Fólkið fyrst, svo kerfið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 29. ágúst 2021 15:00 Gangi spár eftir verður rúmlega helmingur þeirra barna sem nú fæðast 105 ára. Það er ótrúlegt, sérstaklega þegar haft er í huga að fyrir liðlega hundrað árum var meðalævilengd Íslendinga um 55 ár! Við lifum lengur en fyrri kynslóðir sem er hið besta mál. Fjölgun eldri borgara og lækkandi fæðingartíðni mun hins vegar kalla á nýjar áskoranir. Sífellt færri á vinnumarkaði munu bera uppi velferðarkerfi heilbrigðis, umönnunar og þjónustu við þá sem eldri eru. Eftir því sem hlutfallslega fleiri eldast eykst þörf þeirra fyrir þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þessa gætir reyndar nú þegar, en nær daglega fáum við fréttir af því að heilbrigðiskerfið ráði varla við verkefnin sem því er falið að sinna. Eðlilegt er þá að spyrja sig hvort að kerfið muni ráða við fleiri og stærri verkefni sem blasa við næstu ár og áratugi? Í mínum huga hefur lengi verið kristaltært að við ráðum ekki við auknar kröfur í heilbrigðiskerfinu, nema með mun meiri samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda hafa framlög ríkisins til heilbrigðiskerfisins aukist um tugi milljarða króna. Umræðan snýst samt að mestu leyti um að meira þurfi að koma til. Fjárveitingavaldið vill eðlilega staldra við og spyrja hvort ferðin sé án fyrirheits? Má ekki spyrja hvað fæst fyrir alla milljarðana frekar en biðja bara um meira fjármagn? Við skulum horfast í augu við veruleikann, staldra við og ræða stöðuna. Við mér blasir nauðsyn á ferskum hugmyndum og grundvallarbreytingum í heilbrigðiskerfinu í þágu fólksins og sjúklinganna en ekki sjálfs kerfisins sem slíks. Við verðum að hafa þor til að viðurkenna að við getum ekki haldið áfram för án þess að leiðrétta kompásinn. Okkur ber skylda til að setja fólkið í landinu og hina sjúku sérstaklega í fyrsta sæti og tryggja rétt þeirra til þjónustu. Við Sjálfstæðismenn viljum að sjúklingar njóti þjónustutryggingar sem veiti þeim rétt til úrlausnar sinna mála innan ákveðins tímaramma. Það þýðir að standa verður við útgefin viðmið um viðunandi biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu. Ef sjúklingur fær til að mynda ekki aðgerð eða meðferð hjá sérfræðilækni í opinbera kerfinu, á tilteknum tíma frá greiningu, er honum heimilt að leita læknishjálpar utan opinbera kerfisins og féð fylgir viðkomandi. Þannig er réttur sjúklinga tryggður. Fólkið á að eiga raunverulegt val um kosti sem þegar eru fyrir hendi. Það telst ekki raunverulegt val ef kostirnir eru annars vegar þeir að bíða misserum saman eftir liðskiptaaðgerð í opinbera kerfinu en hins vegar að borga aðgerðina úr eigin vasa á einkareknu sjúkrahúsi til að fá bót meina sinna. Við erum sammála um að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi sem jafnast á við það besta í heiminum, hvort sem litið er til mannauðs, tækni eða skilvirkni. Við erum sömuleiðis sammála um að vilja að heilbrigðiskerfið okkar sé fyrir alla, óháð stöðu eða efnahag. Núna er það því miður svo að þau sem hafa meira á milli handanna geta keypt sig frá biðlistum með því að sækja sér heilbrigðisþjónustu út fyrir landsteinana á meðan hinir efnaminni sitja eftir í þjáningu og neyðast til að lifa við skert lífsgæði. Það er óboðlegt og óásættanlegt. Búum til fleiri lausnir og nýtum kraftana sem búa í sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Aukum valfrelsi og setjum sjúklinginn í forgang frekar en kerfið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Gangi spár eftir verður rúmlega helmingur þeirra barna sem nú fæðast 105 ára. Það er ótrúlegt, sérstaklega þegar haft er í huga að fyrir liðlega hundrað árum var meðalævilengd Íslendinga um 55 ár! Við lifum lengur en fyrri kynslóðir sem er hið besta mál. Fjölgun eldri borgara og lækkandi fæðingartíðni mun hins vegar kalla á nýjar áskoranir. Sífellt færri á vinnumarkaði munu bera uppi velferðarkerfi heilbrigðis, umönnunar og þjónustu við þá sem eldri eru. Eftir því sem hlutfallslega fleiri eldast eykst þörf þeirra fyrir þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þessa gætir reyndar nú þegar, en nær daglega fáum við fréttir af því að heilbrigðiskerfið ráði varla við verkefnin sem því er falið að sinna. Eðlilegt er þá að spyrja sig hvort að kerfið muni ráða við fleiri og stærri verkefni sem blasa við næstu ár og áratugi? Í mínum huga hefur lengi verið kristaltært að við ráðum ekki við auknar kröfur í heilbrigðiskerfinu, nema með mun meiri samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda hafa framlög ríkisins til heilbrigðiskerfisins aukist um tugi milljarða króna. Umræðan snýst samt að mestu leyti um að meira þurfi að koma til. Fjárveitingavaldið vill eðlilega staldra við og spyrja hvort ferðin sé án fyrirheits? Má ekki spyrja hvað fæst fyrir alla milljarðana frekar en biðja bara um meira fjármagn? Við skulum horfast í augu við veruleikann, staldra við og ræða stöðuna. Við mér blasir nauðsyn á ferskum hugmyndum og grundvallarbreytingum í heilbrigðiskerfinu í þágu fólksins og sjúklinganna en ekki sjálfs kerfisins sem slíks. Við verðum að hafa þor til að viðurkenna að við getum ekki haldið áfram för án þess að leiðrétta kompásinn. Okkur ber skylda til að setja fólkið í landinu og hina sjúku sérstaklega í fyrsta sæti og tryggja rétt þeirra til þjónustu. Við Sjálfstæðismenn viljum að sjúklingar njóti þjónustutryggingar sem veiti þeim rétt til úrlausnar sinna mála innan ákveðins tímaramma. Það þýðir að standa verður við útgefin viðmið um viðunandi biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu. Ef sjúklingur fær til að mynda ekki aðgerð eða meðferð hjá sérfræðilækni í opinbera kerfinu, á tilteknum tíma frá greiningu, er honum heimilt að leita læknishjálpar utan opinbera kerfisins og féð fylgir viðkomandi. Þannig er réttur sjúklinga tryggður. Fólkið á að eiga raunverulegt val um kosti sem þegar eru fyrir hendi. Það telst ekki raunverulegt val ef kostirnir eru annars vegar þeir að bíða misserum saman eftir liðskiptaaðgerð í opinbera kerfinu en hins vegar að borga aðgerðina úr eigin vasa á einkareknu sjúkrahúsi til að fá bót meina sinna. Við erum sammála um að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi sem jafnast á við það besta í heiminum, hvort sem litið er til mannauðs, tækni eða skilvirkni. Við erum sömuleiðis sammála um að vilja að heilbrigðiskerfið okkar sé fyrir alla, óháð stöðu eða efnahag. Núna er það því miður svo að þau sem hafa meira á milli handanna geta keypt sig frá biðlistum með því að sækja sér heilbrigðisþjónustu út fyrir landsteinana á meðan hinir efnaminni sitja eftir í þjáningu og neyðast til að lifa við skert lífsgæði. Það er óboðlegt og óásættanlegt. Búum til fleiri lausnir og nýtum kraftana sem búa í sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Aukum valfrelsi og setjum sjúklinginn í forgang frekar en kerfið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun