Sjóðsstaða sterkari en áætlað var þrátt fyrir fjórðu bylgjuna Eiður Þór Árnason skrifar 31. ágúst 2021 19:18 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Handbært fé frá rekstri flugfélagsins Play er meira en áætlanir gerðu ráð fyrir eftir fyrri árshelming. Þá er sjóðsstaða sterkari og eftirspurn eftir flugi sögð vaxandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem kynnir árshlutauppgjör sitt á morgun. Rúmlega 17.300 farþegar flugu með Play í ágúst, sem eru nærri tvöfalt fleiri en í júlí. Að sögn stjórnenda gengur undirbúningur vel fyrir fyrirhugað flug til Norður-Ameríku og tengiflug næsta vor. Betri kjör færsluhirða, sem mátti rekja til sterkrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins og vel heppnuðu upphafi rekstrar, eigi meðal annars þátt í því að auka handbært fé frá rekstri. Búið er að ganga frá leigu á sex nýjum flugvélum og áætlar félagið að stækka flota Play úr þremur flugvélum í níu fyrir sumarið 2023. Þá er félagið langt á veg komið í viðræðum um leigu á tíundu flugvélinni. Kjör á þessum samningum eru betri en gert var ráð fyrir í viðskiptaáætlunum félagsins, að sögn Play. Reikna með tvöfaldri sætanýtingu í september Tíðar breytingar á ferðatakmörkunum af hálfu stjórnvalda og ný bylgja kórónuveirunnar hér á landi í júlí hafði neikvæð áhrif á eftirspurn meðal íslenskra farþega. Viðskiptavinir nýttu sér þá sveigjanlega breytingaskilmála og endurskipulögðu ferðalög sín í nokkrum mæli. Fyrir Play þýddi þetta tekjuflutningur en ekki tap á tekjum. Í júlí flutti félagið 9.899 farþega og sætanýting var 41,7%, að því er fram kemur í tilkynningu. „Ágúst sýndi jákvæð teikn og miðasala jókst á ný. Sætanýting í ágúst var 46,4% og PLAY flutti rúmlega 17.300 farþega, nærri tvöfalt fleiri en í júlí. Tölurnar endurspegla vaxandi eftirspurn íslenskra viðskiptavina í kjölfar fækkandi COVID-19 tilfella. Útlit er fyrir að sætanýting í september muni aukast enn frekar, annan mánuðinn í röð.“ Forgangsatriði að undirbúa Ameríkuflug Play undirritaði í ágúst tvær viljayfirlýsingar við tvo alþjóðlega flugvélaleigusala. Fyrri viljayfirlýsingin er vegna tveggja nýrra A320neo flugvéla af 2020 árgerðinni. Flugvélarnar verða afhentar á fyrsta ársfjórðungi 2022. Seinni viljayfirlýsingin er vegna þriggja A320neo flugvéla og einnar A321neo sem koma í rekstur vorið 2023. Vélarnar eru nýjar og verða afhentar beint frá Airbus fyrir milligöngu flugvélaleigusalans. „Þessar ráðstafanir gera PLAY kleift að nýta hagstæð kjör sem bjóðast við núverandi markaðsaðstæður vegna COVID-19. PLAY verður þannig með sex flugvélar í flotanum vorið 2022 þegar félagið hefur flug vestur um haf.“ Þá standa yfir viðræður um viðbætur við flotann fyrir 2024 og 2025 en hann mun telja 15 vélar í lok árs 2025. Að sögn Play sýna niðurstöður annars ársfjórðungs að allt sé vel á áætlun fyrir VIA viðskiptamódelið sem til stendur að hefjist vorið 2022 en módelið byggist á tengiflugi. „Forgangsmál næstu mánaða verður undirbúningur fyrir flug PLAY til Norður-Ameríku.“ Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem kynnir árshlutauppgjör sitt á morgun. Rúmlega 17.300 farþegar flugu með Play í ágúst, sem eru nærri tvöfalt fleiri en í júlí. Að sögn stjórnenda gengur undirbúningur vel fyrir fyrirhugað flug til Norður-Ameríku og tengiflug næsta vor. Betri kjör færsluhirða, sem mátti rekja til sterkrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins og vel heppnuðu upphafi rekstrar, eigi meðal annars þátt í því að auka handbært fé frá rekstri. Búið er að ganga frá leigu á sex nýjum flugvélum og áætlar félagið að stækka flota Play úr þremur flugvélum í níu fyrir sumarið 2023. Þá er félagið langt á veg komið í viðræðum um leigu á tíundu flugvélinni. Kjör á þessum samningum eru betri en gert var ráð fyrir í viðskiptaáætlunum félagsins, að sögn Play. Reikna með tvöfaldri sætanýtingu í september Tíðar breytingar á ferðatakmörkunum af hálfu stjórnvalda og ný bylgja kórónuveirunnar hér á landi í júlí hafði neikvæð áhrif á eftirspurn meðal íslenskra farþega. Viðskiptavinir nýttu sér þá sveigjanlega breytingaskilmála og endurskipulögðu ferðalög sín í nokkrum mæli. Fyrir Play þýddi þetta tekjuflutningur en ekki tap á tekjum. Í júlí flutti félagið 9.899 farþega og sætanýting var 41,7%, að því er fram kemur í tilkynningu. „Ágúst sýndi jákvæð teikn og miðasala jókst á ný. Sætanýting í ágúst var 46,4% og PLAY flutti rúmlega 17.300 farþega, nærri tvöfalt fleiri en í júlí. Tölurnar endurspegla vaxandi eftirspurn íslenskra viðskiptavina í kjölfar fækkandi COVID-19 tilfella. Útlit er fyrir að sætanýting í september muni aukast enn frekar, annan mánuðinn í röð.“ Forgangsatriði að undirbúa Ameríkuflug Play undirritaði í ágúst tvær viljayfirlýsingar við tvo alþjóðlega flugvélaleigusala. Fyrri viljayfirlýsingin er vegna tveggja nýrra A320neo flugvéla af 2020 árgerðinni. Flugvélarnar verða afhentar á fyrsta ársfjórðungi 2022. Seinni viljayfirlýsingin er vegna þriggja A320neo flugvéla og einnar A321neo sem koma í rekstur vorið 2023. Vélarnar eru nýjar og verða afhentar beint frá Airbus fyrir milligöngu flugvélaleigusalans. „Þessar ráðstafanir gera PLAY kleift að nýta hagstæð kjör sem bjóðast við núverandi markaðsaðstæður vegna COVID-19. PLAY verður þannig með sex flugvélar í flotanum vorið 2022 þegar félagið hefur flug vestur um haf.“ Þá standa yfir viðræður um viðbætur við flotann fyrir 2024 og 2025 en hann mun telja 15 vélar í lok árs 2025. Að sögn Play sýna niðurstöður annars ársfjórðungs að allt sé vel á áætlun fyrir VIA viðskiptamódelið sem til stendur að hefjist vorið 2022 en módelið byggist á tengiflugi. „Forgangsmál næstu mánaða verður undirbúningur fyrir flug PLAY til Norður-Ameríku.“
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira