrænni mynt en húsleit var framkvæmd á heimili hans á eftir að rannsókn á málinu hófst í fyrra. Hann er sakaður um að vera forsprakki hópsins sem sakaður er um glæpina. Brasilísk yfirvöld hafa fryst eignir Andersons og lagt fram skipun um handtöku hans. Hann er staddur í Tyrklandi þar sem hann lék með Adana Demirspor á síðustu leiktíð áður en hann lagði skóna á hilluna í vor. Samkvæmt frétt ESPN getur hann ekki yfirgefið Tyrkland öðruvísi en að vera handtekinn. Anderson, sem er 33 ára gamall í dag, var á sínum tíma talinn vera á meðal efnilegustu fótboltamanna heims. Hann var valinn leikmaður mótsins á HM U17 árið 2005 er Brasilía lenti í öðru sæti og fór ári síðar frá heimalandinu til Porto í Portúgal. Hann var hluti af A-landsliði Brasilíu sem vann Suður-Ameríkukeppnina árið 2007, þá 19 ára gamall, og var keyptur til Manchester United á 30 milljónir evra það sumar. Meiðsli plöguðu hann á átta árum hans í Manchester og hann náði aldrei að verða sá leikmaður sem búist var við. Þó vann hann fjóra Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina hjá Manchester United en átti lítinn hluta í þeim titlum. Hann spilaði aldrei meira en 18 deildarleiki á tímabili, að undanskildu fyrstu leiktíð sinni hjá United. Hann spilaði alls átta landsleiki fyrir Brasilíu, þann síðasta árið 2008, þegar hann var tvítugur.
Enski boltinn Brasilía Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira