Einstaklingar með ofurkrafta Hólmfríður Árnadóttir skrifar 4. september 2021 07:00 Eitt af því sem við höfum öðlast meiri þekkingu um á síðustu árum er ADHD. ADHD er skilgreint sem röskun á boðefnakerfi heila á stöðvum sem gegna hlutverki við stjórn hegðunar. Hversu mikil áhrif röskunin hefur á líf þeirra með ADHD og hvernig röskunin kemur til með að þróast er hins vegar afleiðing af samspili fólks og umhverfis. Það sem einkennir oft fólk með ADHD er hömluleysi og hvatvísi en um leið frumkvæði og hröð hugsun ef viðkomandi hefur náð tökum á þeim frumkröftum sem einkenna ADHD. ADHD getur nefnilega verið ofurkrafturinn sem þarf til að ná langt, hugsunin er fljót, framkvæmd án hiks og hugmyndirnar ótalmargar. Þegar kemur að því að virkja þær þarf viðkomandi oft stuðning og þar þarf að huga að styrkleikum og áhugamálum, greind, alvarleika einkenna, samskiptum og félagslegri stöðu. 50-70% þeirra sem greinast með ADHD, oftast á grunnskólaárum, eru enn með einkenni á fullorðinsárum og þeim vegnar misvel, allt háð því hve snemma og hversu góðan stuðning þau fengu á skólagöngu sinni. Einstaklingar með ADHD eru eins ólíkir og aðrir einstaklingar og eiga sannarlega rétt á sömu tækifærum, þjónustu og virðingu og við öll. Um leið og við lítum á krafta og hæfileika einstaklinga með ADHD með jákvæðum augum drögum við úr hættu á að þeir leiðist út í andfélagslega hegðun og neyslu á unglingsárum og um leið eflum við sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Það er gríðarlega mikilvægt því þetta er hópur sem rekur sig oft á, gerir mistök og fær fæst tækifæri til að læra af þeim því þau eiga það til að vera ofsafengnari en aðrir. Til eru vel þekktar leiðir til að draga úr einkennum og halda kröftum þannig að hægt sé að nýta þá á jákvæðan hátt og þeir valdi ekki alvarlegri félagslegri og hugrænni vanlíðan. Um leið er ADHD alls ekki eina röskunin eða sérþörfin sem hefur verið skilgreind og huga þarf vel að þeim öllum í skólagöngu og uppeldi barna og ungmenna sem og þátttöku fullorðinna í lífi og störfum. Lengi hefur verið kallað eftir því að skólakerfið mæti þessum hópi barna og ungmenna með viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Mjög mikilvægt er að kennarar hafi færni og hæfni til að mæta þeim og geri það í samráði við fjölskyldu nemenda, enda eru foreldrar helstu sérfræðingar í málum eigin barna, stoðþjónustu og einstaklingana sjálfa. Kennsluaðferðir og umhverfi þarf að aðlaga að hverjum einstaklingi enda skýrt kveðið á um það í lögum að öll börn eigi rétt á þjónustu og námi við hæfi og ekki þurfi greiningar til enda kennarar fagfólk sem hæglega geta mætt þörfum allra barna hafi þeir aðgang að stoðþjónustu og úrræðum við hæfi. Þar kemur til þverfagleg teymisvinna og samþættar aðferðir í nærumhverfi nemenda. Þá erum við komin að kjarna málsins sem eru stoðþjónusta í grunn- og framhaldsskólum landsins og þau úrræði sem stjórnendur og kennarar geta leitað til. Á tímum breyttrar samfélagsmyndar er kominn tími á skólakerfið. Það þarf að rúma sálfræðinga, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa og félagsráðgjafa, samstilla félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntun á þverfaglegan hátt svo líðan barna og ungmenna og það stoðkerfi sem þau eiga sannarlega rétt á sé í boði fyrir öll um land allt. Þessi hópur er til að mynda áberandi þegar kemur að skólaforðun í grunnskóla og brotthvarfi úr námi í framhaldsskóla. Þá greinast þó nokkuð margir, sérstaklega konur, seinna á lífsleiðinni sem getur komið niður á atvinnuþátttöku og líðan með tilheyrandi fylgikvillum líkt og örorku. Byrjum fyrr að aðstoða og koma á úrræðum fyrir börn, styðjum þau í gegn um skólakerfið með styttingu biðlista í greiningar með tilheyrandi ráðgjöf og eflingu skóla- og heilsugæslu með aðgangi að geðteymum og öflugri stoðþjónustu skólanna. Búum svo um hnútana að þegar fullorðinsárin taki við og fólk með ofurkrafta fari út í lífið liti það heiminn fullt sjálfstrausts og með sterka sjálfsmynd. Því eins og segir í kosningaáherslum okkar Vinstri grænna; tækifæri framtíðar byggjast á að við öll getum ræktað hæfileika okkar, ekki má líða mismunun á fólki og síðast en ekki síst er það hlutverk opinberrar þjónustu, mennta- og velferðarkerfis að stuðla að jöfnuði og félagslegu réttlæti. Höfundur er menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem við höfum öðlast meiri þekkingu um á síðustu árum er ADHD. ADHD er skilgreint sem röskun á boðefnakerfi heila á stöðvum sem gegna hlutverki við stjórn hegðunar. Hversu mikil áhrif röskunin hefur á líf þeirra með ADHD og hvernig röskunin kemur til með að þróast er hins vegar afleiðing af samspili fólks og umhverfis. Það sem einkennir oft fólk með ADHD er hömluleysi og hvatvísi en um leið frumkvæði og hröð hugsun ef viðkomandi hefur náð tökum á þeim frumkröftum sem einkenna ADHD. ADHD getur nefnilega verið ofurkrafturinn sem þarf til að ná langt, hugsunin er fljót, framkvæmd án hiks og hugmyndirnar ótalmargar. Þegar kemur að því að virkja þær þarf viðkomandi oft stuðning og þar þarf að huga að styrkleikum og áhugamálum, greind, alvarleika einkenna, samskiptum og félagslegri stöðu. 50-70% þeirra sem greinast með ADHD, oftast á grunnskólaárum, eru enn með einkenni á fullorðinsárum og þeim vegnar misvel, allt háð því hve snemma og hversu góðan stuðning þau fengu á skólagöngu sinni. Einstaklingar með ADHD eru eins ólíkir og aðrir einstaklingar og eiga sannarlega rétt á sömu tækifærum, þjónustu og virðingu og við öll. Um leið og við lítum á krafta og hæfileika einstaklinga með ADHD með jákvæðum augum drögum við úr hættu á að þeir leiðist út í andfélagslega hegðun og neyslu á unglingsárum og um leið eflum við sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Það er gríðarlega mikilvægt því þetta er hópur sem rekur sig oft á, gerir mistök og fær fæst tækifæri til að læra af þeim því þau eiga það til að vera ofsafengnari en aðrir. Til eru vel þekktar leiðir til að draga úr einkennum og halda kröftum þannig að hægt sé að nýta þá á jákvæðan hátt og þeir valdi ekki alvarlegri félagslegri og hugrænni vanlíðan. Um leið er ADHD alls ekki eina röskunin eða sérþörfin sem hefur verið skilgreind og huga þarf vel að þeim öllum í skólagöngu og uppeldi barna og ungmenna sem og þátttöku fullorðinna í lífi og störfum. Lengi hefur verið kallað eftir því að skólakerfið mæti þessum hópi barna og ungmenna með viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Mjög mikilvægt er að kennarar hafi færni og hæfni til að mæta þeim og geri það í samráði við fjölskyldu nemenda, enda eru foreldrar helstu sérfræðingar í málum eigin barna, stoðþjónustu og einstaklingana sjálfa. Kennsluaðferðir og umhverfi þarf að aðlaga að hverjum einstaklingi enda skýrt kveðið á um það í lögum að öll börn eigi rétt á þjónustu og námi við hæfi og ekki þurfi greiningar til enda kennarar fagfólk sem hæglega geta mætt þörfum allra barna hafi þeir aðgang að stoðþjónustu og úrræðum við hæfi. Þar kemur til þverfagleg teymisvinna og samþættar aðferðir í nærumhverfi nemenda. Þá erum við komin að kjarna málsins sem eru stoðþjónusta í grunn- og framhaldsskólum landsins og þau úrræði sem stjórnendur og kennarar geta leitað til. Á tímum breyttrar samfélagsmyndar er kominn tími á skólakerfið. Það þarf að rúma sálfræðinga, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa og félagsráðgjafa, samstilla félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntun á þverfaglegan hátt svo líðan barna og ungmenna og það stoðkerfi sem þau eiga sannarlega rétt á sé í boði fyrir öll um land allt. Þessi hópur er til að mynda áberandi þegar kemur að skólaforðun í grunnskóla og brotthvarfi úr námi í framhaldsskóla. Þá greinast þó nokkuð margir, sérstaklega konur, seinna á lífsleiðinni sem getur komið niður á atvinnuþátttöku og líðan með tilheyrandi fylgikvillum líkt og örorku. Byrjum fyrr að aðstoða og koma á úrræðum fyrir börn, styðjum þau í gegn um skólakerfið með styttingu biðlista í greiningar með tilheyrandi ráðgjöf og eflingu skóla- og heilsugæslu með aðgangi að geðteymum og öflugri stoðþjónustu skólanna. Búum svo um hnútana að þegar fullorðinsárin taki við og fólk með ofurkrafta fari út í lífið liti það heiminn fullt sjálfstrausts og með sterka sjálfsmynd. Því eins og segir í kosningaáherslum okkar Vinstri grænna; tækifæri framtíðar byggjast á að við öll getum ræktað hæfileika okkar, ekki má líða mismunun á fólki og síðast en ekki síst er það hlutverk opinberrar þjónustu, mennta- og velferðarkerfis að stuðla að jöfnuði og félagslegu réttlæti. Höfundur er menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun