Sérstakur frístundastyrkur – mikilvægt réttlætismál! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 20. september 2021 17:01 Sérstökum frístundastyrk er ætlað að gera börnum keift að stunda fjölbreyttar tómstundir óháð efnahag foreldra en rannsóknir hafa sýnt að þáttaka barna efnaminni foreldra er mun minni í skipulögðu tómstundastarfi en annarra. Ljóst er að tómstundastarf barna getur verið þungur baggi fyrir tekjulág heimili og kostnaður valdið því að börn tekjulágra taka síður þátt í slíku starfi. Rannsóknir hafa sýnt fram á gildi þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, bæði hefur þátttakan mikilvægt forvarnargildi og er auk þess mikilvægur félagslegur vettvangur fyrir börn. Frístundastarf er nú þegar niðurgreitt í flestum sveitarfélögum sbr. frístundakort Reykjavíkurborgar. En ljóst er að börn sem búa við fjárhagsþrengingar þurfa viðbótarstuðning. Ein af ábendingum Velferðarvaktarinnar til stjórnvalda í bréfi árið 2019 snérist um að auka niðurgreiðslur á tómstundastarfi barna sem búa við fjárhagsþrengingar, enda hafa sérfræðingar bent á að niðurgreiðsla þurfi ekki að vera almenn til að nýtast þeim sem mest þurfa á að halda. Félagsmálaráðuneytið óksaði eftir samstafi við sveitarfélögin við útgreiðslu styrkjana. Ljóst er að innviðir voru ekki tilbúnir og því þurfi að vinna að hugbúnaðarlausnum og fleiru til að framkvæma verkefnið og hefur því verið lokið. Úrræðið hefur nú verið framlengt og viðbótarfrístundastyrkur samþykktur fyrir haustið 2021. Breytt fyrirkomulag veldur því að nú er hægt að sækja um ráðstöfun viðbótarfrístundastyrks með sambærilegum hætti og hefðbundnum frístundastyrk sem sveitarfélögin veita. Foreldrar þurfa því ekki að leggja út fyrir styrkjunum né senda inn kvittanir, heldur haka við styrkinn og ráðstafa honum þegar barnið er skráð í tómstundastarf. Flækjustigið er því mun minna og horft á viðbótarstuðningin sem ákveðinn rétt frekar en ölmusu sem erfitt er að sækja. Ljóst er að sérstakur frístundastyrkur er mikilvæg viðbót til tekjulágra heimila og mikilvægt að festa það úrræði í sessi, mikilvægt er að upphæðin fylgi þróun almennra frístundastyrkja sveitarfélaga og verði ekki minni en 50. þúsund krónur á ári til að byrja með. Vinstri græn leggja áherslu á að vinna heildstæða aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn fátækt barna, í takt við ábendingar Velferaðarvaktarinnar. Við hljótum öll að vera sammála um það. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri-grænna og varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sérstökum frístundastyrk er ætlað að gera börnum keift að stunda fjölbreyttar tómstundir óháð efnahag foreldra en rannsóknir hafa sýnt að þáttaka barna efnaminni foreldra er mun minni í skipulögðu tómstundastarfi en annarra. Ljóst er að tómstundastarf barna getur verið þungur baggi fyrir tekjulág heimili og kostnaður valdið því að börn tekjulágra taka síður þátt í slíku starfi. Rannsóknir hafa sýnt fram á gildi þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, bæði hefur þátttakan mikilvægt forvarnargildi og er auk þess mikilvægur félagslegur vettvangur fyrir börn. Frístundastarf er nú þegar niðurgreitt í flestum sveitarfélögum sbr. frístundakort Reykjavíkurborgar. En ljóst er að börn sem búa við fjárhagsþrengingar þurfa viðbótarstuðning. Ein af ábendingum Velferðarvaktarinnar til stjórnvalda í bréfi árið 2019 snérist um að auka niðurgreiðslur á tómstundastarfi barna sem búa við fjárhagsþrengingar, enda hafa sérfræðingar bent á að niðurgreiðsla þurfi ekki að vera almenn til að nýtast þeim sem mest þurfa á að halda. Félagsmálaráðuneytið óksaði eftir samstafi við sveitarfélögin við útgreiðslu styrkjana. Ljóst er að innviðir voru ekki tilbúnir og því þurfi að vinna að hugbúnaðarlausnum og fleiru til að framkvæma verkefnið og hefur því verið lokið. Úrræðið hefur nú verið framlengt og viðbótarfrístundastyrkur samþykktur fyrir haustið 2021. Breytt fyrirkomulag veldur því að nú er hægt að sækja um ráðstöfun viðbótarfrístundastyrks með sambærilegum hætti og hefðbundnum frístundastyrk sem sveitarfélögin veita. Foreldrar þurfa því ekki að leggja út fyrir styrkjunum né senda inn kvittanir, heldur haka við styrkinn og ráðstafa honum þegar barnið er skráð í tómstundastarf. Flækjustigið er því mun minna og horft á viðbótarstuðningin sem ákveðinn rétt frekar en ölmusu sem erfitt er að sækja. Ljóst er að sérstakur frístundastyrkur er mikilvæg viðbót til tekjulágra heimila og mikilvægt að festa það úrræði í sessi, mikilvægt er að upphæðin fylgi þróun almennra frístundastyrkja sveitarfélaga og verði ekki minni en 50. þúsund krónur á ári til að byrja með. Vinstri græn leggja áherslu á að vinna heildstæða aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn fátækt barna, í takt við ábendingar Velferaðarvaktarinnar. Við hljótum öll að vera sammála um það. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri-grænna og varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar