Sport

Dagskráin í dag: Golf, Pepsi Max deild kvenna og dregið í riðla Meistaradeildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Áslaug Munda og liðsfélagar hennar í Breiðablik heimsækja Keflvíkinga í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.
Áslaug Munda og liðsfélagar hennar í Breiðablik heimsækja Keflvíkinga í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Alls eru sjö beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag og ættu því flestir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Dagurinn byrjar á golfi, en klukkan 10:00 hefst útsending frá Skafto Open á Stöð 2 Sport 4, áður en Omega European Masters fer af stað klukkan 11:30 á Stöð 2 Golf.

Klukkan 15:45 verður bein útsending frá því þegar dregið er í riðla í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á Stöð 2 Spor 2.

Keflavík og Breiðablik eigast við í Pepsi Max deild kvenna klukkan 17:5 á Stöð 2 Sport, og að leik loknum eru Pepsi Max mörkin á dagskrá.

Golfdeginum er þó ekki lokið enn, því klukkan 19:00 hefst útsending frá BMW Championship á Stöð 2 Golf, en það er hluti af PGA mótaröðinni.

Seinasta útsending dagsins hefst klukkan 21:00 á Stöð 2 eSport þegar að Steindi Jr. og félagar spila tölvuleiki fram á nótt í Rauðvín og klakar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×