Öryggi barna í umferðinni Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 08:30 Ný árstíð er handan við hornið og samfélagið er smám saman að komast aftur í fastar skorður eftir sumarleyfin. Skólarnir hefja göngu sína og börn og ungmenni eru meira á ferðinni. Við þurfum öll að leggjast á eitt við að tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Börn og samgöngur Börn og ungmenni eru virkir þátttakendur í samgöngum ekki síður en fullorðnir. Samkvæmt nýrri skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Börn og samgöngur, var árið 2020 eitt það versta með tilliti til þess hve mörg börn slösuðust alvarlega í umferðinni. Í skýrslunni segir að aukninguna megi að líkindum að megninu til skýra með tilkomu rafknúinna hlaupahjóla (rafskúta) og rafmagnsvespa. Þá ber að hafa í huga að ekki rata öll slys inn í gagnagrunn Samgöngustofu. Ljóst er að allir bera ábyrgð þegar kemur að umferðaröryggi. Mikilvægt er að hafa helstu öryggisatriði í lagi, svo sem að nota hjálm þegar við á, spenna bílbeltin og virða umferðarreglur. En tillitssemi í umferðinni er lykilatriði. Ökumenn þurfa að muna eftir börnum í umferðinni og gæta sín sérstaklega í nánd við skóla, leikvelli og aðra staði þar sem börn eru á ferðinni. Ástæða er til að minna sérstaklega á hraðatakmarkanir en í kringum allflesta skóla er 30 km hámarkshraði. Einnig er mikilvægt að kenna börnum umferðarreglurnar, kenna þeim á farartækin sem þau nýta sér og brýna fyrir þeim að fara varlega. Göngum í skólann Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðs vegar um heim. Verkefnið Göngum í skólann hefst þann 8. september næstkomandi hér á landi en þetta er í fimmtánda sinn sem Ísland tekur þátt. Markmiðið er að hvetja foreldra og nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta til og frá skóla strax í upphafi skólaárs og stuðla þannig að heilbrigðum lífsstíl. Einnig er með þessu móti reynt að minnka umferð við skóla og draga þannig úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Mikilvægt er að leiðbeina börnum um hver öruggasta leiðin er í skólann og hvar hætturnar geta leynst. Í tilefni af verkefninu þetta árið er sérstaklega bent á Umferðarvefinn, umferd.is, þar sem finna má fjölbreytt og skemmtilegt fræðsluefni um umferðarmál fyrir nemendur, kennara, foreldra og aðra áhugasama. Enn er hægt að skrá sig í verkefnið á gongumiskolann.is og eru grunnskólar hvattir til að taka þátt. Sjáumst í umferðinni Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og seint verður lögð nógu mikil áhersla á að gangandi vegfarendur séu sýnilegir í umferðinni. Mikilvægt er að börn á leið í skóla noti endurskinsmerki svo þau sjáist vel þegar skyggja tekur. Einfalt er að verða sér út um endurskinsmerki ýmist með því að kaupa þau eða sækja ókeypis til þeirra fjöldamörgu aðila sem gefa endurskinsmerki. Til dæmis má nálgast þau í útibúum Sjóvár víðs vegar um landið en á vef Samgöngustofu er einnig að finna lista yfir staði þar sem hægt er að nálgast endurskinsmerki. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og best er að hafa þau fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum og á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Einnig er gott að velja töskur, skó og hlífðarfatnað með endurskinsmerkjum. Endurskin virkar eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr sem ökumenn greina vegfarendur því minni líkur eru á að slys verði. Ökumenn sjá vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur notkun endurskinsmerkja því reynst örlagarík. Ávinningurinn er því augljós. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Börn og uppeldi Umferðaröryggi Slysavarnir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ný árstíð er handan við hornið og samfélagið er smám saman að komast aftur í fastar skorður eftir sumarleyfin. Skólarnir hefja göngu sína og börn og ungmenni eru meira á ferðinni. Við þurfum öll að leggjast á eitt við að tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Börn og samgöngur Börn og ungmenni eru virkir þátttakendur í samgöngum ekki síður en fullorðnir. Samkvæmt nýrri skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Börn og samgöngur, var árið 2020 eitt það versta með tilliti til þess hve mörg börn slösuðust alvarlega í umferðinni. Í skýrslunni segir að aukninguna megi að líkindum að megninu til skýra með tilkomu rafknúinna hlaupahjóla (rafskúta) og rafmagnsvespa. Þá ber að hafa í huga að ekki rata öll slys inn í gagnagrunn Samgöngustofu. Ljóst er að allir bera ábyrgð þegar kemur að umferðaröryggi. Mikilvægt er að hafa helstu öryggisatriði í lagi, svo sem að nota hjálm þegar við á, spenna bílbeltin og virða umferðarreglur. En tillitssemi í umferðinni er lykilatriði. Ökumenn þurfa að muna eftir börnum í umferðinni og gæta sín sérstaklega í nánd við skóla, leikvelli og aðra staði þar sem börn eru á ferðinni. Ástæða er til að minna sérstaklega á hraðatakmarkanir en í kringum allflesta skóla er 30 km hámarkshraði. Einnig er mikilvægt að kenna börnum umferðarreglurnar, kenna þeim á farartækin sem þau nýta sér og brýna fyrir þeim að fara varlega. Göngum í skólann Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðs vegar um heim. Verkefnið Göngum í skólann hefst þann 8. september næstkomandi hér á landi en þetta er í fimmtánda sinn sem Ísland tekur þátt. Markmiðið er að hvetja foreldra og nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta til og frá skóla strax í upphafi skólaárs og stuðla þannig að heilbrigðum lífsstíl. Einnig er með þessu móti reynt að minnka umferð við skóla og draga þannig úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Mikilvægt er að leiðbeina börnum um hver öruggasta leiðin er í skólann og hvar hætturnar geta leynst. Í tilefni af verkefninu þetta árið er sérstaklega bent á Umferðarvefinn, umferd.is, þar sem finna má fjölbreytt og skemmtilegt fræðsluefni um umferðarmál fyrir nemendur, kennara, foreldra og aðra áhugasama. Enn er hægt að skrá sig í verkefnið á gongumiskolann.is og eru grunnskólar hvattir til að taka þátt. Sjáumst í umferðinni Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og seint verður lögð nógu mikil áhersla á að gangandi vegfarendur séu sýnilegir í umferðinni. Mikilvægt er að börn á leið í skóla noti endurskinsmerki svo þau sjáist vel þegar skyggja tekur. Einfalt er að verða sér út um endurskinsmerki ýmist með því að kaupa þau eða sækja ókeypis til þeirra fjöldamörgu aðila sem gefa endurskinsmerki. Til dæmis má nálgast þau í útibúum Sjóvár víðs vegar um landið en á vef Samgöngustofu er einnig að finna lista yfir staði þar sem hægt er að nálgast endurskinsmerki. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og best er að hafa þau fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum og á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Einnig er gott að velja töskur, skó og hlífðarfatnað með endurskinsmerkjum. Endurskin virkar eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr sem ökumenn greina vegfarendur því minni líkur eru á að slys verði. Ökumenn sjá vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur notkun endurskinsmerkja því reynst örlagarík. Ávinningurinn er því augljós. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun