Minnst 22 látnir eftir flóð í Tennessee Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 22:12 Hús sem skemmdist í flóðunum. Það stendur skammt frá læk nokkrum sem breyttist í stórfljót í rigningunum. ap/Mark Humphrey Minnst 22 hafa látist í flóðum eftir fordæmalausar rigningar í Humphrey-sýslu í miðju Tennessee-fylki í Bandaríkjunum. Margra er enn saknað en flóðin fóru víða yfir vegi og felldu síma- og fjarskiptamöstur í gær. Í mörgum tilfellum hefur fólk því ekki náð sambandi við ástvini sína til að athuga hvort sé í lagi með þá. Lögregla á svæðinu segir að flestir þeirra sem enn er saknað hafi búið á svæðum þar sem vatn í ám óx hve hraðast í rigningunum. Hrifsaði ungabörn úr fangi föður síns Á meðal þeirra látnu eru tvö ungabörn, tvíburar sem flóðið hrifsaði úr fangi föður þeirra, að því er segir í frétt AP. Trukkur og bíll sem enduðu í lækjarfarvegi í flóðunum.ap/Mark Humphrey Flóðin skildu eftir sig gríðarmikið rusl og brak eftir ónýt hús og bíla víða um sveitir og bæi. Björgunarsveitir ganga nú hús úr húsi til að athuga með fólk og reyna að finna þá sem enn er saknað. Aldrei mælst meiri rigning í fylkinu Um 43 sentímetra rigning mældist í sýslunni síðasta sólarhring, sem er það mesta sem mælst hefur í Tennessee frá upphafi mælinga, átta sentímetrum meira en þann sólarhring sem áður var rigningamestur. Sá dagur var fyrir 39 árum síðan. Úrhellið gerði það fljótlega að verkum að lækir, sem renna víða við hús og í gegn um einhverja bæi í sýslunni, breyttust í straumhörð fljót. Vegur fór í sundur við borgina McEwen í Tennessee.ap/Mark Humphrey Veðurfræðingar sáu svo mikla rigningu ekki fyrir en flóðaviðvörun hafði verið send út þar sem varað var við 10 til 15 sentímetra rigningu. Í versta stormi sem hafði áður mælst á einmitt þessu svæði í miðju Tennessee-fylki hafði ekki mælst nema 23 sentímetra rigning. Rigningin í gær var næstum tvisvar sinnum meiri. Veðurfræðingur á svæðinu sem fréttastofa AP ræddi við segir ómögulegt að komast að því hver þáttur loftslagsbreytinga af mannavöldum er í svo ofsafengnum stormi. Þetta sé þó í þriðja skiptið á einu ári þar sem stórflóð verður í fylkinu sem hún segir að eðlilegt væri að gera ráð fyrir á um hundrað ára fresti. Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Lögregla á svæðinu segir að flestir þeirra sem enn er saknað hafi búið á svæðum þar sem vatn í ám óx hve hraðast í rigningunum. Hrifsaði ungabörn úr fangi föður síns Á meðal þeirra látnu eru tvö ungabörn, tvíburar sem flóðið hrifsaði úr fangi föður þeirra, að því er segir í frétt AP. Trukkur og bíll sem enduðu í lækjarfarvegi í flóðunum.ap/Mark Humphrey Flóðin skildu eftir sig gríðarmikið rusl og brak eftir ónýt hús og bíla víða um sveitir og bæi. Björgunarsveitir ganga nú hús úr húsi til að athuga með fólk og reyna að finna þá sem enn er saknað. Aldrei mælst meiri rigning í fylkinu Um 43 sentímetra rigning mældist í sýslunni síðasta sólarhring, sem er það mesta sem mælst hefur í Tennessee frá upphafi mælinga, átta sentímetrum meira en þann sólarhring sem áður var rigningamestur. Sá dagur var fyrir 39 árum síðan. Úrhellið gerði það fljótlega að verkum að lækir, sem renna víða við hús og í gegn um einhverja bæi í sýslunni, breyttust í straumhörð fljót. Vegur fór í sundur við borgina McEwen í Tennessee.ap/Mark Humphrey Veðurfræðingar sáu svo mikla rigningu ekki fyrir en flóðaviðvörun hafði verið send út þar sem varað var við 10 til 15 sentímetra rigningu. Í versta stormi sem hafði áður mælst á einmitt þessu svæði í miðju Tennessee-fylki hafði ekki mælst nema 23 sentímetra rigning. Rigningin í gær var næstum tvisvar sinnum meiri. Veðurfræðingur á svæðinu sem fréttastofa AP ræddi við segir ómögulegt að komast að því hver þáttur loftslagsbreytinga af mannavöldum er í svo ofsafengnum stormi. Þetta sé þó í þriðja skiptið á einu ári þar sem stórflóð verður í fylkinu sem hún segir að eðlilegt væri að gera ráð fyrir á um hundrað ára fresti.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira