Arður af orku til þjóðar Hörður Arnarson skrifar 26. ágúst 2021 10:30 Orkufyrirtæki þjóðarinnar er óðum að leggja erfiðleika heimsfaraldursins að baki. Afkoma Landsvirkjunar fyrstu 6 mánuði ársins ber þess glöggt vitni. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkaði um tæp 36% frá sama tíma í fyrra og skuldir lækkuðu jafnframt um 10,4 milljarða króna. Matsfyrirtækið S&P staðfesti þennan viðsnúning með því að hækka lánshæfiseinkunn okkar um einn flokk í júní. Góð afkoma Landsvirkjunar skiptir þjóðina alla miklu máli. Vinnsla orku úr endurnýjanlegum auðlindum okkar á að skapa hagnað, sem þjóðin getur nýtt til ýmissa þarfra verka. Lækkun skulda þrátt fyrir fjárfestingar Við höfum unnið að því hörðum höndum að bæta arðsemi fyrirtækisins. Einn liður í því var að lækka skuldir þess verulega. Fyrirtækið var skuldsett eftir mikla og hraða uppbyggingu til að mæta þörf fyrir raforku. Þjóðin tók því uppbyggingarskeiði af þolinmæði, sem og þeim árum sem við nýttum hagnað af rekstri til að lækka skuldir. Á síðustu tíu árum hafa skuldirnar alls lækkað um 155 milljarða króna, þrátt fyrir að við höfum á sama tíma fjárfest í orkuinnviðum fyrir sambærilega upphæð. Nú er hins vegar svo komið að þjóðin nýtur arðs af þessari auðlind sinni með beinum hætti: Með 10 milljarða króna arðgreiðslu í ríkissjóð árið 2020 og 6,5 milljörðum í ár, þrátt fyrir þrengingar heimsfaraldurs. Fyrirsjáanlegt er að arðgreiðslurnar munu hækka enn frekar á næstu árum. Sanngjarnt verð fyrir auðlindina Einn mikilvægasti liðurinn í rekstrinum er auðvitað verðlagning raforkunnar. Þar stöndum við vel að vígi, í samkeppninni við aðrar þjóðir. Við erum með samkeppnishæft orkuverð í landi þar sem hæft starfsfólk og góðir innviðir laða til sín rekstur, sem annars myndi leita hófanna annars staðar. Þannig fáum við ný tækifæri og nýsköpun inn í íslenskt efnahagslíf. Beinn hagur þjóðar Hlutverk Landsvirkjunar er skýrt: Við hámörkum afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er treyst fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Fyrirtækið er loks í stakk búið til að greiða þjóðinni það sem henni ber. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð er tekið fram að hann skuli vera varasjóður ef Ísland verði fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum. Stærsti hluti framlags í sjóðinn á að koma í gegnum arðgreiðslur Landsvirkjunar. Í frumvarpinu eru ákvæði til bráðabirgða um að fjármagni skuli ráðstafað í byrjun til uppbyggingar hjúkrunarrýma og eflingar nýsköpunar atvinnuveganna. Ef stofnun sjóðsins gengur eftir verður hagur þjóðarinnar af orkuauðlindinni áþreifanlegur. En jafnvel þótt arðurinn renni ekki í sérstakan Þjóðarsjóð er ljóst að hann mun nýtast t.d. mennta- og heilbrigðiskerfi okkar, eins og vera ber. Tökum vel á móti framtíðinni Landsvirkjun hefur gegnt mikilvægu hlutverki í rúma hálfa öld og mun gegna áfram. Á næstu árum og áratugum verður verkefni orkufyrirtækis þjóðarinnar að vera leiðandi í orkuskiptum, t.d. með framleiðslu rafeldsneytis. Við ætlum að nýta grænu orkuna okkar til að losa okkur við bensín og olíur, leggja grunn að matvælaframleiðslu framtíðar og ýmiss konar grænum iðnaði sem styður við markmið okkar í loftslagsmálum. Landsvirkjun verður kolefnishlutlaust fyrirtæki árið 2025 og mun áfram leggja sitt af mörkum til að markmið Orkustefnu stjórnvalda verði náð. Við ætlum að taka vel á móti framtíðinni, okkur öllum til hagsbóta. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Orkufyrirtæki þjóðarinnar er óðum að leggja erfiðleika heimsfaraldursins að baki. Afkoma Landsvirkjunar fyrstu 6 mánuði ársins ber þess glöggt vitni. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkaði um tæp 36% frá sama tíma í fyrra og skuldir lækkuðu jafnframt um 10,4 milljarða króna. Matsfyrirtækið S&P staðfesti þennan viðsnúning með því að hækka lánshæfiseinkunn okkar um einn flokk í júní. Góð afkoma Landsvirkjunar skiptir þjóðina alla miklu máli. Vinnsla orku úr endurnýjanlegum auðlindum okkar á að skapa hagnað, sem þjóðin getur nýtt til ýmissa þarfra verka. Lækkun skulda þrátt fyrir fjárfestingar Við höfum unnið að því hörðum höndum að bæta arðsemi fyrirtækisins. Einn liður í því var að lækka skuldir þess verulega. Fyrirtækið var skuldsett eftir mikla og hraða uppbyggingu til að mæta þörf fyrir raforku. Þjóðin tók því uppbyggingarskeiði af þolinmæði, sem og þeim árum sem við nýttum hagnað af rekstri til að lækka skuldir. Á síðustu tíu árum hafa skuldirnar alls lækkað um 155 milljarða króna, þrátt fyrir að við höfum á sama tíma fjárfest í orkuinnviðum fyrir sambærilega upphæð. Nú er hins vegar svo komið að þjóðin nýtur arðs af þessari auðlind sinni með beinum hætti: Með 10 milljarða króna arðgreiðslu í ríkissjóð árið 2020 og 6,5 milljörðum í ár, þrátt fyrir þrengingar heimsfaraldurs. Fyrirsjáanlegt er að arðgreiðslurnar munu hækka enn frekar á næstu árum. Sanngjarnt verð fyrir auðlindina Einn mikilvægasti liðurinn í rekstrinum er auðvitað verðlagning raforkunnar. Þar stöndum við vel að vígi, í samkeppninni við aðrar þjóðir. Við erum með samkeppnishæft orkuverð í landi þar sem hæft starfsfólk og góðir innviðir laða til sín rekstur, sem annars myndi leita hófanna annars staðar. Þannig fáum við ný tækifæri og nýsköpun inn í íslenskt efnahagslíf. Beinn hagur þjóðar Hlutverk Landsvirkjunar er skýrt: Við hámörkum afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er treyst fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Fyrirtækið er loks í stakk búið til að greiða þjóðinni það sem henni ber. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð er tekið fram að hann skuli vera varasjóður ef Ísland verði fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum. Stærsti hluti framlags í sjóðinn á að koma í gegnum arðgreiðslur Landsvirkjunar. Í frumvarpinu eru ákvæði til bráðabirgða um að fjármagni skuli ráðstafað í byrjun til uppbyggingar hjúkrunarrýma og eflingar nýsköpunar atvinnuveganna. Ef stofnun sjóðsins gengur eftir verður hagur þjóðarinnar af orkuauðlindinni áþreifanlegur. En jafnvel þótt arðurinn renni ekki í sérstakan Þjóðarsjóð er ljóst að hann mun nýtast t.d. mennta- og heilbrigðiskerfi okkar, eins og vera ber. Tökum vel á móti framtíðinni Landsvirkjun hefur gegnt mikilvægu hlutverki í rúma hálfa öld og mun gegna áfram. Á næstu árum og áratugum verður verkefni orkufyrirtækis þjóðarinnar að vera leiðandi í orkuskiptum, t.d. með framleiðslu rafeldsneytis. Við ætlum að nýta grænu orkuna okkar til að losa okkur við bensín og olíur, leggja grunn að matvælaframleiðslu framtíðar og ýmiss konar grænum iðnaði sem styður við markmið okkar í loftslagsmálum. Landsvirkjun verður kolefnishlutlaust fyrirtæki árið 2025 og mun áfram leggja sitt af mörkum til að markmið Orkustefnu stjórnvalda verði náð. Við ætlum að taka vel á móti framtíðinni, okkur öllum til hagsbóta. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun