Öruggari með SafeTravel appinu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 8. september 2021 15:30 Nýtt app var kynnt á dögunum sem ætlað er að stuðla að auknu öryggi á ferðalögum hér á landi, SafeTravel appið. Það einfaldar ákvarðanatöku við akstur á Íslandi og veitir upplýsingar í rauntíma um ástand og færð á vegum landsins, á ensku og íslensku. Sambærilegt app hefur ekki verið til fram að þessu. Upplýsingar um ástand vega í rauntíma Lengi hefur verið þörf á að geta með auðveldum hætti fylgst með ástandi vega á Íslandi, sér í lagi yfir vetrartímann. Áhugi Íslendinga á veðrinu er ekki nýtilkominn og stafar ekki hvað síst af nauðsyn. Við sem hér búum þekkjum það vel að veður getur breyst skyndilega og haft áhrif á færð og ferðalög. En erlendir ferðamenn gera sér ekki endilega grein fyrir hversu hratt veður skipast í lofti. Ljóst er að hvort sem um er að ræða heimamenn eða gestkomandi þá kemur sér vel að hafa aðgengilegar upplýsingar um ástand vega í rauntíma. Hvernig virkar appið? SafeTravel appið birtir notendum kort af Íslandi og gerir þeim kleift að merkja inn væntanlega ferð á vegum landsins. Appið teiknar upp leiðina, sýnir ástand vega og varar við ferðalögum ef ófært er einhvers staðar á leiðinni. Þannig má auðveldlega fylgjast með færð á vegum og fá tilkynningar í símann ef aðstæður breytast. SafeTravel appið veitir þessar upplýsingar í rauntíma og notaðir eru litakóðar til að gefa til kynna ástand vega. Nánar er farið í þýðingu mismunandi litakóða í appinu. Viðvaranir og upplýsingar koma síðan fram eftir því sem við á. Í appinu er einnig að finna sniðugt bílpróf sem gott er að renna yfir til að skerpa á kunnáttunni og kynna sér aðstæður í umferðinni. Einnig er listi yfir íslensk vegaskilti og þýðingu þeirra. Appið er hugsað bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn og er því bæði á ensku og íslensku. Íslenskt hugvit Tilgangurinn með gerð appsins er fyrst og fremst að stuðla að öryggi ferðalanga á Íslandi en í SafeTravel appinu sameinast forvarnir, ferðalög, nýsköpun og tækni. Appið er þróað af Stokki hugbúnaðarhúsi í samstarfi við SafeTravel og Sjóvá sem kostar gerð appsins. Vonir standa til að sem flestir nýti sér SafeTravel appið þegar ferðast er um landið en hægt er að sækja appið endurgjaldslaust í App Store eða Google Play. Markmiðið er að allir skili sér heilir heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nýtt app var kynnt á dögunum sem ætlað er að stuðla að auknu öryggi á ferðalögum hér á landi, SafeTravel appið. Það einfaldar ákvarðanatöku við akstur á Íslandi og veitir upplýsingar í rauntíma um ástand og færð á vegum landsins, á ensku og íslensku. Sambærilegt app hefur ekki verið til fram að þessu. Upplýsingar um ástand vega í rauntíma Lengi hefur verið þörf á að geta með auðveldum hætti fylgst með ástandi vega á Íslandi, sér í lagi yfir vetrartímann. Áhugi Íslendinga á veðrinu er ekki nýtilkominn og stafar ekki hvað síst af nauðsyn. Við sem hér búum þekkjum það vel að veður getur breyst skyndilega og haft áhrif á færð og ferðalög. En erlendir ferðamenn gera sér ekki endilega grein fyrir hversu hratt veður skipast í lofti. Ljóst er að hvort sem um er að ræða heimamenn eða gestkomandi þá kemur sér vel að hafa aðgengilegar upplýsingar um ástand vega í rauntíma. Hvernig virkar appið? SafeTravel appið birtir notendum kort af Íslandi og gerir þeim kleift að merkja inn væntanlega ferð á vegum landsins. Appið teiknar upp leiðina, sýnir ástand vega og varar við ferðalögum ef ófært er einhvers staðar á leiðinni. Þannig má auðveldlega fylgjast með færð á vegum og fá tilkynningar í símann ef aðstæður breytast. SafeTravel appið veitir þessar upplýsingar í rauntíma og notaðir eru litakóðar til að gefa til kynna ástand vega. Nánar er farið í þýðingu mismunandi litakóða í appinu. Viðvaranir og upplýsingar koma síðan fram eftir því sem við á. Í appinu er einnig að finna sniðugt bílpróf sem gott er að renna yfir til að skerpa á kunnáttunni og kynna sér aðstæður í umferðinni. Einnig er listi yfir íslensk vegaskilti og þýðingu þeirra. Appið er hugsað bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn og er því bæði á ensku og íslensku. Íslenskt hugvit Tilgangurinn með gerð appsins er fyrst og fremst að stuðla að öryggi ferðalanga á Íslandi en í SafeTravel appinu sameinast forvarnir, ferðalög, nýsköpun og tækni. Appið er þróað af Stokki hugbúnaðarhúsi í samstarfi við SafeTravel og Sjóvá sem kostar gerð appsins. Vonir standa til að sem flestir nýti sér SafeTravel appið þegar ferðast er um landið en hægt er að sækja appið endurgjaldslaust í App Store eða Google Play. Markmiðið er að allir skili sér heilir heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar