Hefur ekki hitt eina konu sem styður lögin Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2021 21:28 Kristín og eiginmaður hennar, Paul Evans. úr einkasafni Íslensk kona búsett í Texas hefur þungar áhyggjur af umdeildum lögum sem banna nær alfarið þungunarrof í ríkinu. Hún telur meirihluta Texasbúa andsnúna lögunum. Með lögunum, sem kölluð eru „hjartsláttarlög“, er þungunarrof bannað eftir að „hjartsláttur“ fósturs er greinanlegur, sem er í kringum sjöttu viku meðgöngu. Það er áður en flestar konur átta sig á því að þær eru óléttar. Kristín Gestsdóttir hefur búið í Houston í Texas ásamt eiginmanni sínum, Paul Evans, og tveimur dætrum, Holly Lilju og Kate Ísafold, í tíu ár. „Maður er náttúrulega í hálfgerðu sjokki, þetta kom svo fljótt að og það eru búin að vera svo mörg lög og þau eru að vissu leyti öll tengd,“ segir Kristín og vísar þar til þess að reynt hafi verið að koma á sambærilegum lögum í öðrum ríkjum en alríkisdómstólar fellt þau úr gildi - þar til nú í vikunni. Repúblikanar í Texas sömdu lögin enda sérstaklega til að gera alríkisdómstólum erfitt að stöðva gildistöku þeirra. „En þetta þýðir náttúrulega að það er búið að banna fóstureyðingar í Texas,“ segir Kristín. Hún bendir á að þeir Texas-búar sem tilkynna þungunarrof geti átt rétt á umbun að jafnvirði 1,3 milljón íslenskra króna. „Þeir eru búnir að setja upp vefsíðu þar sem þú getur beðið um að kæra nágranna þinn sem vill fara í fóstureyðingu eða hefur farið [í fóstureyðingu],“ segir Kristín. „En maður hefur áhyggjur af því að þetta færist yfir á svarta markaðinn, hvernig á maður að fá fóstureyðingu? Og svo er heilbrigðiskerfið eins og það er, þú þarft að eiga peninga til að geta farið til læknis. Það er eiginlega það sem maður hræðist mest. Þú sérð hvað fólk getur orðið reitt yfir þessu, og mínar stelpur eru akkúrat að koma á þann aldur, hver veit þær gætu þurft á þessu að halda?“ Kristín lýsir því að gjá hafi myndast milli repúblikana sem settu lögin og almennings í Texas. „Meirihlutinn er á móti þessu þegar þú spyrð almenning. Ég hef ekki hitt neina konu sem eru með þessu, meira að segja kaþólskt trúaðar konur.“ Bandaríkin Þungunarrof Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. 3. september 2021 11:45 Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01 Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Með lögunum, sem kölluð eru „hjartsláttarlög“, er þungunarrof bannað eftir að „hjartsláttur“ fósturs er greinanlegur, sem er í kringum sjöttu viku meðgöngu. Það er áður en flestar konur átta sig á því að þær eru óléttar. Kristín Gestsdóttir hefur búið í Houston í Texas ásamt eiginmanni sínum, Paul Evans, og tveimur dætrum, Holly Lilju og Kate Ísafold, í tíu ár. „Maður er náttúrulega í hálfgerðu sjokki, þetta kom svo fljótt að og það eru búin að vera svo mörg lög og þau eru að vissu leyti öll tengd,“ segir Kristín og vísar þar til þess að reynt hafi verið að koma á sambærilegum lögum í öðrum ríkjum en alríkisdómstólar fellt þau úr gildi - þar til nú í vikunni. Repúblikanar í Texas sömdu lögin enda sérstaklega til að gera alríkisdómstólum erfitt að stöðva gildistöku þeirra. „En þetta þýðir náttúrulega að það er búið að banna fóstureyðingar í Texas,“ segir Kristín. Hún bendir á að þeir Texas-búar sem tilkynna þungunarrof geti átt rétt á umbun að jafnvirði 1,3 milljón íslenskra króna. „Þeir eru búnir að setja upp vefsíðu þar sem þú getur beðið um að kæra nágranna þinn sem vill fara í fóstureyðingu eða hefur farið [í fóstureyðingu],“ segir Kristín. „En maður hefur áhyggjur af því að þetta færist yfir á svarta markaðinn, hvernig á maður að fá fóstureyðingu? Og svo er heilbrigðiskerfið eins og það er, þú þarft að eiga peninga til að geta farið til læknis. Það er eiginlega það sem maður hræðist mest. Þú sérð hvað fólk getur orðið reitt yfir þessu, og mínar stelpur eru akkúrat að koma á þann aldur, hver veit þær gætu þurft á þessu að halda?“ Kristín lýsir því að gjá hafi myndast milli repúblikana sem settu lögin og almennings í Texas. „Meirihlutinn er á móti þessu þegar þú spyrð almenning. Ég hef ekki hitt neina konu sem eru með þessu, meira að segja kaþólskt trúaðar konur.“
Bandaríkin Þungunarrof Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. 3. september 2021 11:45 Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01 Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. 3. september 2021 11:45
Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01
Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59