Pele kominn heim eftir krabbameinsaðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2021 07:00 Pele er einn frægasti og farsælasti knattspyrnumaður sögunnar. EPA-EFE/IAN LANGSDON Brasilíska goðsögnin Pele fékk að yfirgefa sjúkrahúsið í gær þar sem hann hefur verið í næstum því einn mánuð. Pele þurfti að láta fjarlægja æxli í ristli en hinn áttræði Pele fór í aðgerðina á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo 4. september síðastliðinn. Punching the air : Pelé leaves hospital to undergo chemotherapy https://t.co/wxdSoqs5yX— The Guardian (@guardian) October 1, 2021 Pele er eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur orðið þrisvar sinnum heimsmeistari en hann skorað í tveimur úrslitaleikjum þar af tvö mörk þegar hann var aðeins sautján ára og Brasilía varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Pele yfirgaf gjörgæsluna eftir tíu daga frá aðgerðinni en þurfti að leggjast aftur inn sem var þá lýst sem forvarnarráðstöfun. „Ég er svo ánægður að vera kominn aftur heim,“ skrifaði Pele í yfirlýsingu á fésbókarsíðu sinni. „Ég vil þakka öllu starfsfólkinu á Albert Einstein sjúkrahúsinu sem gerði dvöl mína svo þægilega með mannlegum og ástúðlegum móttökum. Þið eigið einnig þakkir skyldar sem fullkomnið líf mitt með öllum þessum ástarkveðjum,“ skrifaði Pele. Brazilian football legend Pele has been discharged from hospital after receiving treatment for nearly a month — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2021 Pele þarf að gangast undir lyfjameðferð en æxlið uppgötvaðist við hefðbundna læknisskoðun 31. ágúst síðastliðinn. Fólk hefur haft áhyggjur af heilsu Pele síðustu ár og þetta var í þriðja sinn frá árinu 2015 sem hann endar inn á spítala. Fyrst var það vegna aðgerðar á blöðruhálskirtli 2015 og svo vegna þvagfærasýkingar árið 2019. Pele er markahæsti landsliðsmaður Brasilíu frá upphafi með 77 mörk í 92 leikjum og er einn af fjórum sem hafa náð að skora í fjórum mismunandi heimsmeistarakeppnum. Brazil soccer legend Pele leaves hospital, undergoing chemotherapy https://t.co/jLhVbv6us8 pic.twitter.com/96OkdSyt1u— Reuters (@Reuters) September 30, 2021 Fótbolti Brasilía Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira
Pele þurfti að láta fjarlægja æxli í ristli en hinn áttræði Pele fór í aðgerðina á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo 4. september síðastliðinn. Punching the air : Pelé leaves hospital to undergo chemotherapy https://t.co/wxdSoqs5yX— The Guardian (@guardian) October 1, 2021 Pele er eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur orðið þrisvar sinnum heimsmeistari en hann skorað í tveimur úrslitaleikjum þar af tvö mörk þegar hann var aðeins sautján ára og Brasilía varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Pele yfirgaf gjörgæsluna eftir tíu daga frá aðgerðinni en þurfti að leggjast aftur inn sem var þá lýst sem forvarnarráðstöfun. „Ég er svo ánægður að vera kominn aftur heim,“ skrifaði Pele í yfirlýsingu á fésbókarsíðu sinni. „Ég vil þakka öllu starfsfólkinu á Albert Einstein sjúkrahúsinu sem gerði dvöl mína svo þægilega með mannlegum og ástúðlegum móttökum. Þið eigið einnig þakkir skyldar sem fullkomnið líf mitt með öllum þessum ástarkveðjum,“ skrifaði Pele. Brazilian football legend Pele has been discharged from hospital after receiving treatment for nearly a month — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2021 Pele þarf að gangast undir lyfjameðferð en æxlið uppgötvaðist við hefðbundna læknisskoðun 31. ágúst síðastliðinn. Fólk hefur haft áhyggjur af heilsu Pele síðustu ár og þetta var í þriðja sinn frá árinu 2015 sem hann endar inn á spítala. Fyrst var það vegna aðgerðar á blöðruhálskirtli 2015 og svo vegna þvagfærasýkingar árið 2019. Pele er markahæsti landsliðsmaður Brasilíu frá upphafi með 77 mörk í 92 leikjum og er einn af fjórum sem hafa náð að skora í fjórum mismunandi heimsmeistarakeppnum. Brazil soccer legend Pele leaves hospital, undergoing chemotherapy https://t.co/jLhVbv6us8 pic.twitter.com/96OkdSyt1u— Reuters (@Reuters) September 30, 2021
Fótbolti Brasilía Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira