Stytting opnunartíma leikskóla komi verst niður á mæðrum Árni Sæberg skrifar 26. ágúst 2021 14:56 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafði vonast til að meirihlutinn endurskoðaði breytingarnar. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um styttingu opnunartíma leikskóla koma verst niður á mæðrum, fólki í vaktavinnu og fólki af erlendum uppruna. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur samþykkti í vikunni að opnunartími leikskóla borgarinnar verði frá 7:30 til 16:30, frá og með 1. nóvember næstkomandi. „Ég er auðvitað verulega ósátt við þetta, þessar hugmyndir voru fyrst viðraðar í upphafi árs 2020 og ég mótmælti þeim hart alveg strax,“ segir Hildur Björnsdóttir um breytinguna í samtali við Vísi. Hún segir að mótmæli hennar og annarra borgarfulltrúa hafa leitt til þess að hugmynd um styttingu opnunartíma hafi verið sett í svokallað jafnréttismat. Breytingin hafi neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði „Niðurstaðan kemur þarna sumarið 2020 og er í raun nákvæmlega eins og ég hafði óttast. Hún sýnir það mjög glöggt að styttur opnunartími leikskóla muni í flestum tilvikum koma verr niður á móður en föður, þannig hún mun hafa neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði,“ segir Hildur. Niðurstöður jafnréttismatsins gefi til kynna að breytingarnar muni koma illa niður á fleisum en mæðrum. „Hún muni koma illa niður á fólki sem er í vaktavinnu eða með lítinn sveigjanleika í sínum störfum, fólki af erlendum uppruna sem er með lítið bakland og svo fólki sem býr í efri byggðum og eyðir meiri tíma í umferðinni á hverjum degi,“ segir Hildur. Breytingin sé svar við kröfum leikskólakennara Aðspurð segist Hildur telja breytinguna meðal annars vera sparnaðarráðstöfun. „Þetta er auðvitað líka krafa frá leikskólakennurum en ég held að með breytingum á skipulagi leikskóladagsins mætti vel leysa þetta,“ segir hún. Hún stingur upp á þeirri lausn að faglegt starf unnið af leikskólakennurum fari fram innan ákveðins tímaramma og svo væru einhverjir leiðbeinendur sem sæju um að manna restina af deginum. „Ég held að þetta sé bara auðvelt skipulagsmál og ætti að vera auðvelt að leysa,“ segir Hildur. Vill líta til Hafnarfjarðar Hildur segist hafa heyrt talað um að börn séu of lengi á leikskóla á degi hverjum en að hægt sé að leysa það líka. „Hafnarfjarðarbær, til að mynda, hefur leyst það mál með því að úthluta hverju barni ákveðnum tíma á leikskólanum á hverjum degi og svo hafa foreldrar sveigjanleika innan dagsins til að ráðstafa þessum tíma,“ segir hún. Þannig geti foreldri sem þarf að hafa barn á leikskóla til fimm en bara frá átta eða hálf níu, valið þann tímaramma sem hentar best. „Það sem ég er að kalla eftir er þessi sveigjanleiki, við erum auðvitað ekki öll eins og erum ekki öll í sömu störfum. Ég hef viðrað þessar hugmyndir ítrekað og sömuleiðis aðrir fulltrúar foreldra leikskólabarna sem hafa verið mjög mótfallnir þessum breytingum,“ Leikskólar séu fyrst og fremst þjónusta við fjölskyldur Henni finnst vanta upp á það að fundnar séu leiðir til þess að hagsmunir leikskólakennara geti farið saman með þörfum fjölskyldufólks. „Við megum ekki gleyma því að leikskólar eru fyrst og fremst stofnaðir og fyrst og fremst haldið úti til að þjónusta fjölskyldur í borginni og að vera þetta fyrsta skólastig. Það á auðvitað alltaf að vera okkar fyrsta meginmarkmið að mæta fjölskyldum í borginni og þeirra þörfum,“ Hildur segir ýmislegt spila inn í ákvörðun um breytingu opnunartímans, þar á meðal stytting vinnuvikunnar, þó það sé ekki uppi á borðum. Skóla - og menntamál Reykjavík Félagsmál Börn og uppeldi Borgarstjórn Leikskólar Tengdar fréttir Leikskólar borgarinnar verða opnir frá hálf átta til hálf fimm Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur samþykkt að opnunartími leikskóla borgarinnar verði frá 7:30 til 16:30, frá og með 1. nóvember næstkomandi. 24. ágúst 2021 16:26 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur samþykkti í vikunni að opnunartími leikskóla borgarinnar verði frá 7:30 til 16:30, frá og með 1. nóvember næstkomandi. „Ég er auðvitað verulega ósátt við þetta, þessar hugmyndir voru fyrst viðraðar í upphafi árs 2020 og ég mótmælti þeim hart alveg strax,“ segir Hildur Björnsdóttir um breytinguna í samtali við Vísi. Hún segir að mótmæli hennar og annarra borgarfulltrúa hafa leitt til þess að hugmynd um styttingu opnunartíma hafi verið sett í svokallað jafnréttismat. Breytingin hafi neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði „Niðurstaðan kemur þarna sumarið 2020 og er í raun nákvæmlega eins og ég hafði óttast. Hún sýnir það mjög glöggt að styttur opnunartími leikskóla muni í flestum tilvikum koma verr niður á móður en föður, þannig hún mun hafa neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði,“ segir Hildur. Niðurstöður jafnréttismatsins gefi til kynna að breytingarnar muni koma illa niður á fleisum en mæðrum. „Hún muni koma illa niður á fólki sem er í vaktavinnu eða með lítinn sveigjanleika í sínum störfum, fólki af erlendum uppruna sem er með lítið bakland og svo fólki sem býr í efri byggðum og eyðir meiri tíma í umferðinni á hverjum degi,“ segir Hildur. Breytingin sé svar við kröfum leikskólakennara Aðspurð segist Hildur telja breytinguna meðal annars vera sparnaðarráðstöfun. „Þetta er auðvitað líka krafa frá leikskólakennurum en ég held að með breytingum á skipulagi leikskóladagsins mætti vel leysa þetta,“ segir hún. Hún stingur upp á þeirri lausn að faglegt starf unnið af leikskólakennurum fari fram innan ákveðins tímaramma og svo væru einhverjir leiðbeinendur sem sæju um að manna restina af deginum. „Ég held að þetta sé bara auðvelt skipulagsmál og ætti að vera auðvelt að leysa,“ segir Hildur. Vill líta til Hafnarfjarðar Hildur segist hafa heyrt talað um að börn séu of lengi á leikskóla á degi hverjum en að hægt sé að leysa það líka. „Hafnarfjarðarbær, til að mynda, hefur leyst það mál með því að úthluta hverju barni ákveðnum tíma á leikskólanum á hverjum degi og svo hafa foreldrar sveigjanleika innan dagsins til að ráðstafa þessum tíma,“ segir hún. Þannig geti foreldri sem þarf að hafa barn á leikskóla til fimm en bara frá átta eða hálf níu, valið þann tímaramma sem hentar best. „Það sem ég er að kalla eftir er þessi sveigjanleiki, við erum auðvitað ekki öll eins og erum ekki öll í sömu störfum. Ég hef viðrað þessar hugmyndir ítrekað og sömuleiðis aðrir fulltrúar foreldra leikskólabarna sem hafa verið mjög mótfallnir þessum breytingum,“ Leikskólar séu fyrst og fremst þjónusta við fjölskyldur Henni finnst vanta upp á það að fundnar séu leiðir til þess að hagsmunir leikskólakennara geti farið saman með þörfum fjölskyldufólks. „Við megum ekki gleyma því að leikskólar eru fyrst og fremst stofnaðir og fyrst og fremst haldið úti til að þjónusta fjölskyldur í borginni og að vera þetta fyrsta skólastig. Það á auðvitað alltaf að vera okkar fyrsta meginmarkmið að mæta fjölskyldum í borginni og þeirra þörfum,“ Hildur segir ýmislegt spila inn í ákvörðun um breytingu opnunartímans, þar á meðal stytting vinnuvikunnar, þó það sé ekki uppi á borðum.
Skóla - og menntamál Reykjavík Félagsmál Börn og uppeldi Borgarstjórn Leikskólar Tengdar fréttir Leikskólar borgarinnar verða opnir frá hálf átta til hálf fimm Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur samþykkt að opnunartími leikskóla borgarinnar verði frá 7:30 til 16:30, frá og með 1. nóvember næstkomandi. 24. ágúst 2021 16:26 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Leikskólar borgarinnar verða opnir frá hálf átta til hálf fimm Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur samþykkt að opnunartími leikskóla borgarinnar verði frá 7:30 til 16:30, frá og með 1. nóvember næstkomandi. 24. ágúst 2021 16:26