Sjávarútvegsstefna Viðreisnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 08:31 Útdráttur: Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Frambjóðandi Viðreisnar til Alþingiskosninga skrifaði á dögunum lofgerð um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem hann nefndi „Um spænska togara og hræðsluáróður“. Það er ekki við hann að sakast, en helsti vandinn við að leiðrétta missagnirnar er að þær eru svo margar. Hvar á að byrja og hvenær að enda? Hann leggur greinilega trúnað á stefnuvita flokksins. Hvað segir Evrópusambandið sjálft? Í framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB frá 16. október 2013 um aðildarumsókn Íslands er m.a. um þetta fjallað. Þar kemur fram að í heildina sé sjávarútvegsstefna Íslands ekki í samræmi við réttarreglur ESB. Þar eru sérstaklega nefnd núverandi höft í sjávarútvegsgeiranum á staðfesturétti (þ.e. réttinum til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og fyrirtækjarekstur í öðru ESB ríki). Margt fleira er sagt ekki vera í samræmi við réttarreglurnar. Þetta kom líka margoft fram í skjölum sem lögð voru fram á Alþingi. Breyta þyrfti lögum um fiskveiðar í grundvallaratriðum við inngöngu í ESB. Viðreisn ber að koma hreint fram og viðurkenna þetta. Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Umræðan má ekki stýrast af ósannindum Umræðan má ekki stýrast af ósannindum segir frambjóðandinn. Undir það skal tekið. Því ætti hann ekki að láta blekkjast til þess sjálfur. Íslendingar verða nefnilega ekki áfram með full yfirráð yfir veiðum á íslenskum miðum eftir inngöngu í ESB eins og hann heldur blákalt fram. Kannski í orði kveðnu meðan regla um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika er í gildi. Þeirri reglu má einfaldlega breyta hvenær sem er. Auk þess eiga ESB þjóðirnar sér margra alda sögu um veiðar á Íslandsmiðum. Henni verður haldið til haga. Það var ekki að ástæðulausu að þýskir þingmenn glöddust svo mjög yfir stækkun lögsögu ESB þegar aðildarumsókn Íslands var þar samþykkt. Það var ekki af aðdáun á fegurð hafsins. Spænskir togarar og hræðsluáróður Eins ég tók fyrr fram þá er hérumbil allt sem frambjóðandinn hefur um málið að segja byggt á e.k. misskilningi. Þar má nefna undanþágu Möltu, þá frásögn að öllum spurningum um sjávarútveginn hafi verið ósvarað er aðildarviðræðum var slitið o.s.frv. Hvað Spán varðar er rétt að benda frambjóðandanum á fjölmargar greinar sem birst hafa í breskum blöðum um svonefnt kvótahopp. Orð Planas, spænska sjávarútvegsráðherra um útgöngu Breta lýsa þessu í hnotskurn: „Spænskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir geigvænlegum afleiðingum Brexit án samnings. Við erum með 80 spænsk skip í breskum sjávarútvegi [miðum], auk 21 með breskum samstarfsaðilum. Þá eru á annað hundrað skipa undir þýskum, frönskum, írskum og hollenskum fánum í samstarfi við spænsk félög“. Frambjóðandinn talar um ósannindi andstæðinga ESB. En hann hlýtur að leggja trúnað á orð ESB ráðherrans. - Vill frambjóðandinn ekki bara draga greinina til baka? Og að lokum; hversu lengi væru stóru löndin innan ESB að ná undir sig fiskimiðunum ef 5% kvótans væru seld á uppboðsmarkaði á ári hverju? Höfundur er aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Útdráttur: Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Frambjóðandi Viðreisnar til Alþingiskosninga skrifaði á dögunum lofgerð um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem hann nefndi „Um spænska togara og hræðsluáróður“. Það er ekki við hann að sakast, en helsti vandinn við að leiðrétta missagnirnar er að þær eru svo margar. Hvar á að byrja og hvenær að enda? Hann leggur greinilega trúnað á stefnuvita flokksins. Hvað segir Evrópusambandið sjálft? Í framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB frá 16. október 2013 um aðildarumsókn Íslands er m.a. um þetta fjallað. Þar kemur fram að í heildina sé sjávarútvegsstefna Íslands ekki í samræmi við réttarreglur ESB. Þar eru sérstaklega nefnd núverandi höft í sjávarútvegsgeiranum á staðfesturétti (þ.e. réttinum til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og fyrirtækjarekstur í öðru ESB ríki). Margt fleira er sagt ekki vera í samræmi við réttarreglurnar. Þetta kom líka margoft fram í skjölum sem lögð voru fram á Alþingi. Breyta þyrfti lögum um fiskveiðar í grundvallaratriðum við inngöngu í ESB. Viðreisn ber að koma hreint fram og viðurkenna þetta. Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Umræðan má ekki stýrast af ósannindum Umræðan má ekki stýrast af ósannindum segir frambjóðandinn. Undir það skal tekið. Því ætti hann ekki að láta blekkjast til þess sjálfur. Íslendingar verða nefnilega ekki áfram með full yfirráð yfir veiðum á íslenskum miðum eftir inngöngu í ESB eins og hann heldur blákalt fram. Kannski í orði kveðnu meðan regla um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika er í gildi. Þeirri reglu má einfaldlega breyta hvenær sem er. Auk þess eiga ESB þjóðirnar sér margra alda sögu um veiðar á Íslandsmiðum. Henni verður haldið til haga. Það var ekki að ástæðulausu að þýskir þingmenn glöddust svo mjög yfir stækkun lögsögu ESB þegar aðildarumsókn Íslands var þar samþykkt. Það var ekki af aðdáun á fegurð hafsins. Spænskir togarar og hræðsluáróður Eins ég tók fyrr fram þá er hérumbil allt sem frambjóðandinn hefur um málið að segja byggt á e.k. misskilningi. Þar má nefna undanþágu Möltu, þá frásögn að öllum spurningum um sjávarútveginn hafi verið ósvarað er aðildarviðræðum var slitið o.s.frv. Hvað Spán varðar er rétt að benda frambjóðandanum á fjölmargar greinar sem birst hafa í breskum blöðum um svonefnt kvótahopp. Orð Planas, spænska sjávarútvegsráðherra um útgöngu Breta lýsa þessu í hnotskurn: „Spænskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir geigvænlegum afleiðingum Brexit án samnings. Við erum með 80 spænsk skip í breskum sjávarútvegi [miðum], auk 21 með breskum samstarfsaðilum. Þá eru á annað hundrað skipa undir þýskum, frönskum, írskum og hollenskum fánum í samstarfi við spænsk félög“. Frambjóðandinn talar um ósannindi andstæðinga ESB. En hann hlýtur að leggja trúnað á orð ESB ráðherrans. - Vill frambjóðandinn ekki bara draga greinina til baka? Og að lokum; hversu lengi væru stóru löndin innan ESB að ná undir sig fiskimiðunum ef 5% kvótans væru seld á uppboðsmarkaði á ári hverju? Höfundur er aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun