Fjölbreyttir skólar Reykjavíkur þurfa að bjóða fjölbreytta þjónustu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 22. september 2021 11:01 Nú er tilbúið nýtt úthlutunarlíkan grunnskóla Reykjavíkur, sem heitir Edda sem stýrir því hvernig fjármagni er úthlutað til einstakra skóla. Líkanið er stórt framfaraskref í menntamálum borgarinnar og mikið fagnaðarefni. Bakhópur skólastjóra fylgdist með þróun líkansins, frá því verkefnið hófst í mars 2019 og var það kynnt fyrir öllum skólastjórum grunnskóla Reykjavíkur í ágúst. Allt of lengi höfum við búið við plástrað líkan, sem mætir ekki þörfum skólanna. Þetta höfum við t.d. séð á rekstraruppgjörum skólanna. Innri endurskoðun benti á þetta sumarið 2019, eftir að vinna okkar við nýtt líkan hófst. Þetta höfum við líka heyrt frá skólastjórnendum og skólaumhverfinu. Á þetta hlustuðum við og fórum í stórt átak til að betrumbæta úthlutunarlíkanið, með aðkomu skólastjórnenda. Aukum faglegt frelsi skólastjórnenda Edda snýst um að auka gagnsæi, fyrirsjáanleika og jafnræði á milli skóla og hverfa borgarinnar. Það eru mörg nýmælin í Eddu, sem munu fyrst og fremst efla faglegt frelsi og ábyrgð skólastjórnenda. En einnig taka tillit til mismunandi félagslegra og lýðfræðilegra þátta hvers skóla við úthlutun fjármagns. Með því drögum við úr aðstöðumun á milli skóla. Og börnin í skólunum munu græða. Fjölbreyttari hópur fagfólks í grunnskólana Börnin í skólunum munu líka græða á því að skólar fá aukið rými til að ráða fagfólk sem ekki eru kennarar til að styðja við starfið í skólunum. Það geta verið sálfræðingar, þroskaþjálfar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar eða aðrir sérfræðingar. Allt eftir áherslum og þörfum hvers skóla. Eftir því sem fleiri börn þurfa stuðning í skólanum, því fleiri fagaðila verður hægt að ráða. Þessari breytingu fagna ég mjög, enda er hún í samræmi við stefnu Viðreisnar í menntamálum um að leggja áherslu á þverfaglegt samstarf innan skóla. Við viljum mæta þörfum nemenda með teymisstarfi fagfólks á sviðum velferðar, heilbrigðis og skóla ef því sem þurfa þykir. Þó svo að kennarar séu frábært fagfólk, geta þeir ekki verið fagfólk á öllum sviðum og því telum við rétt að fjölga starfsstéttum innan skólanna. Skólarnir munu geta brugðist við sínu félagslega umhverfi og þannig þróast í mismunandi áttir, með mismunandi sérfræðinga sem hæfa þeirra umhverfi og óskum skólastjórnenda. Aukin rekstrarleg ábyrgð skólastjórnenda Úthlutunarlíkanið tekur mið menntastefnu Reykjavíkurborgar, lögum um grunnskóla og aðalnámskrá, þ.m.t. viðmiðunarstundarskrá og raunkostnaði við rekstur skólana á árunum 2017-2019. Niðurstaðan er líkan með vel skilgreindum og skýrum forsendum fyrir alla skóla, sem á að ná fram bæði rekstrarlegri og faglegri bestun. Líkaninu fylgir líka aukin ábyrgð skólastjórnenda um að starf skólans sé innan fjárheimilda hverju sinni. Til þess mun skólastjóri fá stuðning frá rekstrarstjóra og ef þörf krefur fjármálaráðgjöfum og fjármálastjóra skóla- og frístundasviðs. Krafa verður gerð um frávikaskýrslur og tímasettar úrbótaáætlanir, ef rekstur er umfram fjárheimildir. Ef um verulegan rekstrarvanda er að ræða verður um aukinn stuðning að ræða. Næsta skref verður svo síðar á árinu í borgarráði, þegar við ræðum fjármagnið sem fer í þetta líkan og hversu mikið við þurfum að bæta við í rekstur skóla. En líkanið sjálft, sem gæta þarf að verði ekki að sama flækjustigi og það úthlutunarlíkanið sem við erum að hverfa frá, eru mikilvæg tímamót í allri fjármálalegri umgjörð grunnskóla Reykjavíkur. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú er tilbúið nýtt úthlutunarlíkan grunnskóla Reykjavíkur, sem heitir Edda sem stýrir því hvernig fjármagni er úthlutað til einstakra skóla. Líkanið er stórt framfaraskref í menntamálum borgarinnar og mikið fagnaðarefni. Bakhópur skólastjóra fylgdist með þróun líkansins, frá því verkefnið hófst í mars 2019 og var það kynnt fyrir öllum skólastjórum grunnskóla Reykjavíkur í ágúst. Allt of lengi höfum við búið við plástrað líkan, sem mætir ekki þörfum skólanna. Þetta höfum við t.d. séð á rekstraruppgjörum skólanna. Innri endurskoðun benti á þetta sumarið 2019, eftir að vinna okkar við nýtt líkan hófst. Þetta höfum við líka heyrt frá skólastjórnendum og skólaumhverfinu. Á þetta hlustuðum við og fórum í stórt átak til að betrumbæta úthlutunarlíkanið, með aðkomu skólastjórnenda. Aukum faglegt frelsi skólastjórnenda Edda snýst um að auka gagnsæi, fyrirsjáanleika og jafnræði á milli skóla og hverfa borgarinnar. Það eru mörg nýmælin í Eddu, sem munu fyrst og fremst efla faglegt frelsi og ábyrgð skólastjórnenda. En einnig taka tillit til mismunandi félagslegra og lýðfræðilegra þátta hvers skóla við úthlutun fjármagns. Með því drögum við úr aðstöðumun á milli skóla. Og börnin í skólunum munu græða. Fjölbreyttari hópur fagfólks í grunnskólana Börnin í skólunum munu líka græða á því að skólar fá aukið rými til að ráða fagfólk sem ekki eru kennarar til að styðja við starfið í skólunum. Það geta verið sálfræðingar, þroskaþjálfar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar eða aðrir sérfræðingar. Allt eftir áherslum og þörfum hvers skóla. Eftir því sem fleiri börn þurfa stuðning í skólanum, því fleiri fagaðila verður hægt að ráða. Þessari breytingu fagna ég mjög, enda er hún í samræmi við stefnu Viðreisnar í menntamálum um að leggja áherslu á þverfaglegt samstarf innan skóla. Við viljum mæta þörfum nemenda með teymisstarfi fagfólks á sviðum velferðar, heilbrigðis og skóla ef því sem þurfa þykir. Þó svo að kennarar séu frábært fagfólk, geta þeir ekki verið fagfólk á öllum sviðum og því telum við rétt að fjölga starfsstéttum innan skólanna. Skólarnir munu geta brugðist við sínu félagslega umhverfi og þannig þróast í mismunandi áttir, með mismunandi sérfræðinga sem hæfa þeirra umhverfi og óskum skólastjórnenda. Aukin rekstrarleg ábyrgð skólastjórnenda Úthlutunarlíkanið tekur mið menntastefnu Reykjavíkurborgar, lögum um grunnskóla og aðalnámskrá, þ.m.t. viðmiðunarstundarskrá og raunkostnaði við rekstur skólana á árunum 2017-2019. Niðurstaðan er líkan með vel skilgreindum og skýrum forsendum fyrir alla skóla, sem á að ná fram bæði rekstrarlegri og faglegri bestun. Líkaninu fylgir líka aukin ábyrgð skólastjórnenda um að starf skólans sé innan fjárheimilda hverju sinni. Til þess mun skólastjóri fá stuðning frá rekstrarstjóra og ef þörf krefur fjármálaráðgjöfum og fjármálastjóra skóla- og frístundasviðs. Krafa verður gerð um frávikaskýrslur og tímasettar úrbótaáætlanir, ef rekstur er umfram fjárheimildir. Ef um verulegan rekstrarvanda er að ræða verður um aukinn stuðning að ræða. Næsta skref verður svo síðar á árinu í borgarráði, þegar við ræðum fjármagnið sem fer í þetta líkan og hversu mikið við þurfum að bæta við í rekstur skóla. En líkanið sjálft, sem gæta þarf að verði ekki að sama flækjustigi og það úthlutunarlíkanið sem við erum að hverfa frá, eru mikilvæg tímamót í allri fjármálalegri umgjörð grunnskóla Reykjavíkur. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun