Framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu Jóna Bjarnadóttir og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifa 8. september 2021 12:31 Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem framleiðir yfir 70% af allri raforku í landinu. Við framleiðum rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum sem hefur eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 g, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. En hvert er framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu? Hvaða hráefni er verið að nota, hvaða úrgangur verður til, hvar eiga áhrifin sér stað og hvað erum við að gera til að draga úr þeim? Í orkuvinnslunni sjálfri eru lykilhráefnin vatn, gufa og vindur. Allt hráefni sem eru nýtt á staðnum og skilað strax til baka út í sína náttúrlegu ferla (vatnshringrásin og veðrakerfin) þar sem það nýtist aftur og aftur. Í vatnsaflinu rennur vatn í gegnum vélarnar á leið sinni af hálendinu til sjávar, í jarðvarmanum er notað vatn sem hefur hitnað á ferð sinni um heitt berg í iðrum jarðar líka á leiðinni til sjávar og vindinn þekkjum við svo öll, enda nóg af honum hér á landi. Við getum nýtt endurnýjanlegu auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Það er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Það er mikilvægt að ná að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan spilar því stórt hlutverk í hringrás auðlinda auk þess að vera grundvöllur endurnýtingar auðlinda í annarri framleiðslu. Mestu áhrifin geta verið langt í burtu Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu, og í auknum mæli í samgöngum. Hér er virði grænu orkunnar mikið í hringrásarhagkerfinu þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnispor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. En vissulega er virkjun náttúruauðlinda inngrip í náttúruna og það þarf ýmis aðföng til uppbyggingar virkjana og reksturs fyrirtækisins ásamt því sem úrgangur fellur til. Við leggjum mikla áherslu á að þekkja áhrifin í gegnum alla virðiskeðjuna og horfa til vistvænna lausna, minnka vistspor vegna innkaupa á vörum og þjónustu og draga úr myndun úrgangs. Það er ekki hægt að horfa eingöngu til áhrifa eða losunar á okkar starfssvæðum heldur þarf að horfa á allan feril vörunnar frá upphafi til enda. Við höfum ráðist í ítarlegar greiningar, til að fá upplýsingar um hvar við getum náð mestum árangri við að draga úr áhrifum á umhverfi og loftslag vegna starfsemi okkar. Niðurstöðurnar nýtum við til að vinna markvisst að því að minnka sóun og auka endurnýtingu. Sem dæmi veljum við vörur og þjónustu með sem minnst vistspor og nýtum svokallað innra kolefnisverð til að meta tilboð í ákveðnar vörutegundir út frá kolefnisspori vörunnar. Það sem telur mest íokkar starfsemi eru innkaup á búnaði, stáli, steypu og notkun olíu og bensíns á framkvæmdatíma. En við vinnum þó að því í allri okkar starfsemi að nýta betur og gefa því sem áður var kannski talinn úrgangur nýtt eða lengra líf. Bætt vistspor vöru og þjónustu Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að framleiða rafmagn með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir orkuna. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr losun vegna starfsemi okkar, hvort heldur sem losunin á sér stað á okkar starfssvæðum eða hjá birgjum okkar og þjónustuaðilum. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir er forstöðumaður loftslags og umhverfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem framleiðir yfir 70% af allri raforku í landinu. Við framleiðum rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum sem hefur eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 g, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. En hvert er framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu? Hvaða hráefni er verið að nota, hvaða úrgangur verður til, hvar eiga áhrifin sér stað og hvað erum við að gera til að draga úr þeim? Í orkuvinnslunni sjálfri eru lykilhráefnin vatn, gufa og vindur. Allt hráefni sem eru nýtt á staðnum og skilað strax til baka út í sína náttúrlegu ferla (vatnshringrásin og veðrakerfin) þar sem það nýtist aftur og aftur. Í vatnsaflinu rennur vatn í gegnum vélarnar á leið sinni af hálendinu til sjávar, í jarðvarmanum er notað vatn sem hefur hitnað á ferð sinni um heitt berg í iðrum jarðar líka á leiðinni til sjávar og vindinn þekkjum við svo öll, enda nóg af honum hér á landi. Við getum nýtt endurnýjanlegu auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Það er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Það er mikilvægt að ná að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan spilar því stórt hlutverk í hringrás auðlinda auk þess að vera grundvöllur endurnýtingar auðlinda í annarri framleiðslu. Mestu áhrifin geta verið langt í burtu Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu, og í auknum mæli í samgöngum. Hér er virði grænu orkunnar mikið í hringrásarhagkerfinu þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnispor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. En vissulega er virkjun náttúruauðlinda inngrip í náttúruna og það þarf ýmis aðföng til uppbyggingar virkjana og reksturs fyrirtækisins ásamt því sem úrgangur fellur til. Við leggjum mikla áherslu á að þekkja áhrifin í gegnum alla virðiskeðjuna og horfa til vistvænna lausna, minnka vistspor vegna innkaupa á vörum og þjónustu og draga úr myndun úrgangs. Það er ekki hægt að horfa eingöngu til áhrifa eða losunar á okkar starfssvæðum heldur þarf að horfa á allan feril vörunnar frá upphafi til enda. Við höfum ráðist í ítarlegar greiningar, til að fá upplýsingar um hvar við getum náð mestum árangri við að draga úr áhrifum á umhverfi og loftslag vegna starfsemi okkar. Niðurstöðurnar nýtum við til að vinna markvisst að því að minnka sóun og auka endurnýtingu. Sem dæmi veljum við vörur og þjónustu með sem minnst vistspor og nýtum svokallað innra kolefnisverð til að meta tilboð í ákveðnar vörutegundir út frá kolefnisspori vörunnar. Það sem telur mest íokkar starfsemi eru innkaup á búnaði, stáli, steypu og notkun olíu og bensíns á framkvæmdatíma. En við vinnum þó að því í allri okkar starfsemi að nýta betur og gefa því sem áður var kannski talinn úrgangur nýtt eða lengra líf. Bætt vistspor vöru og þjónustu Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að framleiða rafmagn með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir orkuna. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr losun vegna starfsemi okkar, hvort heldur sem losunin á sér stað á okkar starfssvæðum eða hjá birgjum okkar og þjónustuaðilum. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir er forstöðumaður loftslags og umhverfis.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun