Hólmurum fjölgar hratt: „Það er bara geggjuð stemmning hérna í bænum” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2021 21:38 Kristjón Daðason er ánægður með lífið í Stykkishólmi. Vísir. Íbúum í Stykkishólmi hefur fjölgað um ríflega hundrað á síðustu fjórum árum, og munar þar mest um barnafjölskyldur. Aðfluttur fjölskyldufaðir í bænum segist njóta lífsins mun betur í kyrrðinni. Íbúar eru nú 1.208 talsins en voru 1.109 árið 2016 og 1.091 árið 2014. Ungt fólk er þar í miklum mæli og ráðast þurfti í umfangsmiklar framkvæmdir á leikskólanum til þess að mæta auknum nemendafjölda. Berglind Axelsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi, segist líka eiga von á frekari fjölgun þar. „Við munum finna fyrir því á næstu árum vegna þess að leikskólinn er alveg sprunginn og það er verið að byggja við hann,” segir Berglind. „Ég myndi segja að við þurfum stærri skóla innan einhvers tíma.” Kyrrðin og áhyggjuleysið er aðdráttarafl Kristjón Daðason er einn þeirra sem nýverið settist að í Stykkishólmi, en það var kyrrðin og áhyggjuleysið sem dró hann þangað. „Ég var búin að vinna í átta ár í Reykjavík og Mosfellsbæ eftir að ég lauk námi í Danmörku og mikil vinna til að hafa í sig og á í Reykjavík og ég var að vinna 160 prósent vinnu, að minnsta kosti, þau ár sem ég var þarna og langaði aðeins að eiga rólegra líf,“ segir Kristjón. Hann viðurkennir að hafa þurft að sannfæra fjölskylduna til að flytja út á land. „Það er erfiðast að sannfæra konuna en eftir eitt sumarið vorum við hér með litla strákinn okkar. Hann fékk bara að leika sér. Eftir þá viku var hún bara til í að flytja,“ segir Kristjón. Og þau sjá ekkert eftir því. „Það er bara geggjuð stemmning hérna í bænum.“ Byggðamál Skóla - og menntamál Stykkishólmur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Íbúar eru nú 1.208 talsins en voru 1.109 árið 2016 og 1.091 árið 2014. Ungt fólk er þar í miklum mæli og ráðast þurfti í umfangsmiklar framkvæmdir á leikskólanum til þess að mæta auknum nemendafjölda. Berglind Axelsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi, segist líka eiga von á frekari fjölgun þar. „Við munum finna fyrir því á næstu árum vegna þess að leikskólinn er alveg sprunginn og það er verið að byggja við hann,” segir Berglind. „Ég myndi segja að við þurfum stærri skóla innan einhvers tíma.” Kyrrðin og áhyggjuleysið er aðdráttarafl Kristjón Daðason er einn þeirra sem nýverið settist að í Stykkishólmi, en það var kyrrðin og áhyggjuleysið sem dró hann þangað. „Ég var búin að vinna í átta ár í Reykjavík og Mosfellsbæ eftir að ég lauk námi í Danmörku og mikil vinna til að hafa í sig og á í Reykjavík og ég var að vinna 160 prósent vinnu, að minnsta kosti, þau ár sem ég var þarna og langaði aðeins að eiga rólegra líf,“ segir Kristjón. Hann viðurkennir að hafa þurft að sannfæra fjölskylduna til að flytja út á land. „Það er erfiðast að sannfæra konuna en eftir eitt sumarið vorum við hér með litla strákinn okkar. Hann fékk bara að leika sér. Eftir þá viku var hún bara til í að flytja,“ segir Kristjón. Og þau sjá ekkert eftir því. „Það er bara geggjuð stemmning hérna í bænum.“
Byggðamál Skóla - og menntamál Stykkishólmur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira