Gefum milljarða! Friðjón Friðjónsson skrifar 21. september 2021 11:30 Við Íslendingar erum heppin þjóð, við unnum í lotteríi lífsins að því leyti að hér eru miklar auðlindir og mörg tækifæri. Það mætti jafnvel segja að við búum í landi tækifæranna. Okkur hefur auðnast að nýta hagsæld okkar til að mennta okkur og verða þannig enn betri í að takast á við þau verkefni sem fyrir okkur liggja. Eins hefur okkur tekist að fara í gegnum heimsfaraldur með hætti svo vitnað er alþjóðlega um heilbrigðiskerfið okkar og samtakamátt. Nánast öll sem mega eru bólusett og við erum í öfundsverðri stöðu. Covax, samstarf þjóða í bólusetningum, sendi nýverið frá sér viðvörun þar sem fram kom að um 500 milljón færri skömmtum af bóluefnum yrði dreift á vettvangi samstarfsins en áætlanir stóðu til. Það er töluverð breyting því annað var upp á teningnum fyrir aðeins þremur mánuðum. Þótt við séum heppin þá er staðan víða alvarleg og því full ástæða fyrir okkur að leggja meira af mörkum. Því er það gleðiefni að sagt er frá því á heimasíðu Covax í gær að fyrstu gjafaskammtarnir frá Íslandi hafi borist til Fílabeinsstrandarinnar um sl. helgi, 35.700 skammtar. Þar er Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þakkaður stuðningurinn, sagt er frá því að heildargjöf Íslands sé 125.726 skammtar og að ríkisstjórnin hafi til viðbótar gefið 750 milljón krónur í Covax samstarfið. Þessi gjöf er vitnisburður um hve góð staðan er á Íslandi og að við getum auðveldlega gert meira. Bandaríkin hafa þegar gefið 110 milljón skammta sem er aðeins lægra hlutfall en við Íslendingar höfum gefið miðað við mannfjölda. Bandaríkjaforseti hefur þó gert samninga um 500 milljón skammta til viðbótar og ætlar að kaupa annað eins til að dreifa til fátækari þjóða. Við erum rík þjóð, staðan í heimsfaraldrinum er með besta móti hér á landi, við erum aflögufær vegna þess að við höfum verið skynsöm í fjármálum, skynsöm í viðbrögðum við faraldrinum og skynsöm í heilbrigðismálum. Við eigum að stíga fram og sýna að við getum tekið þátt - og gefa að lágmarki milljón bólefnisskammta inn í Covax samstarfið. Það kostar milljarða en við höfum efni á því af því að landinu hefur verið vel stjórnað. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Utanríkismál Friðjón Friðjónsson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum heppin þjóð, við unnum í lotteríi lífsins að því leyti að hér eru miklar auðlindir og mörg tækifæri. Það mætti jafnvel segja að við búum í landi tækifæranna. Okkur hefur auðnast að nýta hagsæld okkar til að mennta okkur og verða þannig enn betri í að takast á við þau verkefni sem fyrir okkur liggja. Eins hefur okkur tekist að fara í gegnum heimsfaraldur með hætti svo vitnað er alþjóðlega um heilbrigðiskerfið okkar og samtakamátt. Nánast öll sem mega eru bólusett og við erum í öfundsverðri stöðu. Covax, samstarf þjóða í bólusetningum, sendi nýverið frá sér viðvörun þar sem fram kom að um 500 milljón færri skömmtum af bóluefnum yrði dreift á vettvangi samstarfsins en áætlanir stóðu til. Það er töluverð breyting því annað var upp á teningnum fyrir aðeins þremur mánuðum. Þótt við séum heppin þá er staðan víða alvarleg og því full ástæða fyrir okkur að leggja meira af mörkum. Því er það gleðiefni að sagt er frá því á heimasíðu Covax í gær að fyrstu gjafaskammtarnir frá Íslandi hafi borist til Fílabeinsstrandarinnar um sl. helgi, 35.700 skammtar. Þar er Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þakkaður stuðningurinn, sagt er frá því að heildargjöf Íslands sé 125.726 skammtar og að ríkisstjórnin hafi til viðbótar gefið 750 milljón krónur í Covax samstarfið. Þessi gjöf er vitnisburður um hve góð staðan er á Íslandi og að við getum auðveldlega gert meira. Bandaríkin hafa þegar gefið 110 milljón skammta sem er aðeins lægra hlutfall en við Íslendingar höfum gefið miðað við mannfjölda. Bandaríkjaforseti hefur þó gert samninga um 500 milljón skammta til viðbótar og ætlar að kaupa annað eins til að dreifa til fátækari þjóða. Við erum rík þjóð, staðan í heimsfaraldrinum er með besta móti hér á landi, við erum aflögufær vegna þess að við höfum verið skynsöm í fjármálum, skynsöm í viðbrögðum við faraldrinum og skynsöm í heilbrigðismálum. Við eigum að stíga fram og sýna að við getum tekið þátt - og gefa að lágmarki milljón bólefnisskammta inn í Covax samstarfið. Það kostar milljarða en við höfum efni á því af því að landinu hefur verið vel stjórnað. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun