„Eins og skurðlæknir að störfum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 13:01 Aaron Rodgers fagnar í sigri Green Bay Packers á San Francisco 49ers á Levi's leikvanginum. Getty/Ezra Shaw Lokasóknin er vikulegur uppgjörsþáttur um NFL deildina og síðasta þætti var mikil ástæða til að ræða frammistöðu Aaron Rodgers eftir dramatískan sigur Green Bay Packers á San Francisco 49ers. Green Bay Packers fékk slæman skell í fyrsta leik og margir voru búnir að afskrifa það að Aaron Rodgers hefði einhvern alvöru áhuga á að spila fyrir Packers. Það hefur mikið gengið á í sambandi forráðamanna Green Bay og Rodgers en besti leikmaður síðasta tímabils leit mjög illa út í fyrsta leik. Hann hefur svarað gagnrýnisröddunum með tveimur flottum leikjum og tveimur sigrum í röð. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fóru yfir þriðju umferð NFL-deildarinnar í nýjustu Lokasókninni og ræddu framgöngu eins besta leikstjórnandans í sögu NFL „Gaman að sjá Aaron Rodgers þarna. Það var stemmning í þessu. Okkar maður er kominn aftur,“ sagði Andri Ólafsson. Klippa: Lokasóknin: Sigursókn í boði Aaron Rodgers „Menn voru að hafa verulegar áhyggjur af honum eftir fyrsta leikinn að þetta yrði eitthvað „tánk“ tímabil hjá honum,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég held að hann sé búinn að sýna okkur það að hann ætlar alveg að nenna þessu,“ sagði Henry Birgir. Lokasóknin sýndi myndskeið af Rodgers þegar hann beið eftir sparkinu sem tryggði Green Bay Packers sigurin og hvernig hann fagnaði því. „Ég held að það sé gaman að sjá þetta fyrir alla Packers aðdáendur. Ef einhver segir að Aaron Rodgers sé búinn að „tékka“ sig út,“ sagði Andri. „Þetta spark var að kóróna það sem enginn gerir betur en Aaron Rodgers. Þú ert skilinn eftir stigi undir með 37 sekúndur á klukkunni á eigin 25 jarda línu og þú kemur sparkaranum þínum í vallarmarksfæri,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. Þeir sýndu svo lokasóknin þar sem Rodgers átti tvö frábær köst á útherjann Davante Adams „Sjáum þessa sókn líka. Þetta er svo vel gert. Þeir áttu ekki leikhlé og náðu í hvorugt skiptið að koma sér út af vellinum til að stoppa klukkuna. Þeir ná að flytja alla sóknarlínuna upp, spæka boltanum og stoppa tímann. Þetta er eins og skurðlæknir að störfum,“ sagði Andri. Það má finna alla umfjöllun Lokasóknarinnar um Aaron Rodgers hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Sjá meira
Green Bay Packers fékk slæman skell í fyrsta leik og margir voru búnir að afskrifa það að Aaron Rodgers hefði einhvern alvöru áhuga á að spila fyrir Packers. Það hefur mikið gengið á í sambandi forráðamanna Green Bay og Rodgers en besti leikmaður síðasta tímabils leit mjög illa út í fyrsta leik. Hann hefur svarað gagnrýnisröddunum með tveimur flottum leikjum og tveimur sigrum í röð. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fóru yfir þriðju umferð NFL-deildarinnar í nýjustu Lokasókninni og ræddu framgöngu eins besta leikstjórnandans í sögu NFL „Gaman að sjá Aaron Rodgers þarna. Það var stemmning í þessu. Okkar maður er kominn aftur,“ sagði Andri Ólafsson. Klippa: Lokasóknin: Sigursókn í boði Aaron Rodgers „Menn voru að hafa verulegar áhyggjur af honum eftir fyrsta leikinn að þetta yrði eitthvað „tánk“ tímabil hjá honum,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég held að hann sé búinn að sýna okkur það að hann ætlar alveg að nenna þessu,“ sagði Henry Birgir. Lokasóknin sýndi myndskeið af Rodgers þegar hann beið eftir sparkinu sem tryggði Green Bay Packers sigurin og hvernig hann fagnaði því. „Ég held að það sé gaman að sjá þetta fyrir alla Packers aðdáendur. Ef einhver segir að Aaron Rodgers sé búinn að „tékka“ sig út,“ sagði Andri. „Þetta spark var að kóróna það sem enginn gerir betur en Aaron Rodgers. Þú ert skilinn eftir stigi undir með 37 sekúndur á klukkunni á eigin 25 jarda línu og þú kemur sparkaranum þínum í vallarmarksfæri,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. Þeir sýndu svo lokasóknin þar sem Rodgers átti tvö frábær köst á útherjann Davante Adams „Sjáum þessa sókn líka. Þetta er svo vel gert. Þeir áttu ekki leikhlé og náðu í hvorugt skiptið að koma sér út af vellinum til að stoppa klukkuna. Þeir ná að flytja alla sóknarlínuna upp, spæka boltanum og stoppa tímann. Þetta er eins og skurðlæknir að störfum,“ sagði Andri. Það má finna alla umfjöllun Lokasóknarinnar um Aaron Rodgers hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Sjá meira