Að skipta kökunni eða stækka? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 6. september 2021 12:31 Það er furðulegt til þess að hugsa að nú þegar Ísland hefur risið hratt og vel upp úr fjármálakreppunni og tekist með sóma á við heimsfaraldur Kórónuveirunnar þá virðist pólitísk umræða margra stjórnmálaflokka snúast nær eingöngu um hvernig skipta eigi kökunni. Hvernig hægt sé að hækka skatta á ákveðin fyrirtæki eða ákveðið fólk til þess að færa fjármuni yfir til annara, eða bara allra hinna. En ég spyr, hvað með framtíð okkar sem lands og þjóðar? Hvernig tryggjum við áframhaldandi velsæld og framgang íslenskrar þjóðar? Er það með boðum og bönnum, skattahækkunum og opinberum millifærslukerfum? Ég held ekki. Áframhaldandi velsæld fólks byggir á öflugu íslensku atvinnulífi og auknum útflutningstekjum. Okkur hefur sannarlega gengið vel sem þjóð að selja fisk, fullnýta hráefni og draga úr kolefnissporum atvinnuvegarins. Við erum svo lánsöm að hafa hér hreina græna orku þannig að hér getum við framleitt t.d. ál með umhverfisvænni hætti en víða annarstaðar í heiminum. Ferðamenn hafa streymt til landsins á síðustu tveimur áratugum og orðið stoð í íslensku atvinnulífi. Ferðamannaiðnaðurinn hefur ekki bara gefið okkur gjaldeyri og fjölgað störfum út um land allt, heldur líka gefið okkur fjölbreytileika í ýmiskonar þjónustu og mannlífi. Fjöldi veitingastaða, kaffihúsa og ýmiskonar afþreying hefur fyrst og síðast orðið til vegna aukins fjölda ferðamanna en gagnast okkur öllum, til að gera lífið skemmtilegra. En til framtíðar getum við ekki einblínt á þessar atvinnugreinar við þurfum að horfa til atvinnuvega sem ekki eru drifnir áfram á auðlindanýtingu. Hugverksiðnaðurinn er framtíðin Hugverksiðnaðurinn er orðinn fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi og í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Hann á alla möguleika á að verða stærsta stoðin. Hugvitið getum við nefnilega endalaust virkjað. Fjölbreytni í gjaldeyrissköpun skiptir máli, eykur stöðugleika og hagvöxt og hjálpar okkur að takast á við sveiflur í ákveðnum atvinnugreinum. Með markvissum aðgerðum stjórnvalda hefur verið byggt undir þennan iðnað. Með hvötum til rannsóknar og nýsköpunar hafa fleiri fyrirtæki orðið til. Það sem skiptir miklu máli er að fyrirtæki velji að vera staðsett á Íslandi. Það að Ísland sé ákjósanlegur staður til að staðsetja fyrirtæki, sem vinna við rannsóknir og nýsköpun, er eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert fyrir framtíð okkar og barna okkar. Þannig erum við að tryggja áframhaldandi öflugt atvinnulíf sem er forsenda velsældar heimilanna í landinu. Þannig erum við líka að fjölga atvinnutækifærum og gera Ísland að ákjósanlegum stað til að búa á til langrar framtíðar. Með öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi skapast skilyrði til að þjónusta íbúa á öllum aldri með enn betra heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og löggæslu. Munum hvaðan peningarnir sem frambjóðendur tala nú um að verja í ýmiskonar málaflokka koma. Verum skynsöm og nýtum krafta okkar í að tryggja hér gott umhverfi fyrir atvinnulífið, fyrir nýsköpun, rannsóknir og skapandi greinar í stað þess að eyða kröftunum í allskonar formúlur og krúsidúllur um yfirfærslu fjármuna frá þeim „ríku“ til þeirra sem eru ekki mjög ríkir. Það er reyndar nokkuð örugg leið til að tryggja að hinir fjársterku velji að búa annarstaðar og skili þar af leiðandi litlu sem engu til íslensks samfélags. Setjum X við D og tryggjum bjarta framtíð lands og þjóðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er furðulegt til þess að hugsa að nú þegar Ísland hefur risið hratt og vel upp úr fjármálakreppunni og tekist með sóma á við heimsfaraldur Kórónuveirunnar þá virðist pólitísk umræða margra stjórnmálaflokka snúast nær eingöngu um hvernig skipta eigi kökunni. Hvernig hægt sé að hækka skatta á ákveðin fyrirtæki eða ákveðið fólk til þess að færa fjármuni yfir til annara, eða bara allra hinna. En ég spyr, hvað með framtíð okkar sem lands og þjóðar? Hvernig tryggjum við áframhaldandi velsæld og framgang íslenskrar þjóðar? Er það með boðum og bönnum, skattahækkunum og opinberum millifærslukerfum? Ég held ekki. Áframhaldandi velsæld fólks byggir á öflugu íslensku atvinnulífi og auknum útflutningstekjum. Okkur hefur sannarlega gengið vel sem þjóð að selja fisk, fullnýta hráefni og draga úr kolefnissporum atvinnuvegarins. Við erum svo lánsöm að hafa hér hreina græna orku þannig að hér getum við framleitt t.d. ál með umhverfisvænni hætti en víða annarstaðar í heiminum. Ferðamenn hafa streymt til landsins á síðustu tveimur áratugum og orðið stoð í íslensku atvinnulífi. Ferðamannaiðnaðurinn hefur ekki bara gefið okkur gjaldeyri og fjölgað störfum út um land allt, heldur líka gefið okkur fjölbreytileika í ýmiskonar þjónustu og mannlífi. Fjöldi veitingastaða, kaffihúsa og ýmiskonar afþreying hefur fyrst og síðast orðið til vegna aukins fjölda ferðamanna en gagnast okkur öllum, til að gera lífið skemmtilegra. En til framtíðar getum við ekki einblínt á þessar atvinnugreinar við þurfum að horfa til atvinnuvega sem ekki eru drifnir áfram á auðlindanýtingu. Hugverksiðnaðurinn er framtíðin Hugverksiðnaðurinn er orðinn fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi og í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Hann á alla möguleika á að verða stærsta stoðin. Hugvitið getum við nefnilega endalaust virkjað. Fjölbreytni í gjaldeyrissköpun skiptir máli, eykur stöðugleika og hagvöxt og hjálpar okkur að takast á við sveiflur í ákveðnum atvinnugreinum. Með markvissum aðgerðum stjórnvalda hefur verið byggt undir þennan iðnað. Með hvötum til rannsóknar og nýsköpunar hafa fleiri fyrirtæki orðið til. Það sem skiptir miklu máli er að fyrirtæki velji að vera staðsett á Íslandi. Það að Ísland sé ákjósanlegur staður til að staðsetja fyrirtæki, sem vinna við rannsóknir og nýsköpun, er eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert fyrir framtíð okkar og barna okkar. Þannig erum við að tryggja áframhaldandi öflugt atvinnulíf sem er forsenda velsældar heimilanna í landinu. Þannig erum við líka að fjölga atvinnutækifærum og gera Ísland að ákjósanlegum stað til að búa á til langrar framtíðar. Með öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi skapast skilyrði til að þjónusta íbúa á öllum aldri með enn betra heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og löggæslu. Munum hvaðan peningarnir sem frambjóðendur tala nú um að verja í ýmiskonar málaflokka koma. Verum skynsöm og nýtum krafta okkar í að tryggja hér gott umhverfi fyrir atvinnulífið, fyrir nýsköpun, rannsóknir og skapandi greinar í stað þess að eyða kröftunum í allskonar formúlur og krúsidúllur um yfirfærslu fjármuna frá þeim „ríku“ til þeirra sem eru ekki mjög ríkir. Það er reyndar nokkuð örugg leið til að tryggja að hinir fjársterku velji að búa annarstaðar og skili þar af leiðandi litlu sem engu til íslensks samfélags. Setjum X við D og tryggjum bjarta framtíð lands og þjóðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun