Heimilin og störfin þurfa ábyrga stjórn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 24. september 2021 19:31 Valið á morgun er kristaltært. Við stöndum fyrir fleiri og verðmætari störf um allt land. Við munum halda áfram að standa með fólki í rekstri og auka tekjur heimilanna. Við munum halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf á Íslandi. Hin leiðin er fjölflokkastjórn sem á það eitt sameiginlegt að ætla að hækka skatta á atvinnulífið og stendur gegn öllum framförum í atvinnumálum. Aðrir kostir eru ekki fyrir hendi. 1. Lægri skattar. Einfaldara regluverk Við munum halda áfram að lækka skattana og einfalda regluverkið. Við munum halda áfram að gera það auðveldara að reka fyrirtæki, ráða fólk í vinnu, gera hugmyndir að veruleika og skapa verðmæti fyrir samfélagið allt. Allir aðrir flokkar sem nú eru í framboði ætla að hækka skatta á fyrirtæki. Líka miðjuflokkarnir. 2. Grænar fjárfestingar og orkuskipti. Við viljum takast á við loftslagsmálin með hugviti, frumkvæði og nýsköpun. Við viljum nýta hreina innlenda orku til að verða fyrst þjóða í full orkuskipti og skapa um leið nýja atvinnugrein á Íslandi. Vinstrið hafnar hugmyndum um meiri hreina orku og ætlar að tækla málin með reglum, sköttum og bönnum. 3. Nýsköpun hjá stórum og smáum Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Nýsköpun í allri sinni mynd - líftækni, hugbúnaður, matvælagerð og alls kyns hugvit - er orðin fjórða stoðin í hagkerfi landsins. Á sama tíma er Reykjavíkurborg að búa til heilt fyrirtæki í beinni samkeppni við einkageirann og fulltrúar Viðreisnar verja þessa ákvörðun opinberlega. Þau hafa aldrei sýnt í verki að þau standi fyrir hægri gildi. 4. Leyfum fólki að blómstra Við viljum umhverfi sem gerir það auðveldara fyrir fyrirtæki að vaxa og verða stór og öflug. Ráða fleiri í vinnu. Skapa verkefni fyrir undirverktaka. Fjárfesta í nýjum verkefnum - byggingum, tækjum og hugmyndum. Stærstur hluti nýsköpunar á Íslandi á sér einmitt stað í stórum fyrirtækjum. En Framsóknarflokkurinn og fleiri boða sérstaka skatta á stór fyrirtæki. Þetta er óskiljanlegt. F ólkið sem við treystum á Samfélagið allt treystir á fólk sem leggur á sig mikla vinnu í eigin rekstri. Við viljum halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf á Íslandi. Við í Sjálfstæðisflokknum viljum standa með þessu fólki og öllum þeim sem vilja leggja mikið á sig til að sækja fram í lífinu. Ólíkt öllum öðrum flokkum finnið þið engar tillögur í okkar stefnuskrá sem refsa fólki fyrir dugnað og framtakssemi. Þvert á móti viljum við að þeir njóti eldanna sem fyrstir kveikja þá. Valið er skýrt. Höldum áfram að vinna. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Valið á morgun er kristaltært. Við stöndum fyrir fleiri og verðmætari störf um allt land. Við munum halda áfram að standa með fólki í rekstri og auka tekjur heimilanna. Við munum halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf á Íslandi. Hin leiðin er fjölflokkastjórn sem á það eitt sameiginlegt að ætla að hækka skatta á atvinnulífið og stendur gegn öllum framförum í atvinnumálum. Aðrir kostir eru ekki fyrir hendi. 1. Lægri skattar. Einfaldara regluverk Við munum halda áfram að lækka skattana og einfalda regluverkið. Við munum halda áfram að gera það auðveldara að reka fyrirtæki, ráða fólk í vinnu, gera hugmyndir að veruleika og skapa verðmæti fyrir samfélagið allt. Allir aðrir flokkar sem nú eru í framboði ætla að hækka skatta á fyrirtæki. Líka miðjuflokkarnir. 2. Grænar fjárfestingar og orkuskipti. Við viljum takast á við loftslagsmálin með hugviti, frumkvæði og nýsköpun. Við viljum nýta hreina innlenda orku til að verða fyrst þjóða í full orkuskipti og skapa um leið nýja atvinnugrein á Íslandi. Vinstrið hafnar hugmyndum um meiri hreina orku og ætlar að tækla málin með reglum, sköttum og bönnum. 3. Nýsköpun hjá stórum og smáum Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Nýsköpun í allri sinni mynd - líftækni, hugbúnaður, matvælagerð og alls kyns hugvit - er orðin fjórða stoðin í hagkerfi landsins. Á sama tíma er Reykjavíkurborg að búa til heilt fyrirtæki í beinni samkeppni við einkageirann og fulltrúar Viðreisnar verja þessa ákvörðun opinberlega. Þau hafa aldrei sýnt í verki að þau standi fyrir hægri gildi. 4. Leyfum fólki að blómstra Við viljum umhverfi sem gerir það auðveldara fyrir fyrirtæki að vaxa og verða stór og öflug. Ráða fleiri í vinnu. Skapa verkefni fyrir undirverktaka. Fjárfesta í nýjum verkefnum - byggingum, tækjum og hugmyndum. Stærstur hluti nýsköpunar á Íslandi á sér einmitt stað í stórum fyrirtækjum. En Framsóknarflokkurinn og fleiri boða sérstaka skatta á stór fyrirtæki. Þetta er óskiljanlegt. F ólkið sem við treystum á Samfélagið allt treystir á fólk sem leggur á sig mikla vinnu í eigin rekstri. Við viljum halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf á Íslandi. Við í Sjálfstæðisflokknum viljum standa með þessu fólki og öllum þeim sem vilja leggja mikið á sig til að sækja fram í lífinu. Ólíkt öllum öðrum flokkum finnið þið engar tillögur í okkar stefnuskrá sem refsa fólki fyrir dugnað og framtakssemi. Þvert á móti viljum við að þeir njóti eldanna sem fyrstir kveikja þá. Valið er skýrt. Höldum áfram að vinna. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar