Forseti LA Liga segir að Real Madrid hafi alveg efni á bæði Mbappe og Haaland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2021 16:45 Kylian Mbappe hefur ekki viljað framlengja samning sinn við Paris Saint-Germain og er sagður vilja komast til Real Madrid. EPA-EFE/YOAN VALAT Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar La Liga, er duglegur að koma sér í fréttirnar á Spáni með yfirlýsingum sínum og það er engin breyting á því í þessari viku. Tebas segir nú síðast að Real Madrid hafi alveg efni á því að fá bæði Kylian Mbappe og Erling Haaland næsta sumar. Real Madrid bauð margoft í Kylian Mbappe í haust en þessi 22 ára framherji er að renna út á samningi hjá Paris Saint Germain næsta sumar. @LaLiga president Javier Tebas has said that @realmadrid have the financial might to sign both @KMbappe and @ErlingHaaland next summer! https://t.co/zj8V9tKSlh— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) September 14, 2021 Real bauð bæði 160 milljónir evra og 180 milljónir evra og er sagt hafa verið tilbúið að fara alveg upp í tvö hundruð milljónir. PSF hafnaði öllu og vildi ekki einu sinni ræða málin við Real Madrid þrátt fyrir að leikmaðurinn geti mögulega farið frítt næsta sumar. Forráðamenn Real Madrid hafa einnig mikinn áhuga á hinum 21 árs gamli norska framherja Erling Braut Haaland hjá Borussia Dortmund. „Real Madrid hefur selt leikmenn fyrir tvö hundruð milljónir evra. Þeir eiga alveg peninga til að fá bæði Mbappe og Haaland. Þeir eru ekki að tapa pening og hafa enn fremur fengið pening vegna sölu á leikmönnum,“ sagði Javier Tebas. LaLiga president Javier Tebas has claimed that Real Madrid have the money to sign both Erling Haaland and Kylian Mbappe in a massive double swoop next year.Read more https://t.co/DihO0CIig4 pic.twitter.com/Zeg2JVoSoG— Kick Off (@KickOffMagazine) September 14, 2021 Real Madrid seldi Martin Odegaard til Arsenal og Raphael Varane til Manchester United auk þess að félagið samdi ekki aftur við Sergio Ramos. Spænska félagið hefur ekki keypt stóra stjörnu síðan árið 2019 og rekstur félagsins skilaði hagnaði á 2020-21 starfsárinu. „Það sem er óskiljanlegt er að PSG hefur tapað 400 milljónum evra og borgar 500 milljónir evra í laun en gat samt sem áður leyft sér að hafna tilboðunum í Mbappe,“ sagði Tebas. „Frakkarnir eru að missa stjórnina hjá sér. Þeir eru síðan með því að skemma Evrópumarkaðinn. UEFA kerfið er mistök og við erum að leið í vitlausa átt,“ sagði Tebas. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Sjá meira
Tebas segir nú síðast að Real Madrid hafi alveg efni á því að fá bæði Kylian Mbappe og Erling Haaland næsta sumar. Real Madrid bauð margoft í Kylian Mbappe í haust en þessi 22 ára framherji er að renna út á samningi hjá Paris Saint Germain næsta sumar. @LaLiga president Javier Tebas has said that @realmadrid have the financial might to sign both @KMbappe and @ErlingHaaland next summer! https://t.co/zj8V9tKSlh— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) September 14, 2021 Real bauð bæði 160 milljónir evra og 180 milljónir evra og er sagt hafa verið tilbúið að fara alveg upp í tvö hundruð milljónir. PSF hafnaði öllu og vildi ekki einu sinni ræða málin við Real Madrid þrátt fyrir að leikmaðurinn geti mögulega farið frítt næsta sumar. Forráðamenn Real Madrid hafa einnig mikinn áhuga á hinum 21 árs gamli norska framherja Erling Braut Haaland hjá Borussia Dortmund. „Real Madrid hefur selt leikmenn fyrir tvö hundruð milljónir evra. Þeir eiga alveg peninga til að fá bæði Mbappe og Haaland. Þeir eru ekki að tapa pening og hafa enn fremur fengið pening vegna sölu á leikmönnum,“ sagði Javier Tebas. LaLiga president Javier Tebas has claimed that Real Madrid have the money to sign both Erling Haaland and Kylian Mbappe in a massive double swoop next year.Read more https://t.co/DihO0CIig4 pic.twitter.com/Zeg2JVoSoG— Kick Off (@KickOffMagazine) September 14, 2021 Real Madrid seldi Martin Odegaard til Arsenal og Raphael Varane til Manchester United auk þess að félagið samdi ekki aftur við Sergio Ramos. Spænska félagið hefur ekki keypt stóra stjörnu síðan árið 2019 og rekstur félagsins skilaði hagnaði á 2020-21 starfsárinu. „Það sem er óskiljanlegt er að PSG hefur tapað 400 milljónum evra og borgar 500 milljónir evra í laun en gat samt sem áður leyft sér að hafna tilboðunum í Mbappe,“ sagði Tebas. „Frakkarnir eru að missa stjórnina hjá sér. Þeir eru síðan með því að skemma Evrópumarkaðinn. UEFA kerfið er mistök og við erum að leið í vitlausa átt,“ sagði Tebas.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Sjá meira