Þrettán orð sem breyttu öllu Halldóra Mogensen skrifar 9. september 2021 08:00 „Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Þessi þrettán orð Johann Hari breyttu því hvernig ég hugsaði um vímuefnavanda fólks. Hver rannsóknin á fætur annarri hefur enda sýnt að við manneskjurnar höfum meðfædda þörf fyrir tengsl. Þegar okkur líður vel, þegar við erum heilbrigð og hamingjusöm, þá tengjumst við öðrum. Ef við erum einangruð og líður illa þá tengjumst við einhverju sem veitir tímabundinn létti - eins og vímuefnum. Núverandi refsistefna í vímuefnamálum ýtir undir það síðarnefnda. Hún eykur jaðarsetningu vímuefnanotenda, gerir þeim erfiðara fyrir að tengjast samfélaginu, sem síðan ýtir undir aukinn fíknivanda þeirra. Ég ræddi við Johann Hari á aðalfundi Pírata í ágúst. Spjallið okkar má sjá hér að neðan. Gagnslaust og skaðlegt Það er útilokað að eyða vímuefnum úr samfélaginu. Við gætum varið öllum heimsins peningum og öllum starfskröftum lögreglu í að hafa uppi á efnunum en við myndum samt ekki útrýma þeim. Það sést einfaldlega best í fangelsum landsins. Meira að segja fangar undir strangri öryggisgæslu allan sólarhringinn geta nálgast skammtinn sinn. Við munum aldrei geta upprætt vímuefnin og þau verða hér svo lengi sem það er eftirspurn eftir þeim. Rannsóknir sýna að harðari refsingar í vímuefnamálum draga hins vegar ekki úr eftirspurn. Þrátt fyrir að Filippseyingar gangi meira að segja svo langt að drepa fíkniefnasala og viðskiptavini þeirra þá hefur staðan lítið breyst á eyjunum. Þó svo að við göngum blessunarlega ekki jafn langt í okkar refsistefnu þá er engu að síður ábyrgðalaust að halda áfram stefnu sem er ekki bara gagnslaus, heldur stórkostlega skaðleg. Hún ýtir notendum út á jaðarinn og viðheldur neyð þeirra. Nálgun sem virkar Það er þess vegna sem Píratar vilja hætta að refsa vímuefnanotendum með því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna. Fólk með vímuefnavanda á heima í heilbrigðiskerfinu, ekki dómskerfinu. Píratar hafa alltaf beitt sér fyrir skaðaminnkun, einfaldlega af því að hún virkar. Í stað þess að jaðarsetja fólk sér skaðaminnkun til þess að komið er fram við fólk eins og manneskjur. Skaðaminnkunarnálgun hvetur til virkari þátttöku í samfélaginu og eykur þannig líkur á bata. Við drögum úr andstöðu samfélagsins við vímuefnanotendur, án þess að eyða andstöðunni við vímuefnin sjálf. Píratar vilja draga úr eftirspurn eftir vímuefnum með aðferðum sem virka: Með gagnreyndum forvörnum, fræðslu, viðhalds- og meðferðarúrræðum. Þar þarf sérstaklega að huga að áhrifaþáttum fíknar, svo sem áfalla í æsku og annarra félagslegra þátta. Við viljum setja nýja og mannúðlega stefnu í áfengis- og vímuvörnum samhliða afglæpavæðingu neysluskammta, þar sem áhersla verður lögð á skaðaminnkun, fræðslu og forvarnir. Engin slík stefna er í gildi hjá stjórnvöldum sem stendur. Velsæld og vímuefni Besta forvörnin í vímuefnamálum er þó að uppræta fátækt og neyð. Útrýma því sem einangrar fólk, lætur því líða illa og leiðir til þess að það leitar í tímabundinn létti vímuefnanna. Þess vegna tölum við Píratar fyrir velsældarhagkerfinu sem hvílir á þeirri hugmynd að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Við þurfum fleiri og betri mælikvarða. Eins og hvort auðvelt sé að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Mælikvarðar sem þessir breyta ekki aðeins hvötunum í hagkerfinu og auka gagnsæið, því þá veit fólk hvort skattpeningar þeirra séu raunverulega að bæta samfélagið, heldur stuðla jafnframt að alvöru lausnum gegn vímuefnavandanum. Við sköpum efnahagslegt svigrúm fyrir fólk til að huga að tilgangi og ástríðu, í stað þess að þræla sér út til þess eins að ná ekki einu sinni endum saman. Þannig fyrst getum við ræktað þá þætti samfélagsins sem ýta undir heilbrigða tengslamyndun sem dregur úr vímuefnavandanum, því jú: Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Fíkn Heilbrigðismál Lögreglumál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
„Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Þessi þrettán orð Johann Hari breyttu því hvernig ég hugsaði um vímuefnavanda fólks. Hver rannsóknin á fætur annarri hefur enda sýnt að við manneskjurnar höfum meðfædda þörf fyrir tengsl. Þegar okkur líður vel, þegar við erum heilbrigð og hamingjusöm, þá tengjumst við öðrum. Ef við erum einangruð og líður illa þá tengjumst við einhverju sem veitir tímabundinn létti - eins og vímuefnum. Núverandi refsistefna í vímuefnamálum ýtir undir það síðarnefnda. Hún eykur jaðarsetningu vímuefnanotenda, gerir þeim erfiðara fyrir að tengjast samfélaginu, sem síðan ýtir undir aukinn fíknivanda þeirra. Ég ræddi við Johann Hari á aðalfundi Pírata í ágúst. Spjallið okkar má sjá hér að neðan. Gagnslaust og skaðlegt Það er útilokað að eyða vímuefnum úr samfélaginu. Við gætum varið öllum heimsins peningum og öllum starfskröftum lögreglu í að hafa uppi á efnunum en við myndum samt ekki útrýma þeim. Það sést einfaldlega best í fangelsum landsins. Meira að segja fangar undir strangri öryggisgæslu allan sólarhringinn geta nálgast skammtinn sinn. Við munum aldrei geta upprætt vímuefnin og þau verða hér svo lengi sem það er eftirspurn eftir þeim. Rannsóknir sýna að harðari refsingar í vímuefnamálum draga hins vegar ekki úr eftirspurn. Þrátt fyrir að Filippseyingar gangi meira að segja svo langt að drepa fíkniefnasala og viðskiptavini þeirra þá hefur staðan lítið breyst á eyjunum. Þó svo að við göngum blessunarlega ekki jafn langt í okkar refsistefnu þá er engu að síður ábyrgðalaust að halda áfram stefnu sem er ekki bara gagnslaus, heldur stórkostlega skaðleg. Hún ýtir notendum út á jaðarinn og viðheldur neyð þeirra. Nálgun sem virkar Það er þess vegna sem Píratar vilja hætta að refsa vímuefnanotendum með því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna. Fólk með vímuefnavanda á heima í heilbrigðiskerfinu, ekki dómskerfinu. Píratar hafa alltaf beitt sér fyrir skaðaminnkun, einfaldlega af því að hún virkar. Í stað þess að jaðarsetja fólk sér skaðaminnkun til þess að komið er fram við fólk eins og manneskjur. Skaðaminnkunarnálgun hvetur til virkari þátttöku í samfélaginu og eykur þannig líkur á bata. Við drögum úr andstöðu samfélagsins við vímuefnanotendur, án þess að eyða andstöðunni við vímuefnin sjálf. Píratar vilja draga úr eftirspurn eftir vímuefnum með aðferðum sem virka: Með gagnreyndum forvörnum, fræðslu, viðhalds- og meðferðarúrræðum. Þar þarf sérstaklega að huga að áhrifaþáttum fíknar, svo sem áfalla í æsku og annarra félagslegra þátta. Við viljum setja nýja og mannúðlega stefnu í áfengis- og vímuvörnum samhliða afglæpavæðingu neysluskammta, þar sem áhersla verður lögð á skaðaminnkun, fræðslu og forvarnir. Engin slík stefna er í gildi hjá stjórnvöldum sem stendur. Velsæld og vímuefni Besta forvörnin í vímuefnamálum er þó að uppræta fátækt og neyð. Útrýma því sem einangrar fólk, lætur því líða illa og leiðir til þess að það leitar í tímabundinn létti vímuefnanna. Þess vegna tölum við Píratar fyrir velsældarhagkerfinu sem hvílir á þeirri hugmynd að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Við þurfum fleiri og betri mælikvarða. Eins og hvort auðvelt sé að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Mælikvarðar sem þessir breyta ekki aðeins hvötunum í hagkerfinu og auka gagnsæið, því þá veit fólk hvort skattpeningar þeirra séu raunverulega að bæta samfélagið, heldur stuðla jafnframt að alvöru lausnum gegn vímuefnavandanum. Við sköpum efnahagslegt svigrúm fyrir fólk til að huga að tilgangi og ástríðu, í stað þess að þræla sér út til þess eins að ná ekki einu sinni endum saman. Þannig fyrst getum við ræktað þá þætti samfélagsins sem ýta undir heilbrigða tengslamyndun sem dregur úr vímuefnavandanum, því jú: Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun