Heimilin og störfin þurfa ábyrga stjórn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 24. september 2021 19:31 Valið á morgun er kristaltært. Við stöndum fyrir fleiri og verðmætari störf um allt land. Við munum halda áfram að standa með fólki í rekstri og auka tekjur heimilanna. Við munum halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf á Íslandi. Hin leiðin er fjölflokkastjórn sem á það eitt sameiginlegt að ætla að hækka skatta á atvinnulífið og stendur gegn öllum framförum í atvinnumálum. Aðrir kostir eru ekki fyrir hendi. 1. Lægri skattar. Einfaldara regluverk Við munum halda áfram að lækka skattana og einfalda regluverkið. Við munum halda áfram að gera það auðveldara að reka fyrirtæki, ráða fólk í vinnu, gera hugmyndir að veruleika og skapa verðmæti fyrir samfélagið allt. Allir aðrir flokkar sem nú eru í framboði ætla að hækka skatta á fyrirtæki. Líka miðjuflokkarnir. 2. Grænar fjárfestingar og orkuskipti. Við viljum takast á við loftslagsmálin með hugviti, frumkvæði og nýsköpun. Við viljum nýta hreina innlenda orku til að verða fyrst þjóða í full orkuskipti og skapa um leið nýja atvinnugrein á Íslandi. Vinstrið hafnar hugmyndum um meiri hreina orku og ætlar að tækla málin með reglum, sköttum og bönnum. 3. Nýsköpun hjá stórum og smáum Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Nýsköpun í allri sinni mynd - líftækni, hugbúnaður, matvælagerð og alls kyns hugvit - er orðin fjórða stoðin í hagkerfi landsins. Á sama tíma er Reykjavíkurborg að búa til heilt fyrirtæki í beinni samkeppni við einkageirann og fulltrúar Viðreisnar verja þessa ákvörðun opinberlega. Þau hafa aldrei sýnt í verki að þau standi fyrir hægri gildi. 4. Leyfum fólki að blómstra Við viljum umhverfi sem gerir það auðveldara fyrir fyrirtæki að vaxa og verða stór og öflug. Ráða fleiri í vinnu. Skapa verkefni fyrir undirverktaka. Fjárfesta í nýjum verkefnum - byggingum, tækjum og hugmyndum. Stærstur hluti nýsköpunar á Íslandi á sér einmitt stað í stórum fyrirtækjum. En Framsóknarflokkurinn og fleiri boða sérstaka skatta á stór fyrirtæki. Þetta er óskiljanlegt. F ólkið sem við treystum á Samfélagið allt treystir á fólk sem leggur á sig mikla vinnu í eigin rekstri. Við viljum halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf á Íslandi. Við í Sjálfstæðisflokknum viljum standa með þessu fólki og öllum þeim sem vilja leggja mikið á sig til að sækja fram í lífinu. Ólíkt öllum öðrum flokkum finnið þið engar tillögur í okkar stefnuskrá sem refsa fólki fyrir dugnað og framtakssemi. Þvert á móti viljum við að þeir njóti eldanna sem fyrstir kveikja þá. Valið er skýrt. Höldum áfram að vinna. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Valið á morgun er kristaltært. Við stöndum fyrir fleiri og verðmætari störf um allt land. Við munum halda áfram að standa með fólki í rekstri og auka tekjur heimilanna. Við munum halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf á Íslandi. Hin leiðin er fjölflokkastjórn sem á það eitt sameiginlegt að ætla að hækka skatta á atvinnulífið og stendur gegn öllum framförum í atvinnumálum. Aðrir kostir eru ekki fyrir hendi. 1. Lægri skattar. Einfaldara regluverk Við munum halda áfram að lækka skattana og einfalda regluverkið. Við munum halda áfram að gera það auðveldara að reka fyrirtæki, ráða fólk í vinnu, gera hugmyndir að veruleika og skapa verðmæti fyrir samfélagið allt. Allir aðrir flokkar sem nú eru í framboði ætla að hækka skatta á fyrirtæki. Líka miðjuflokkarnir. 2. Grænar fjárfestingar og orkuskipti. Við viljum takast á við loftslagsmálin með hugviti, frumkvæði og nýsköpun. Við viljum nýta hreina innlenda orku til að verða fyrst þjóða í full orkuskipti og skapa um leið nýja atvinnugrein á Íslandi. Vinstrið hafnar hugmyndum um meiri hreina orku og ætlar að tækla málin með reglum, sköttum og bönnum. 3. Nýsköpun hjá stórum og smáum Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Nýsköpun í allri sinni mynd - líftækni, hugbúnaður, matvælagerð og alls kyns hugvit - er orðin fjórða stoðin í hagkerfi landsins. Á sama tíma er Reykjavíkurborg að búa til heilt fyrirtæki í beinni samkeppni við einkageirann og fulltrúar Viðreisnar verja þessa ákvörðun opinberlega. Þau hafa aldrei sýnt í verki að þau standi fyrir hægri gildi. 4. Leyfum fólki að blómstra Við viljum umhverfi sem gerir það auðveldara fyrir fyrirtæki að vaxa og verða stór og öflug. Ráða fleiri í vinnu. Skapa verkefni fyrir undirverktaka. Fjárfesta í nýjum verkefnum - byggingum, tækjum og hugmyndum. Stærstur hluti nýsköpunar á Íslandi á sér einmitt stað í stórum fyrirtækjum. En Framsóknarflokkurinn og fleiri boða sérstaka skatta á stór fyrirtæki. Þetta er óskiljanlegt. F ólkið sem við treystum á Samfélagið allt treystir á fólk sem leggur á sig mikla vinnu í eigin rekstri. Við viljum halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf á Íslandi. Við í Sjálfstæðisflokknum viljum standa með þessu fólki og öllum þeim sem vilja leggja mikið á sig til að sækja fram í lífinu. Ólíkt öllum öðrum flokkum finnið þið engar tillögur í okkar stefnuskrá sem refsa fólki fyrir dugnað og framtakssemi. Þvert á móti viljum við að þeir njóti eldanna sem fyrstir kveikja þá. Valið er skýrt. Höldum áfram að vinna. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar