Arion mátti krefjast fjárnáms hjá forstjóra United Silicon Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 18:47 Magnús Ólafur Garðarsson daginn sem fyrsta skóflustungan var tekin að verksmiðju United Silicon í Helguvík 27. ágúst 2014. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Héraðsdómur Reykjavíkur gaf Arion banka grænt ljóst á að krefjast fjárnáms í fasteign Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, í mars. Bankinn hefur freistað þess að fá greidda skuld félags í meirihlutaeigu Magnúsar upp á tæpar fimm milljónir króna. Málaferlin vörðuðu einbýlihús við Huldubraut á Kársnesi í Kópavogi sem Magnús lagði að veði til að tryggja skuldir félagsins Tomahawk Development á Íslandi (TDÍ) sem hann átti meirihluta í. Félagið var stofnað í tengslum við uppbyggingu kísilvers United Silicon í Helguvík. Kísilverið fór veg allar veraldar og sat Arion banki eftir með milljarða tap vegna þess. Magnús hefur verið sakaður um milljarða fjársvik. Dómur í máli TDÍ féll í mars en hann var fyrst birtur í dag. Bú TDÍ var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar árið 2019 og Arion lýsti yfir kröfu mánuði síðar. Engar eignir fundust í búinu upp í kröfur sem námu í heildina meira en 105,7 milljónum króna, að því er segir í dóminum. Magnús hélt því fram að Arion hefði sýnt af sér tómlæti við innheimtu lánsins og vísaði til þess að eitt og hálft ár hefði liðið frá því að lánið féll á gjalddaga þar til bankinn reyndi að innheimta það. Þá vildi hann meina að þegar hann greiddi rúmar 1,4 milljónir króna inn á lánið í maí árið 2017 hafi hann rætt við útibússtjóra Arion um að tryggingarbréfi yrði aflýst. Einnig taldi Magnús ósannað að ekkert fengist greitt upp í almennar kröfur í þrotabú TDÍ. Á þetta féllst héraðsdómur ekki. Bankinn hefði reynt að innheimta lánið, án árangurs. Krafa bankans fyrnist heldur ekki, jafnvel þó að hann hefði sýnt af sér tómlæti um að ganga á eftir kröfunni í veðið. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að Arion væri heimilt að krefjast fjárnáms í eign Magnúsar á grundvelli tryggingarbréfsins sem veitti veðið til þess að fá greidda skuld TDÍ. Auk þess þarf Magnús að greiða Arion banka 900.000 krónur í málskostnað. Dómsmál United Silicon Kópavogur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Synjað um endurupptöku á skaðabótamáli United Silicon Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, á máli þar sem hann er sagður hafa verið dæmdur til að greiða þrotabúi kísilversins 1,2 milljarða króna í bætur. 9. júlí 2020 21:03 Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Ekki króna fannst upp í 600 milljóna gjaldþrot fyrirtækis Magnúsar Engar eignir fundust upp í 628 milljóna króna kröfur í þrotabú félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Félagið Brimstone ehf. var úrskurðað gjaldþrota í maí á þessu ári og lauk skiptum þann 4. desember. 16. desember 2019 11:05 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Málaferlin vörðuðu einbýlihús við Huldubraut á Kársnesi í Kópavogi sem Magnús lagði að veði til að tryggja skuldir félagsins Tomahawk Development á Íslandi (TDÍ) sem hann átti meirihluta í. Félagið var stofnað í tengslum við uppbyggingu kísilvers United Silicon í Helguvík. Kísilverið fór veg allar veraldar og sat Arion banki eftir með milljarða tap vegna þess. Magnús hefur verið sakaður um milljarða fjársvik. Dómur í máli TDÍ féll í mars en hann var fyrst birtur í dag. Bú TDÍ var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar árið 2019 og Arion lýsti yfir kröfu mánuði síðar. Engar eignir fundust í búinu upp í kröfur sem námu í heildina meira en 105,7 milljónum króna, að því er segir í dóminum. Magnús hélt því fram að Arion hefði sýnt af sér tómlæti við innheimtu lánsins og vísaði til þess að eitt og hálft ár hefði liðið frá því að lánið féll á gjalddaga þar til bankinn reyndi að innheimta það. Þá vildi hann meina að þegar hann greiddi rúmar 1,4 milljónir króna inn á lánið í maí árið 2017 hafi hann rætt við útibússtjóra Arion um að tryggingarbréfi yrði aflýst. Einnig taldi Magnús ósannað að ekkert fengist greitt upp í almennar kröfur í þrotabú TDÍ. Á þetta féllst héraðsdómur ekki. Bankinn hefði reynt að innheimta lánið, án árangurs. Krafa bankans fyrnist heldur ekki, jafnvel þó að hann hefði sýnt af sér tómlæti um að ganga á eftir kröfunni í veðið. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að Arion væri heimilt að krefjast fjárnáms í eign Magnúsar á grundvelli tryggingarbréfsins sem veitti veðið til þess að fá greidda skuld TDÍ. Auk þess þarf Magnús að greiða Arion banka 900.000 krónur í málskostnað.
Dómsmál United Silicon Kópavogur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Synjað um endurupptöku á skaðabótamáli United Silicon Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, á máli þar sem hann er sagður hafa verið dæmdur til að greiða þrotabúi kísilversins 1,2 milljarða króna í bætur. 9. júlí 2020 21:03 Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Ekki króna fannst upp í 600 milljóna gjaldþrot fyrirtækis Magnúsar Engar eignir fundust upp í 628 milljóna króna kröfur í þrotabú félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Félagið Brimstone ehf. var úrskurðað gjaldþrota í maí á þessu ári og lauk skiptum þann 4. desember. 16. desember 2019 11:05 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Synjað um endurupptöku á skaðabótamáli United Silicon Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, á máli þar sem hann er sagður hafa verið dæmdur til að greiða þrotabúi kísilversins 1,2 milljarða króna í bætur. 9. júlí 2020 21:03
Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56
730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28
Ekki króna fannst upp í 600 milljóna gjaldþrot fyrirtækis Magnúsar Engar eignir fundust upp í 628 milljóna króna kröfur í þrotabú félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Félagið Brimstone ehf. var úrskurðað gjaldþrota í maí á þessu ári og lauk skiptum þann 4. desember. 16. desember 2019 11:05