Flugvél Icelandair snúið við frá Reykjavíkurflugvelli: Farþegar biðu í tæpar tvær klukkustundir Árni Sæberg skrifar 2. október 2021 00:06 Flugvélin er af gerðinni Boeing 737 MAX. Vísir/Kristján Már Flugvél Icelandair á leið frá Akureyri til Reykjavíkur gat ekki lent á Reykjavíkurflugvelli sökum sviptivindar í kvöld. Vélinni var beint til Keflavíkur þar sem við tók glundroði og löng bið. Farþegi um borð í flugvélinni, segir í samtali við Vísi að sex flug hafi verið á áætlun Icelandair frá Akureyri til Reykjavíkur í dag en að þeim hafi verið fækkað í fjögur. Þá hafi farþegum tveggja áætlaðra flugferða með minni flugvélum verið flogið með einni stærri Boeing 737 MAX flugvél. Hann telur að minni flugvél hefði hæglega getað lent á Reykjavíkurflugvelli og því finnist honum ákvörðunin sérkennileg. Hann segir að sér og öðrum farþegum hafi verið nokkuð brugðið þegar hreyflar vélarinnar voru settir í botn og tekið var á loft aftur. Upptöku af því má sjá hér að neðan. Biðu í einn og hálfan klukkutíma á flugbrautinni Farþeginn segir að við komuna til Keflavíkurflugvallar hafi löng bið beðið þar sem erfitt hafi reynst að taka á móti innanlandsflugi. Farþegum hafi ekki verið hleypt frá borði fyrr en minnst einni og hálfri klukkustund eftir lendingu. Þá hafi tekið við glundroði í flugstöðinni þar sem sumir farþegar hafi viljað fá farangur sinn afhentan þar til að ná tengiflugi. Hann segist hafa skynjað nokkurn pirring meðal farþega vélarinnar. Sjálfur segist hann sáttur með að vera kominn heim en að honum finnist samt sem áður skrýtið að Icelandair hafi ákveðið að nota Boeing 737 MAX í flugið. Hér að neðan má sjá hvernig stefnu flugvélarinnar var breytt. Flugvélinni var flogið til Keflavíkur í stað Reykjavíkur.Skjáskot/Flightradar24 Fréttir af flugi Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Farþegi um borð í flugvélinni, segir í samtali við Vísi að sex flug hafi verið á áætlun Icelandair frá Akureyri til Reykjavíkur í dag en að þeim hafi verið fækkað í fjögur. Þá hafi farþegum tveggja áætlaðra flugferða með minni flugvélum verið flogið með einni stærri Boeing 737 MAX flugvél. Hann telur að minni flugvél hefði hæglega getað lent á Reykjavíkurflugvelli og því finnist honum ákvörðunin sérkennileg. Hann segir að sér og öðrum farþegum hafi verið nokkuð brugðið þegar hreyflar vélarinnar voru settir í botn og tekið var á loft aftur. Upptöku af því má sjá hér að neðan. Biðu í einn og hálfan klukkutíma á flugbrautinni Farþeginn segir að við komuna til Keflavíkurflugvallar hafi löng bið beðið þar sem erfitt hafi reynst að taka á móti innanlandsflugi. Farþegum hafi ekki verið hleypt frá borði fyrr en minnst einni og hálfri klukkustund eftir lendingu. Þá hafi tekið við glundroði í flugstöðinni þar sem sumir farþegar hafi viljað fá farangur sinn afhentan þar til að ná tengiflugi. Hann segist hafa skynjað nokkurn pirring meðal farþega vélarinnar. Sjálfur segist hann sáttur með að vera kominn heim en að honum finnist samt sem áður skrýtið að Icelandair hafi ákveðið að nota Boeing 737 MAX í flugið. Hér að neðan má sjá hvernig stefnu flugvélarinnar var breytt. Flugvélinni var flogið til Keflavíkur í stað Reykjavíkur.Skjáskot/Flightradar24
Fréttir af flugi Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira