Framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu Jóna Bjarnadóttir og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifa 8. september 2021 12:31 Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem framleiðir yfir 70% af allri raforku í landinu. Við framleiðum rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum sem hefur eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 g, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. En hvert er framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu? Hvaða hráefni er verið að nota, hvaða úrgangur verður til, hvar eiga áhrifin sér stað og hvað erum við að gera til að draga úr þeim? Í orkuvinnslunni sjálfri eru lykilhráefnin vatn, gufa og vindur. Allt hráefni sem eru nýtt á staðnum og skilað strax til baka út í sína náttúrlegu ferla (vatnshringrásin og veðrakerfin) þar sem það nýtist aftur og aftur. Í vatnsaflinu rennur vatn í gegnum vélarnar á leið sinni af hálendinu til sjávar, í jarðvarmanum er notað vatn sem hefur hitnað á ferð sinni um heitt berg í iðrum jarðar líka á leiðinni til sjávar og vindinn þekkjum við svo öll, enda nóg af honum hér á landi. Við getum nýtt endurnýjanlegu auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Það er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Það er mikilvægt að ná að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan spilar því stórt hlutverk í hringrás auðlinda auk þess að vera grundvöllur endurnýtingar auðlinda í annarri framleiðslu. Mestu áhrifin geta verið langt í burtu Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu, og í auknum mæli í samgöngum. Hér er virði grænu orkunnar mikið í hringrásarhagkerfinu þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnispor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. En vissulega er virkjun náttúruauðlinda inngrip í náttúruna og það þarf ýmis aðföng til uppbyggingar virkjana og reksturs fyrirtækisins ásamt því sem úrgangur fellur til. Við leggjum mikla áherslu á að þekkja áhrifin í gegnum alla virðiskeðjuna og horfa til vistvænna lausna, minnka vistspor vegna innkaupa á vörum og þjónustu og draga úr myndun úrgangs. Það er ekki hægt að horfa eingöngu til áhrifa eða losunar á okkar starfssvæðum heldur þarf að horfa á allan feril vörunnar frá upphafi til enda. Við höfum ráðist í ítarlegar greiningar, til að fá upplýsingar um hvar við getum náð mestum árangri við að draga úr áhrifum á umhverfi og loftslag vegna starfsemi okkar. Niðurstöðurnar nýtum við til að vinna markvisst að því að minnka sóun og auka endurnýtingu. Sem dæmi veljum við vörur og þjónustu með sem minnst vistspor og nýtum svokallað innra kolefnisverð til að meta tilboð í ákveðnar vörutegundir út frá kolefnisspori vörunnar. Það sem telur mest íokkar starfsemi eru innkaup á búnaði, stáli, steypu og notkun olíu og bensíns á framkvæmdatíma. En við vinnum þó að því í allri okkar starfsemi að nýta betur og gefa því sem áður var kannski talinn úrgangur nýtt eða lengra líf. Bætt vistspor vöru og þjónustu Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að framleiða rafmagn með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir orkuna. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr losun vegna starfsemi okkar, hvort heldur sem losunin á sér stað á okkar starfssvæðum eða hjá birgjum okkar og þjónustuaðilum. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir er forstöðumaður loftslags og umhverfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem framleiðir yfir 70% af allri raforku í landinu. Við framleiðum rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum sem hefur eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 g, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. En hvert er framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu? Hvaða hráefni er verið að nota, hvaða úrgangur verður til, hvar eiga áhrifin sér stað og hvað erum við að gera til að draga úr þeim? Í orkuvinnslunni sjálfri eru lykilhráefnin vatn, gufa og vindur. Allt hráefni sem eru nýtt á staðnum og skilað strax til baka út í sína náttúrlegu ferla (vatnshringrásin og veðrakerfin) þar sem það nýtist aftur og aftur. Í vatnsaflinu rennur vatn í gegnum vélarnar á leið sinni af hálendinu til sjávar, í jarðvarmanum er notað vatn sem hefur hitnað á ferð sinni um heitt berg í iðrum jarðar líka á leiðinni til sjávar og vindinn þekkjum við svo öll, enda nóg af honum hér á landi. Við getum nýtt endurnýjanlegu auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Það er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Það er mikilvægt að ná að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan spilar því stórt hlutverk í hringrás auðlinda auk þess að vera grundvöllur endurnýtingar auðlinda í annarri framleiðslu. Mestu áhrifin geta verið langt í burtu Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu, og í auknum mæli í samgöngum. Hér er virði grænu orkunnar mikið í hringrásarhagkerfinu þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnispor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. En vissulega er virkjun náttúruauðlinda inngrip í náttúruna og það þarf ýmis aðföng til uppbyggingar virkjana og reksturs fyrirtækisins ásamt því sem úrgangur fellur til. Við leggjum mikla áherslu á að þekkja áhrifin í gegnum alla virðiskeðjuna og horfa til vistvænna lausna, minnka vistspor vegna innkaupa á vörum og þjónustu og draga úr myndun úrgangs. Það er ekki hægt að horfa eingöngu til áhrifa eða losunar á okkar starfssvæðum heldur þarf að horfa á allan feril vörunnar frá upphafi til enda. Við höfum ráðist í ítarlegar greiningar, til að fá upplýsingar um hvar við getum náð mestum árangri við að draga úr áhrifum á umhverfi og loftslag vegna starfsemi okkar. Niðurstöðurnar nýtum við til að vinna markvisst að því að minnka sóun og auka endurnýtingu. Sem dæmi veljum við vörur og þjónustu með sem minnst vistspor og nýtum svokallað innra kolefnisverð til að meta tilboð í ákveðnar vörutegundir út frá kolefnisspori vörunnar. Það sem telur mest íokkar starfsemi eru innkaup á búnaði, stáli, steypu og notkun olíu og bensíns á framkvæmdatíma. En við vinnum þó að því í allri okkar starfsemi að nýta betur og gefa því sem áður var kannski talinn úrgangur nýtt eða lengra líf. Bætt vistspor vöru og þjónustu Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að framleiða rafmagn með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir orkuna. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr losun vegna starfsemi okkar, hvort heldur sem losunin á sér stað á okkar starfssvæðum eða hjá birgjum okkar og þjónustuaðilum. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir er forstöðumaður loftslags og umhverfis.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun