Ólögmætur stóreignaskattur Teitur Björn Einarsson skrifar 3. september 2021 16:01 Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði. Þvert á það sem Jóhann Páll heldur fram hefur Alþingi ekki mikið og rúmt svigrúm til að skattleggja hvern og einn eins og löggjafanum sýnist. Nægir í þeim efnum að líta til 40. gr og 77. gr. stjórnarskrár Íslands. Þá verður Alþingi að leggja á skatt með lögum að teknu tilliti til jafnræðisreglunnar og eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Fordæmi Hæstaréttar um þessa þýðingarmiklu stjórnskipunarreglu eru mörg. Í dómi Hæstaréttar, nr. 726/2013, var fjallað um lögmæti auðlegðarskattsins, sem vinstri stjórnin kom á tímabundið á árunum 2010 til 2012. Hæstiréttur dæmdi skattinn lögmætan á þeim forsendum að hann væri tímabundinn og líta þyrfti til þeirra aðstæðna sem uppi voru í þjóðfélaginu við fall viðskiptabankanna og tekjuhruns ríkissjóðs. Nánar tiltekið segir í forsendum dómsins um eignarréttarspurninguna: „Við úrlausn um hvort lagaákvæðin um auðlegðarskatt séu stjórnskipulega gild verður að horfa til þess við hvaða aðstæður lögin voru sett og hvert hafi verið markmið þeirra, hvers eðlis skatturinn er og hver sé upphæð hans.“ Hæstiréttur horfði þannig sérstaklega til þeirra fordæmalausu aðstæðna sem uppi voru í þjóðfélaginu og að skatturinn væri tímabundinn. Hæstiréttur tiltekur að löggjafinn hafi rúmt svigrúm til að meta þau sjónarmið sem búa að baki skattlagningu. Um það er ekki deilt. En útfærsla skattsins og upphæð hans verða að rúmast innan þeirra skilyrða sem Hæstiréttur tiltekur í dómnum til að slík skattlagning standist áskilnað stjórnarskrárinnar. Jóhann Páll nefnir sérstaklega að Samfylkingin ætli að nýta svigrúm ríkissjóðs til að efna kosningaloforð sín. Augljóslega liggja þau sjónarmið ekki að baki skattlagningunni að slíkur vandi steðji að ríkissjóði að grípa verði til stóreignaskatts. Þá getur Jóhann Páll þess ekki að slíkur skattur verði tímabundinn. Það er merkilegt að flokkur eins og Samfylkinginn, sem leggur mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, skuli ekki bera meiri virðingu fyrir gildandi stjórnarskrá en raun ber vitni. Rétt er að minna Jóhann Pál á að ef hann nú verður kosinn á þing þá ber honum að vinna drengskaparheit að stjórnarskránni. Hún er í gildi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Björn Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði. Þvert á það sem Jóhann Páll heldur fram hefur Alþingi ekki mikið og rúmt svigrúm til að skattleggja hvern og einn eins og löggjafanum sýnist. Nægir í þeim efnum að líta til 40. gr og 77. gr. stjórnarskrár Íslands. Þá verður Alþingi að leggja á skatt með lögum að teknu tilliti til jafnræðisreglunnar og eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Fordæmi Hæstaréttar um þessa þýðingarmiklu stjórnskipunarreglu eru mörg. Í dómi Hæstaréttar, nr. 726/2013, var fjallað um lögmæti auðlegðarskattsins, sem vinstri stjórnin kom á tímabundið á árunum 2010 til 2012. Hæstiréttur dæmdi skattinn lögmætan á þeim forsendum að hann væri tímabundinn og líta þyrfti til þeirra aðstæðna sem uppi voru í þjóðfélaginu við fall viðskiptabankanna og tekjuhruns ríkissjóðs. Nánar tiltekið segir í forsendum dómsins um eignarréttarspurninguna: „Við úrlausn um hvort lagaákvæðin um auðlegðarskatt séu stjórnskipulega gild verður að horfa til þess við hvaða aðstæður lögin voru sett og hvert hafi verið markmið þeirra, hvers eðlis skatturinn er og hver sé upphæð hans.“ Hæstiréttur horfði þannig sérstaklega til þeirra fordæmalausu aðstæðna sem uppi voru í þjóðfélaginu og að skatturinn væri tímabundinn. Hæstiréttur tiltekur að löggjafinn hafi rúmt svigrúm til að meta þau sjónarmið sem búa að baki skattlagningu. Um það er ekki deilt. En útfærsla skattsins og upphæð hans verða að rúmast innan þeirra skilyrða sem Hæstiréttur tiltekur í dómnum til að slík skattlagning standist áskilnað stjórnarskrárinnar. Jóhann Páll nefnir sérstaklega að Samfylkingin ætli að nýta svigrúm ríkissjóðs til að efna kosningaloforð sín. Augljóslega liggja þau sjónarmið ekki að baki skattlagningunni að slíkur vandi steðji að ríkissjóði að grípa verði til stóreignaskatts. Þá getur Jóhann Páll þess ekki að slíkur skattur verði tímabundinn. Það er merkilegt að flokkur eins og Samfylkinginn, sem leggur mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, skuli ekki bera meiri virðingu fyrir gildandi stjórnarskrá en raun ber vitni. Rétt er að minna Jóhann Pál á að ef hann nú verður kosinn á þing þá ber honum að vinna drengskaparheit að stjórnarskránni. Hún er í gildi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar