Svik við sjómenn eru svik við þjóðina! Guðmundur Helgi Þórarinsson, Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 16. september 2021 10:02 Stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru gríðarlega stór fyrirtæki. Fyrirtækin eiga bátana sem veiða fiskinn, eiga vinnslunnar sem vinna fiskinn, eiga íslensku sölufyrirtækin sem selja fiskinn út, eiga erlendu sölufyrirtækin sem kaupa fiskinn úti, og dæmi eru orðin um það að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Virðiskeðjan er öll á hendi þessara sömu aðila. Í skýrslu sem fjármálaráðherra lét gera árið 2016 um eignir Íslendinga á aflandssvæðum kemur meðal annars fram að „til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Einnig kemur fram í skýrslunni að svo virðist vera að það vanti 8,3% upp á verðmæti afurðanna þegar hann er skráður út úr landinu. Það þýðir einfandlega að verðmæti afurðanna hækkar um 8,3% á meðan verið er að flytja hann út, þetta hefur verið kallað hækkun í hafi. Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári í formi hærra fiskverðs, það vantar upp á laun sjómanna, það vantar upp á skattgreiðslur útgerðarmanna og það vantar upp á greiðslur fyrir afnot af auðlindinni. Útgerðarmenn hafa ekki þurft að svara fyrir þessa skýrslu enda hefur fjármálaráðherra ákveðið að hafa hana harðlæsta ofan í skúffu síðan hún kom út og svo virðist sem ekki hafi verið kannað hvort rökstuddur grunur sé réttur. Útgerðarmenn stjórna því hvar hagnaðurinn verður til Þegar öll virðiskeðjan eru á sömu hendi, þá verður svindl eins og hér er lýst auðveldara, í stað þess að vera með gagnsætt kerfi sem myndi skila sér í réttum launum til sjómanna og hærri greiðslum í sameiginlega sjóði okkar allra hafa útgerðarmenn búið til keðju sem þar sem þeir geta stýrt því hvaðan þeir taka út hagnaðinn. Þeir bæði hámarka hagnaðinn til sín með þessu, en um leið gera þeir það á kostnað sjómanna og samfélagsins í heild sinni Á sama tíma og rökstuddur grunur er uppi að útgerðarmenn svindli á sjómönnum og þjóðinni allri, þá neitar þetta sama fólk að sjómenn fái jöfn lífeyrissréttindi og annað launafólk í landinu. Útgerðarmenn neita líka að hækka lágmarkslaun sjómanna, sem eru í dag undir lægstu launum Eflingar. Stéttarfélög sjómanna hafa reynt að benda á þetta síðustu ár, við höfum fengið dræmar undirtektir frá stjórnamálaflokkunum þegar við höfum bent á þetta. kannski verður það öðruvísi í þetta sinn þegar stutt er í kosningar. Við spyrjum því, hvaða stjórnmálaflokkar eru tilbúnir að koma með okkur í þá vinnu að laga þetta? Við erum nefnilega komnir með nóg af fólki sem stingur skýrslum í skúffur og kannar ekki óeðlilega viðskiptahætti þegar rökstuddur grunur er fyrir hendi. Þetta er sameiginleg auðlind þjóðarinnar og þjóðin á það skilið að svona sé kannað ofan í kjölinn. Stærstu útgerðir landsins ráða yfir allt of stórum hluta kvótans og þær stjórna allri virðiskeðjunni. Allt frá því að fiskurinn er veiddur og þar til hann er seldur erlendis. Það tapa allir á ógansæju fiskverði í sjávarútvegi á Íslandi. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélög tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru gríðarlega stór fyrirtæki. Fyrirtækin eiga bátana sem veiða fiskinn, eiga vinnslunnar sem vinna fiskinn, eiga íslensku sölufyrirtækin sem selja fiskinn út, eiga erlendu sölufyrirtækin sem kaupa fiskinn úti, og dæmi eru orðin um það að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Virðiskeðjan er öll á hendi þessara sömu aðila. Í skýrslu sem fjármálaráðherra lét gera árið 2016 um eignir Íslendinga á aflandssvæðum kemur meðal annars fram að „til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Einnig kemur fram í skýrslunni að svo virðist vera að það vanti 8,3% upp á verðmæti afurðanna þegar hann er skráður út úr landinu. Það þýðir einfandlega að verðmæti afurðanna hækkar um 8,3% á meðan verið er að flytja hann út, þetta hefur verið kallað hækkun í hafi. Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári í formi hærra fiskverðs, það vantar upp á laun sjómanna, það vantar upp á skattgreiðslur útgerðarmanna og það vantar upp á greiðslur fyrir afnot af auðlindinni. Útgerðarmenn hafa ekki þurft að svara fyrir þessa skýrslu enda hefur fjármálaráðherra ákveðið að hafa hana harðlæsta ofan í skúffu síðan hún kom út og svo virðist sem ekki hafi verið kannað hvort rökstuddur grunur sé réttur. Útgerðarmenn stjórna því hvar hagnaðurinn verður til Þegar öll virðiskeðjan eru á sömu hendi, þá verður svindl eins og hér er lýst auðveldara, í stað þess að vera með gagnsætt kerfi sem myndi skila sér í réttum launum til sjómanna og hærri greiðslum í sameiginlega sjóði okkar allra hafa útgerðarmenn búið til keðju sem þar sem þeir geta stýrt því hvaðan þeir taka út hagnaðinn. Þeir bæði hámarka hagnaðinn til sín með þessu, en um leið gera þeir það á kostnað sjómanna og samfélagsins í heild sinni Á sama tíma og rökstuddur grunur er uppi að útgerðarmenn svindli á sjómönnum og þjóðinni allri, þá neitar þetta sama fólk að sjómenn fái jöfn lífeyrissréttindi og annað launafólk í landinu. Útgerðarmenn neita líka að hækka lágmarkslaun sjómanna, sem eru í dag undir lægstu launum Eflingar. Stéttarfélög sjómanna hafa reynt að benda á þetta síðustu ár, við höfum fengið dræmar undirtektir frá stjórnamálaflokkunum þegar við höfum bent á þetta. kannski verður það öðruvísi í þetta sinn þegar stutt er í kosningar. Við spyrjum því, hvaða stjórnmálaflokkar eru tilbúnir að koma með okkur í þá vinnu að laga þetta? Við erum nefnilega komnir með nóg af fólki sem stingur skýrslum í skúffur og kannar ekki óeðlilega viðskiptahætti þegar rökstuddur grunur er fyrir hendi. Þetta er sameiginleg auðlind þjóðarinnar og þjóðin á það skilið að svona sé kannað ofan í kjölinn. Stærstu útgerðir landsins ráða yfir allt of stórum hluta kvótans og þær stjórna allri virðiskeðjunni. Allt frá því að fiskurinn er veiddur og þar til hann er seldur erlendis. Það tapa allir á ógansæju fiskverði í sjávarútvegi á Íslandi. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélög tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar