Hörður og Ólöf leiða nýjan viðskiptamiðil á Vísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2021 11:02 Ólöf, Hörður og Þorsteinn Friðrik. Nýr miðill sem sérhæfir sig einkum í fréttum um íslenskt viðskiptalíf og efnahagsmál hefur göngu sína á Vísi á næstunni. Fyrir miðlinum fara þau Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir en auk þeirra kemur til starfa viðskiptablaðamaðurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson. Um verður að ræða fréttamiðil í áskrift. Öll þrjú hafa víðtæka reynslu úr fjölmiðlum. Hörður sem ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og þar áður viðskiptaritstjóri DV og viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu. „Við erum mjög ánægð að fá þau Hörð, Ólöfu og Þorstein til liðs við okkur. Þau eru fantagóðir blaðamenn sem munu lyfta upp umfjöllun um viðskipti í miðlum okkar. Vísir hefur vaxið jafnt og þétt og þessi ákvörðun er hluti af þeirri vegferð að efla hann enn frekar,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. Fremstur í flokki Hörður segist fullur tilhlökkunar að móta áskriftarmiðil undir hatti Vísis og fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. „Miðillinn ætlar sér að vera fremstur í flokki þegar kemur að umfjöllun um íslenskt viðskiptalíf og skapa þannig virði fyrir lesendur sem ekki verður fundið með sama hætti á öðrum miðlum hérlendis. Leitast verður við að færa umgjörð fréttaflutnings um viðskipti, efnahagsmál og stjórnmál nær því sem þekkist á faglegum viðskiptamiðlum í helstu nágrannaríkjum,“ segir Hörður. Ólöf er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og blaðamaður um árabil en hún hefur að undanförnu gegnt starfi samskiptastjóra Samtaka atvinnulífsins. Þorsteinn Friðrik hefur starfað bæði á Fréttablaðinu og á Morgunblaðinu síðustu ár. „Vísir er nú þegar mest lesni vefur landsins og hluti af öflugri fjölmiðlaflóru Stöðvar 2 og Vodafone. Okkar nýi miðill mun leggja áherslu á fréttir af viðskiptum, ásamt stjórnmálum innanlands, og auka enn frekar þjónustu við lesendur Vísis og annarra miðla fyrirtækisins. Við hlökkum til að takast á við krefjandi verkefni og móta nýja miðilinn sem sækir fyrirmynd sína meðal annars til Norðurlanda og Bretlands,“ segir Ólöf. Nýr kafli í sögu Vísis Tæplega 200 þúsund manns heimsækja Vísi á degi hverjum og sækja sér fréttir og afþreyingu af ýmsum toga. Nýr viðskiptamiðill verður viðbót við þá flóru. „Við erum spennt fyrir því að hefja nýjan kafla í sögu Vísis þar sem vandaðar viðskiptafréttir í fremstu röð verða í boði fyrir áskrifendur. Þetta er þróun sem hefur rutt sér til rúms meðal fréttamiðla víða um heim síðustu ár og virðist komin til að vera. Við höfum fulla trú á því að lesendur muni taka þátt í þessu ferðalagi með okkur,“ segir Tinni Sveinsson, ritstjóri Vísis. Vistaskipti Fjölmiðlar Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Öll þrjú hafa víðtæka reynslu úr fjölmiðlum. Hörður sem ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og þar áður viðskiptaritstjóri DV og viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu. „Við erum mjög ánægð að fá þau Hörð, Ólöfu og Þorstein til liðs við okkur. Þau eru fantagóðir blaðamenn sem munu lyfta upp umfjöllun um viðskipti í miðlum okkar. Vísir hefur vaxið jafnt og þétt og þessi ákvörðun er hluti af þeirri vegferð að efla hann enn frekar,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. Fremstur í flokki Hörður segist fullur tilhlökkunar að móta áskriftarmiðil undir hatti Vísis og fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. „Miðillinn ætlar sér að vera fremstur í flokki þegar kemur að umfjöllun um íslenskt viðskiptalíf og skapa þannig virði fyrir lesendur sem ekki verður fundið með sama hætti á öðrum miðlum hérlendis. Leitast verður við að færa umgjörð fréttaflutnings um viðskipti, efnahagsmál og stjórnmál nær því sem þekkist á faglegum viðskiptamiðlum í helstu nágrannaríkjum,“ segir Hörður. Ólöf er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og blaðamaður um árabil en hún hefur að undanförnu gegnt starfi samskiptastjóra Samtaka atvinnulífsins. Þorsteinn Friðrik hefur starfað bæði á Fréttablaðinu og á Morgunblaðinu síðustu ár. „Vísir er nú þegar mest lesni vefur landsins og hluti af öflugri fjölmiðlaflóru Stöðvar 2 og Vodafone. Okkar nýi miðill mun leggja áherslu á fréttir af viðskiptum, ásamt stjórnmálum innanlands, og auka enn frekar þjónustu við lesendur Vísis og annarra miðla fyrirtækisins. Við hlökkum til að takast á við krefjandi verkefni og móta nýja miðilinn sem sækir fyrirmynd sína meðal annars til Norðurlanda og Bretlands,“ segir Ólöf. Nýr kafli í sögu Vísis Tæplega 200 þúsund manns heimsækja Vísi á degi hverjum og sækja sér fréttir og afþreyingu af ýmsum toga. Nýr viðskiptamiðill verður viðbót við þá flóru. „Við erum spennt fyrir því að hefja nýjan kafla í sögu Vísis þar sem vandaðar viðskiptafréttir í fremstu röð verða í boði fyrir áskrifendur. Þetta er þróun sem hefur rutt sér til rúms meðal fréttamiðla víða um heim síðustu ár og virðist komin til að vera. Við höfum fulla trú á því að lesendur muni taka þátt í þessu ferðalagi með okkur,“ segir Tinni Sveinsson, ritstjóri Vísis.
Vistaskipti Fjölmiðlar Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira