Litlu og stóru skrefin að grænni framtíð Una Steinsdóttir skrifar 30. september 2021 08:01 Eitt slíkt markmið hefur minn vinnustaður sett sér og snýr að því að náð verði fullu kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Ekki er eingöngu átt við rekstur bankans heldur einnig með tilliti til fjármögnunar á útblæstri í gegnum lána- og eignasafn. Þetta þýðir að við munum hafa markmið okkar um kolefnishlutleysi í huga við mat á lánveitingum og verðlagningu. Þetta verður vonandi mikilvæg varða á þeirri leið sem íslenskt samfélag hefur skuldbundið sig til að fylgja í gegnum aðild að Parísarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og styður við metnaðarfulla aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. En meira þarf að sjálfsögðu til. Í þessu sem svo mörgu geta lítil og meðalstór fyrirtæki verið drifkrafturinn í mikilvægum umbreytingum. Þau leika lykilhlutverk í nýsköpun og framþróun almennt í íslensku efnahagslífi, enda Ísland að megninu til lítið og meðalstórt þegar kemur að að stærð og umfangi fyrirtækja. Við eigum auðvitað víða langt í land; aðferðarfræði, gögn og upplýsingar til að byggja á eru ennþá af skornum skammti á mörgum sviðum og viðfangsefnið sannarlega ögn óáþreifanlegt í mörgu tilliti. Hið jákvæða er að skilningur, áhugi og metnaður fyrirtækja í sjálfbærni er hratt vaxandi og ég hef tekið eftir að þau samtöl sem ég á við forsvarsfólk fyrirtækja varðandi sjálfbærni falla í frjóan jarðveg. Hvort viðhorf innan íslenskra fyrirtækja til sjálfbærnimála séu að breytast nógu hratt og markmiðin nægilega metnaðarfull er að sjálfsögðu deilt um en breytingin sem orðið hefur á einungis örfáum árum fylla mig þó bjartsýni. En tækifærin til að leggja lóð á vogaskálar kolefnihlutleysis liggja svo miklu víðar en margur hyggur. Orkuskipti í samgöngum eru að líkindum hvergi jafn nærtækt skref að stíga en á Íslandi og þar fer valkostum hratt fjölgandi. Þegar litið er til nýskráningar ökutækja hér á landi stefnir í að árið 2021 verði það fyrsta þar sem rafmagns- og tvinnbifreiðar verði í meirihluta. Þegar orkuinnviðir bjóða loks upp á rafvæðingu bílaleiguflotans, meðal annars með neti hleðslustöðva við Keflavíkurflugvöll, og við getum rafvætt hafnir landsins ætti fljótlega að sjá fyrir endann á notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Við viljum styðja við þessa þróun, meðal annars með grænum lánveitingum, sem aukist hafa stórum skrefum undanfarin misseri, og virku samtali við okkar viðskiptavini. Litlu skrefin, rétt eins og þau stóru, geta nefnilega vegið þungt og allt hjálpar. Ég veit svo sem ekki hvað ég ætla vera að sýsla árið 2040 en mikið væri nú gaman að geta litið um öxl og séð hvernig íslenskt atvinnulíf, stór fyrirtæki, meðalstór og smá, náðu raunverulegum árangri í sjálfbærnimálum. Ég er sannfærð um að fyrirtæki sem veðja á sjálfbærnina og leggja sitt af mörkum munu vera þau fyrirtæki sem skara fram úr og tryggja sjálfbærari hagvöxt til framtíðar, öllum okkar til gæfu og gagns. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Eitt slíkt markmið hefur minn vinnustaður sett sér og snýr að því að náð verði fullu kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Ekki er eingöngu átt við rekstur bankans heldur einnig með tilliti til fjármögnunar á útblæstri í gegnum lána- og eignasafn. Þetta þýðir að við munum hafa markmið okkar um kolefnishlutleysi í huga við mat á lánveitingum og verðlagningu. Þetta verður vonandi mikilvæg varða á þeirri leið sem íslenskt samfélag hefur skuldbundið sig til að fylgja í gegnum aðild að Parísarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og styður við metnaðarfulla aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. En meira þarf að sjálfsögðu til. Í þessu sem svo mörgu geta lítil og meðalstór fyrirtæki verið drifkrafturinn í mikilvægum umbreytingum. Þau leika lykilhlutverk í nýsköpun og framþróun almennt í íslensku efnahagslífi, enda Ísland að megninu til lítið og meðalstórt þegar kemur að að stærð og umfangi fyrirtækja. Við eigum auðvitað víða langt í land; aðferðarfræði, gögn og upplýsingar til að byggja á eru ennþá af skornum skammti á mörgum sviðum og viðfangsefnið sannarlega ögn óáþreifanlegt í mörgu tilliti. Hið jákvæða er að skilningur, áhugi og metnaður fyrirtækja í sjálfbærni er hratt vaxandi og ég hef tekið eftir að þau samtöl sem ég á við forsvarsfólk fyrirtækja varðandi sjálfbærni falla í frjóan jarðveg. Hvort viðhorf innan íslenskra fyrirtækja til sjálfbærnimála séu að breytast nógu hratt og markmiðin nægilega metnaðarfull er að sjálfsögðu deilt um en breytingin sem orðið hefur á einungis örfáum árum fylla mig þó bjartsýni. En tækifærin til að leggja lóð á vogaskálar kolefnihlutleysis liggja svo miklu víðar en margur hyggur. Orkuskipti í samgöngum eru að líkindum hvergi jafn nærtækt skref að stíga en á Íslandi og þar fer valkostum hratt fjölgandi. Þegar litið er til nýskráningar ökutækja hér á landi stefnir í að árið 2021 verði það fyrsta þar sem rafmagns- og tvinnbifreiðar verði í meirihluta. Þegar orkuinnviðir bjóða loks upp á rafvæðingu bílaleiguflotans, meðal annars með neti hleðslustöðva við Keflavíkurflugvöll, og við getum rafvætt hafnir landsins ætti fljótlega að sjá fyrir endann á notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Við viljum styðja við þessa þróun, meðal annars með grænum lánveitingum, sem aukist hafa stórum skrefum undanfarin misseri, og virku samtali við okkar viðskiptavini. Litlu skrefin, rétt eins og þau stóru, geta nefnilega vegið þungt og allt hjálpar. Ég veit svo sem ekki hvað ég ætla vera að sýsla árið 2040 en mikið væri nú gaman að geta litið um öxl og séð hvernig íslenskt atvinnulíf, stór fyrirtæki, meðalstór og smá, náðu raunverulegum árangri í sjálfbærnimálum. Ég er sannfærð um að fyrirtæki sem veðja á sjálfbærnina og leggja sitt af mörkum munu vera þau fyrirtæki sem skara fram úr og tryggja sjálfbærari hagvöxt til framtíðar, öllum okkar til gæfu og gagns. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Íslandsbanka.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun