Dagurinn byrjar á viðureign Coventry og Fulham í ensku 1. deildinni á Stöð 2 Sport 2 klukkan 11:25.
Klukkan 11:45 fer fram fyrri undanúrslitaviðureign dagsins í Mjólkurbikar karla þegar að ÍA tekur á móti Keflvíkingum á Stöð 2 Sport. Í beinu framhaldi ef því, eða klukkan 14:15 hefst útsending á sömu rás frá seinni undanúrslitaviðureigninni þar sem að Lengjudeildarliðið Vestri frá Ísafirði tekur á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í Vesturbænum.
Klukkan 12:55 mætast Diljá Ýr Zomers og félagar hennar í Häcken og Guðrún Arnardóttir og félagar í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport 3.
Golfið er einnig á sínum stað í dag, en klukkan 12:00 er bein útsending frá Alfred Dunhill Links Championship á Stöð 2 Golf, en það er hluti af Evrópumótaröðinni.
ShopRite LPGA Classic tekur við keflinu klukkan 17:00 áður en Sanderson Farms Championship lokar golfdeginum frá klukkan 20:00.
Körfuboltinn skipar einnig sinn sess á sportrásum Stöðvar 2 í dag, en Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia heimsækja Tryggva Hlinason og félaga í Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni.
Það er svo bikar í boði í Þorlákshöfn í kvöld þegar að Íslandsmeistararnir Þór Þ. taka á móti nýkrýndum bikarmeisturum Njarðvík á Stöð 2 Sport klukkan 19:30.