Þörf umræða um málefni aldraðra Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 24. ágúst 2021 16:31 Heilbrigðisþing var haldið fyrir skömmu. Umræðuefnið var nýútkomin skýrsla varðandi aðbúnað og þjónustu við aldraða. Umræðan er tímabær og í raun löngu tímabær, um það hvaða aðstæður og aðbúnað við viljum veita þeim sem eru orðnir aldraðir og þurfa þjónustu með einum eða öðrum hætti sökum breytinga á heilsufari. Höfum hugfast að sem betur fer búa fleiri en færri aldraðir við góða heilsu og eru sjálfum sér nægir um allar þarfir daglegs lífs. Það hefur mikil fjölgun átt sér stað í þeim hópi sem teljast aldraðir og ljóst miðað við allar spár og tölfræði að það á enn eftir að fjölga hlutfallslega í þeim hópi. Á fyrrnefndu heilbrigðisþingi var rætt um möguleika sem felast í aukinni þjónustu heim til þeirra sem þurfa aðstoð af einhverju tagi og að aukin þjónusta heim til fólks drægi úr þörf á fjölgun hjúkrunarrýma. Það er von undirritaðs að svo sé og verði, að samfélagið allt, ríki og sveitarfélög, komi sér saman um hvernig eigi að byggja upp þjónustunet, um allt land, þannig að öldruðum sé gert kleift að vera sem lengst heima hjá sér og halda sitt eigið heimili. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, því miður vil ég segja, að það er og verður alltaf ákveðið hlutfall aldraðra sem mun eiga við alvarlegan heilsubrest að ræða af einhverju tagi og þá getur það verið besta lausnin fyrir viðkomandi einstakling að fá inni á hjúkrunarheimili í nærsamfélagi viðkomandi. Þar fær einstaklingurinn aðstoð og skapar sér þar notalega aðstöðu og á vonandi áhyggjulaust ævikvöld. Það vantar millistig frá því að vera búandi heima og geta verið sjálfbjarga á allan hátt og yfir í þá stöðu að vera kominn í þörf fyrir að flytja inn á hjúkrunarheimili. Það er um þetta sem umræðan þarf að snúast, ekki að beina spjótum sínum að starfssemi hjúkrunarheimila og því frábæra starfsfólki sem á heimilunum starfar landið um kring. Það voru afar mikil vonbrigði og olli í raun sárindum á meðal starfsmanna hjúkrunarheimila að umræðan á heilbrigðisþingi og ekki síst í kjölfar þess skyldi beinast í þá átt að hjúkrunarheimilin væru geymslurými. Það er óvirðing við heimilisfólk heimilanna og óvirðing við frábært starfsfólk hjúkrunarheimilanna. Höldum okkur á veginum í umræðunni, annað veldur mögulega óþarfa slysum, leiðindum og miskilningi sem skapað getað sárindi, óverðskulduð og þarflaus með öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþing var haldið fyrir skömmu. Umræðuefnið var nýútkomin skýrsla varðandi aðbúnað og þjónustu við aldraða. Umræðan er tímabær og í raun löngu tímabær, um það hvaða aðstæður og aðbúnað við viljum veita þeim sem eru orðnir aldraðir og þurfa þjónustu með einum eða öðrum hætti sökum breytinga á heilsufari. Höfum hugfast að sem betur fer búa fleiri en færri aldraðir við góða heilsu og eru sjálfum sér nægir um allar þarfir daglegs lífs. Það hefur mikil fjölgun átt sér stað í þeim hópi sem teljast aldraðir og ljóst miðað við allar spár og tölfræði að það á enn eftir að fjölga hlutfallslega í þeim hópi. Á fyrrnefndu heilbrigðisþingi var rætt um möguleika sem felast í aukinni þjónustu heim til þeirra sem þurfa aðstoð af einhverju tagi og að aukin þjónusta heim til fólks drægi úr þörf á fjölgun hjúkrunarrýma. Það er von undirritaðs að svo sé og verði, að samfélagið allt, ríki og sveitarfélög, komi sér saman um hvernig eigi að byggja upp þjónustunet, um allt land, þannig að öldruðum sé gert kleift að vera sem lengst heima hjá sér og halda sitt eigið heimili. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, því miður vil ég segja, að það er og verður alltaf ákveðið hlutfall aldraðra sem mun eiga við alvarlegan heilsubrest að ræða af einhverju tagi og þá getur það verið besta lausnin fyrir viðkomandi einstakling að fá inni á hjúkrunarheimili í nærsamfélagi viðkomandi. Þar fær einstaklingurinn aðstoð og skapar sér þar notalega aðstöðu og á vonandi áhyggjulaust ævikvöld. Það vantar millistig frá því að vera búandi heima og geta verið sjálfbjarga á allan hátt og yfir í þá stöðu að vera kominn í þörf fyrir að flytja inn á hjúkrunarheimili. Það er um þetta sem umræðan þarf að snúast, ekki að beina spjótum sínum að starfssemi hjúkrunarheimila og því frábæra starfsfólki sem á heimilunum starfar landið um kring. Það voru afar mikil vonbrigði og olli í raun sárindum á meðal starfsmanna hjúkrunarheimila að umræðan á heilbrigðisþingi og ekki síst í kjölfar þess skyldi beinast í þá átt að hjúkrunarheimilin væru geymslurými. Það er óvirðing við heimilisfólk heimilanna og óvirðing við frábært starfsfólk hjúkrunarheimilanna. Höldum okkur á veginum í umræðunni, annað veldur mögulega óþarfa slysum, leiðindum og miskilningi sem skapað getað sárindi, óverðskulduð og þarflaus með öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun