„Þetta hefur verið hræðilegt ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Portúgalinn eftir leik kvöldsins. Við skulum samt ekki far að fela okkur á bakvið neitt,“
„Eftir leikinn gegn Watford hefur allt sem hefur komið fyrir okkur verið frekar slæmt. En svona er fótboltinn, við vitum að þetta er tímabil sem við þurfum að komast í gegnum.“
Lundúnaliðið ferðaðist til Frakklands án byrjunarliðsmannana Son Heung-min og Eric Dier, og þá gátu Giovani Lo Celso, Cristian Romero pg Davinson Sánchez ekki heldur tekið þá í leiknum. Þeir þrír eru enn í Króatíu þar sem að þeir æfa nú eftir að hafa farið gegn sóttvarnarreglum og ferðast til Suður-Ameríku í landsliðsverkefni.
Tottenham tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni næsta sunnudag, og það verður fróðlegt að sjá hvaða leikmönnum Nuno Espirito Santo getur stillt upp í stórleik helgarinnar.